Birtist í Fréttablaðinu

Spenna og illska
Aðdáendur glæpasögunnar eru eflaust kampakátir, enda jólabókaflóðið sjaldan verið stærra en í ár og glæpasögurnar taka þar sitt pláss að venju.

Flækjugangur kjarnafjölskyldunnar
Stella er alveg að missa þolinmæðina.

Af geimverum og tilfinningum
Sögur um geimverur sem hafa eitthvað til jarðarinnar og jarðarbúa að sækja hafa verið hluti af menningararfi Vesturlanda síðan 1898.

Ólíkar raddir
Melkorka og Ragnheiður Harpa senda frá sér ljóðabækur. Ljóð Ragnheiðar eru draumkennd en í ljóðum Melkorku er mikið um náttúruminni.

Erfiðleikar mannsins
Fyrsta skáldsaga Halldórs Laxness Halldórssonar, eða Dóra DNA, er einstaklega vel heppnuð og fjallar um undarlegt tilfinningalíf mannskepnunnar á skemmtilegan og frumlegan hátt.

Heyrði óm af verkinu þegar þau hringdu í mig
Íslenskir strengir og söngsveitin Ægisif halda tónleika í Kristskirkju í kvöld. Þar hljómar í fyrsta sinn nýtt kórverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Laudem Domini.

Sáttamiðlun ekki til að framlengja hjúskap
Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita, segir að sáttamiðlun sé í eðli sínu gerð til að bæta samskiptin við og eftir skilnað. Rætt er um hvort fella eigi skyldu úr lögum en Sigrún óttast að barnafólk missi þá af fræðslu og stuðningi.

Baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi
Árleg Ljósaganga UN Women fer fram í dag frá Arnarhóli. Í kvöld kemur tónlistarmaðurinn Auður fram í Hannesarholti ásamt fleirum og rennur allur ágóði af sölu miða beint til UN Women.

Segir að gefin svör geri lítið úr starfsemi þjóðaröryggisráðs
Formaður Viðreisnar segir svör forsætisráðherra við fyrirspurnum sínum um öryggis- og varnarmál vekja upp fleiri spurningar en þau svara. Þjóðaröryggisráð sé ekki upp á punt.

Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés
Reiðtúr hinnar 93 ára gömlu Bretadrottningar og 59 ára gamals sonar hennar hefur umfjöllunar efni fjölmiðla í Bretlandi. Þykir drottingin hafa verið að senda skilaboð um stuðning við prinsinn.

Hundar verða miðaldra tveggja ára
Vísindamenn við Kaliforníuháskóla í borginni Oakland hafa komist að því að svokölluð hundaár séu goðsögn.

Tekjur í hagkerfinu vaxa og eigið fé fyrirtækja styrkist um tíu prósent
Heildarvöxtur tekna í viðskiptahagkerfinu var um 6,2 prósent á síðasta ári miðað við árið á undan. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Leita erlendra árásarmanna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að þremur erlendum mönnum í tengslum við fólskulega árás á þrjá dyraverði.

Aldrei nein óvissa með dótturfélag RÚV
Ríkisendurskoðandi segir að sú lagaskylda hafi hvílt á Ríkisútvarpinu að stofna sérstakt dótturfélag um samkeppnisrekstur. Um það hafi ekki verið nein óvissa. Stofnunin hafi því brotið lög frá því í byrjun síðasta árs með því að uppfylla ekki þessa skyldu sína.

Sigraðist á áfenginu með fuglaljósmyndun
Árið 2017 setti Austfirðingurinn Aðalsteinn Pétur Bjarkason tappann í flöskuna og tók upp myndavélina í staðinn. Hann hafði lengi barist við áfengis- og fíkniefnadjöfulinn. Síðan þá hefur hann ljósmyndað fugla, bæði algenga og fágæta.

Kynferðisleg áreitni hefur áhrif á virði fyrirtækja
Það kostar mun minna að gera allt til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnutað en að láta slíkt mál koma upp, segir Úlf Viðar Níelsson, dósent sem rannsakaði viðskiptahlið #MeToo ásamt Mads Borelli-Kjær og Laurids Moehl Schack.

Allir hrífast
Hátíðarballettinn frá Pétursborg flytur hið fræga Svanavatn í Hörpu.

Nýr sprettharður prestur
Bryndís Svavarsdóttir tók prestsvígslu um síðustu helgi og mun þjóna Patreksfjarðarprestakalli fram á sumar 2020. En nú þreytir hún hvert maraþonið eftir annað í Asíu.

Friðarsinnuðu róttæklingarnir í Eskihlíðinni
Hjónin Stefán Pálsson og Steinunn Þóra Árnadóttir og synir þeirra, Nóam Óli og Böðvar, eru friðarsinnaðir róttæklingar fram í fingurgóma. Þau ræða um lífið, baráttuna við MS-sjúkdóminn, enska boltann og tímamótin þegar þau uppgötvuðu að þau ættu tvo stráka.

Óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum
Fyrir þá sem hafa lítinn tíma en vilja leggja sitt af mörkum í sjálfboðaliðastarfi þá er Brjótum ísinn tilvalið verkefni.

Lífið og Á eigin fótum á stærstu barnaleikhúshátíð í heimi
Lífið - Stórskemmtilegt drullumall! og á Eigin fótum hefur verið boðið að sýna á heimsþingi Assitej í Japan á næsta ári. Assitej eru heimssamtök barnaleikhúss og halda samtökin árlegt heimsþing sem er stærsta barnaleikhúshátíð í heimi.

Ég átti erfitt með að treysta
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum.

Hleðslustöðvar á Þingvöllum
Stefnt er að uppsetningu hleðslustöðva á Þingvöllum.

Slær á kvíða í tannlæknastólnum með dáleiðslu
Sigurður Rúnar Sæmundsson notar dáleiðslu í tannlækningum til að gera upplifunina betri og auðveldari. Hann segir alla hafa einhvern tímann upplifað dáleiðsluástand eða hugarástand mjög líkt því og segir frá aðferðum sínum og hvernig þær gagnast.

Samfélagsleg nýsköpun
Betri þjónusta fyrir konur sem lent hafa í áföllum, kortlagningarkerfi fyrir plokkara, aukinn stuðningur við fyrirtæki um nýskapandi lausnir fyrir samfélagið og vettvangur sem stuðlar að kolefnishlutleysi Íslands er meðal þeirra verkefna sem teymin í Snjallræði hafa unnið að í Setri skapandi greina.

Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg
Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara.

Ákvörðun um leikstað í umspilinu þarf að liggja fyrir 20. desember
Fótbolti Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, þarf eins og knattspyrnusambönd sem eiga lið í umspili um laus sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla að staðfesta heimavöll sinn í umspilsleikjum til evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, fyrir 20. desember næstkomandi.

Sáttamiðlun allt of sjaldan notuð í sakamálum á Íslandi
Mikill sparnaður gæti hlotist af því að nýta sáttamiðlun í fleiri sakamálum en gert er hér á landi. Úrræðið er einungis notað í örfáum slíkum málum árlega. Varahéraðssaksóknari segir sorglegt að sáttamiðlun sé ekki notuð í fleiri málum og formaður Landssambands lögreglumanna segir að mikilvægt sé að auka þekkingu um úrræðið.

Morðmál bandarískra pilta tekið fyrir í febrúar
Dómari í Róm hefur ákveðið að flýta málsmeðferð á morðmáli tveggja bandarískra ferðamanna og að málið verði tekið fyrir þann 26. febrúar næstkomandi.

Landsmenn verði orðnir 434 þúsund 2068
Ný mannfjöldaspá Hagstofunnar 2019-2068 gerir ráð fyrir að íbúar á Íslandi verði orðnir 434 þúsund í árslok 2068.