Ólympíuleikar

Fréttamynd

Anton Sveinn er hættur

Sundkappinn og fjórfaldi Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee hefur ákveðið að láta gott heita og mun ekki keppa á fleiri mótum á sínum glæsta ferli.

Sport
Fréttamynd

Ólympíufara fagnað á Sel­fossi

Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Furðu­legur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna

Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta.

Sport
Fréttamynd

Ólympíufari sem á ekki fyrir leigu

Bandaríski kringlukastarinn Veronica Fraley keppir í kvöld í kringluvarpi á Ólympíuleikunum í París. Hún vakti hins vegar athygli á því á samfélagsmiðlum að þrátt fyrir að skara fram úr í sinni íþróttagrein hefur hún enn ekki efni á leigu heima fyrir.

Sport
Fréttamynd

Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíu­þorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“

„Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á um­búðum smokka sem kepp­endur í ólympíu­þorpinu á Ólympíu­leikunum í París geta nálgast sér að kostnaðar­lausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir að­gengi­legir fyrir í­þrótta­fólk á Ólympíu­leikunum í ólympíu­þorpinu þetta árið.

Sport
Fréttamynd

Kepp­endur Ísrael fengu hótanir um endur­tekningu á 1972

Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Grunar vinstri­öfga­menn um græsku

Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær.

Erlent
Fréttamynd

Djokovic lagði leirkónginn Nadal

Novak Djokovic tók skref í átt að sínu fyrsta Ólympíugulli þegar risaviðureign fór fram á Roland Garros-vellinum í París í dag. Djokovic sló Rafael Nadal, konung leirsins, úr keppni.

Sport
Fréttamynd

Björk með besta at­riði í sögu Ólympíu­leikanna

Fyrir tuttugu árum steig Björk Guðmunsdóttir á stokk með tónlistaratriði á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og sló í gegn. Á nýjum lista tímaritsins Dig skýtur Björk kanónum á borð við Pavarotti og Paul McCartney ref fyrir rass og landar fyrsta sæti yfir besta tónlistaratriði í sögu Ólympíuleikanna.

Tónlist