KSÍ

Fréttamynd

Sammála um að Borghildur beri ekki ábyrgð

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands er einhuga og sammála um að Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, og annað starfsfólk kvennalandsliðsins hafi sinnt sínu starfi í ferðinni örlagaríku til Ungverjalands af fagmennsku og þau beri ekki ábyrgð á framkomu Jóns Þórs Haukssonar, fráfarandi landsliðsþjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk knatt­spyrnu­kona ársins

KSÍ tilkynnti í gær að Sara Björk Gunnarsdóttir væri knattspyrnukona ársins 2020. Sjötta árið í röð. Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir komu þar á eftir í valinu að þessu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum

Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ætlar ekki að tjá sig frekar um upp­á­komuna

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar

Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn.

Fótbolti