Dýr

Fréttamynd

Grábjörn sat um mann í viku í óbyggðum Alaska

Áhöfn þyrlu Strandgæslu Bandaríkjanna rambaði fyrir tilviljun á mann á mjög afskekktum stað í Alaska sem var illa farinn eftir margra daga baráttu við grábjörn. Verið var að fljúga þyrlunni nærri Nome í Alaska þegar áhöfnin þurfti að beygja af leið vegna skýja.

Erlent
Fréttamynd

Fimm hross týnd á fjöllum í rúma viku

Fimm hross sem fældust og hlupu á fjöll hafa verið týnd í rúma viku. Hrossin týndust skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið, á þriðjudagsmorgun í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hnúfu­bakur ná­lægt landi: „Þetta var alveg geggjað“

„Í stuttu máli. Hnúfubakur að gefa allt í botn til að ná hádegismatnum. Rétt við fast land btw ég var á föstu landi þegar ég tók þetta….TRYLLT!! Silgdi svo burt með frænda sínum. Saddur og sæll,“ skrifar framleiðandinn Jóhann Már Kristinsson á Twitter og birtir stórkostlegt myndband af Hnúfubaki í leit að æti nálægt landi.

Innlent
Fréttamynd

Stefnu­mót við stutt­nefju á bjarg­brún á Langa­nesi

Vísindamenn kortleggja nú ævintýralegan lífsferil langvíu og stuttnefju í íslensk-breskri rannsókn sem starfsmenn og sjálfboðaliðar á vegum Náttúrustofu Norðausturlands hafa unnið að á undanförnum árum. Rannsóknin byggir á því að sömu fuglarnir eru fangaðir aftur og aftur, bæði yfir sumarið og árlega. Þeir koma alltaf á sömu sylluna, ár eftir ár.

Innlent
Fréttamynd

Týndi tíu vikna gömlum hvolpi á djamminu

Lýst var eftir tíu vikna gamla hvolpinum Karítas um helgina. Í ljós kom að eigandinn hafði tekið hvolpinn með sér á djammið á föstudagskvöld og óttast var að eigandinn hefði gert honum mein. Eftir langa leitarhelgi er hvolpurinn kominn í öruggar hendur þökk sé Hundasveitinni svokölluðu.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið

Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Grábjörn dró konu úr tjaldi og drap hana

Grábjörn dró konu út úr tjaldi hennar í bænum Ovando í Montana og banaði henni í vikunni. Þrátt fyrir mikla leit hefur ekki tekist að finna og fella björninn. Konan hét Leah Davis Lokan og var 65 ára gömul. Hún var í hópi hjólreiðamanna sem var á ferð um svæðið.

Erlent
Fréttamynd

Telja hita­bylgjuna hafa drepið milljarð sjávar­dýra við strendur Kanada

Talið er að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada að Kyrrahafinu hafi drepist í síðustu viku þegar hitabylgja, sem sló hvert hitametið á fætur öðru, reið yfir landið. Sérfræðingar vara við því hvað hitabreytingar, þó þær virðist litlar fyrir okkur mannfólkið, geta verið hættulegar vistkerfum sem eru óvön svona veðuröfgum.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti hestur í heimi er allur

Hesturinn Big Jake lést á dögunum tuttugu ára gamall. Hann var árið 2010 útnefndur hæsti hestur í heimi af heimsmetabók Guinness.

Erlent
Fréttamynd

Höfðu uppi á týndri rauðri pöndu í dýra­garði

Starfsmenn dýragarðsins í Duisburg í Þýskalandi hafa haft uppi á Jang, rauðri pöndu, sem hafði sloppið úr gerði sínu og haldið á vit ævindýranna í dýragarðinum. Jang fannst uppi í nálægri trjákrónu á lóð dýragarðsins eftir að leit hafði staðið yfir í um 36 klukkustundir.

Erlent
Fréttamynd

Ræða hvort taka skuli tillit til tilfinninga dýra

Breskir þingmenn rökræða nú um hvort að rétt sé að taka tillit til tilfinninga dýra þegar menn setja sér lög og reglur. Frumvarp þessa efnis er sagt ganga enn lengra en Evrópulög sem eru talin ganga hvað lengst í þá átt í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Besti vinurinn er hrútur sem heldur að stundum að hann sé hestur

Á bænum Skyggnisholti í Flóanum, rétt austan við Selfoss, búa tveir einstakir vinir. Ragnar Axelsson hitti sex ára Stein Þorra Viktorsson og lambhrúturinn hans Páll Stefánsson. Hrúturinn virðist ýmist halda að hann sé hundur eða hross og hafa þeir leikið mikið saman síðustu þrjú árin.

Lífið
Fréttamynd

Bó „í barneignum“ á gamals aldri

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra deildi krúttlegum fréttum af hundi sínum Bó á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan hefur átt hundinn um árabil en nú stendur hann í stórræðum. 

Lífið
Fréttamynd

Saurinn reyndist svo sannar­lega úr álft

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið af allan vafa um að hvítabjörn hafi ekki verið í nágrenni göngufólks á Hornströndum fyrir viku. Úrgangur sem göngufólkið taldi að gæti verið frá hvítabirni reyndist vera eftir álft.

Innlent
Fréttamynd

Ís­björninn sem reyndist lík­lega álft

Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Hundur seldur á uppboði hjá sýslumanni

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu verður í næstu viku með uppboð á Rjúpnabrekku Blakki, enskum setter-hundi, sem er settur á uppboð vegna slita á sameign tveggja aðila.

Innlent