Dýr

Fréttamynd

Veita útigangskisum mat og skjól

Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel.

Innlent
Fréttamynd

Segir kæru Jarðarvina ekki vera í anda vísindanna

Jón Hávarður Jónsson, formaður Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum, segir furðulegt að Jarðarvinir þrýsti á Náttúrustofu Austurlands til að birta ótímabærar niðurstöður sem ekki sé hægt að styðja með marktækri rannsókn. Slík rannsókn yrði að taka til nokkurra ára.

Innlent
Fréttamynd

Jarðarvinir kæra Náttúrustofu Austurlands

Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofu Austurlands til lögreglu fyrir vanrækslu vegna skýrslu um afdrif og afföll hreindýrskálfa. Ole Anton Bieltvedt, forsvarsmaður samtakanna, segir að um 600 kálfar hafi drepist síðasta vetur.

Innlent
Fréttamynd

Veiðimaður drepinn af hirti sem hann hafði skotið

Atvikið átti sér stað á þriðjudaginn þegar hinn 66 ára gamli Thomas Alexander var við veiðar í Arkansas. Hann skaut hjartardýr og gekk að því til að tryggja að það væri dautt. Tarfurinn stóð hins vegar upp, réðst á Alexander og stakk hann á hol með hornum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Kostir kisujóga miklir

Í byrjun mánaðar var haldinn í Kattholti fyrsti kisujógatíminn hér á landi og féll hann svo vel í kramið að leikurinn verður endurtekinn næsta laugardag og er þegar að verða uppselt.

Lífið
Fréttamynd

Sérþjálfaður til þess að finna peninga

Grunur er um að farið sé með meira af peningum úr landi en tilkynnt er um. Stjórnvöld vinna að því að efla varnir við landamæri Íslands til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Leitarhundur hjá Tollgæslunni hefur verið þjálfaður til að finna peninga gagngert til þess að sporna við peningaþvætti.

Innlent