Andlát

Fréttamynd

Brooklyn Nine-Nine-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Andre Braugher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, er látinn. Hann varð 61 árs gamall.

Lífið
Fréttamynd

Systir Honey Boo Boo er látin

Anna „Chickadee“ Cardwell er látin, 29 ára að aldri. Cardwell var systir raunveruleikaþáttastjörnunnar Alana Thompson, betur þekkt sem „Honey Boo Boo“.

Lífið
Fréttamynd

Gítar­leikari Wings er látinn

Enski tónlistarmaðurinn Denny Laine, sem var aðalsöngvari sveitarinnar Moody Blues og gítarleikari sveitarinnar Wings, er látinn. Hann varð 79 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Oddur ætt­fræðingur er látinn

Oddur F. Helgason, ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, er látinn, 82 ára að aldri. Oddur var einn þekktasti ættfræðingur landsins og stundaði rannsóknir undir merkjum ættfræðiþjónustunnar ORG ehf.

Innlent
Fréttamynd

Alistair Darling látinn

Breski stjórnmálamaðurinn Alistair Darling, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown í fjármálakreppunni 2008, er látinn. Hann varð sjötugur að aldri.  

Erlent
Fréttamynd

Henry Kissinger er látinn

Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og einn valdamesti embættismaður í bandarískri sögu er látinn, hundrað ára að aldri. Ráðgjafafyrirtæki Kissingers tilkynnti um þetta í nótt en hann lést á heimili sínu í Connecticut.

Erlent
Fréttamynd

Sticky Vicky öll

Erótíski dansarinn Victoria María Aragüés Gadea, betur þekkt sem Sticky Vicky, er látin áttatíu ára að aldri. Vicky var skemmtikraftur á sólarströndinni Benidorm um árabil.

Lífið
Fréttamynd

Óli kommi fallinn frá

Ólafur Þ. Jónsson, fyrrverandi vitavörður í Hornbjargsvita og betur þekktur sem Óli kommi, lést í síðustu viku 89 ára gamall.

Innlent
Fréttamynd

Leikari úr Línu lang­sokk látinn

Sænski leikarinn Fredrik Ohlsson, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk föður Tomma og Önnu í þáttunum og kvikmyndunum um Línu Langsokk, er látinn. Hann varð 92 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Sigur­bergur í Fjarðar­kaupum látinn

Sigurbergur Sveinsson kaupmaður, sem lengstum var kenndur við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi 12. nóvember síðastliðinn, 90 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Ellert Ei­ríks­son er látinn

Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er látinn, 85 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðastliðinn sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Systir Donald Trump er látin

Maryanne Trump Barry, elsta systir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er látin, 86 ára að aldri. Hún hafði verið á líknardeild síðustu vikur lífs síns vegna krabbameins. 

Erlent
Fréttamynd

Goð­sögn í Kópa­vogi fallin frá

Óhætt er segja að Kópavogur sakni eins síns dáðasta drengs. Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jói á hjólinu, féll frá þann 27. október síðastliðinn. Hann var 81 árs.

Innlent
Fréttamynd

Jafet S. Ólafs­son látinn

Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri er látinn og andaðist hann að morgni síðastliðins þriðjudags, þá 72 ára að aldri.

Innlent