Fangelsismál „Brotaþolar horfa upp á gerendur sína ganga um göturnar eins og ekkert hafi í skorist“ „Markmið laga um fullnustu refsinga er að refsing fari fram með öruggum og skilvirkum hætti svo sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk en varla er hægt að búast við að svo sé þegar fangar geta ekki hafið afplánun og brotaþolar horfa upp á gerendur sína ganga um göturnar eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Spurði hún Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra út í stöðuna í fangelsismálum og sagði óhætt að fullyrða að neyðarástand ríki í þeim málaflokki. Innlent 29.11.2022 17:20 Gerir stjórnvöldum kleift að stíga mjög ákveðin skref Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 29.11.2022 11:03 Mótsagnir ríkisvaldsins í rekstri fangelsanna Fjárlög og sú krafa að Fangelsismálastofnun haldi sig innan allt of þröngra fjárheimilda, gerir það að verkum að niðurskurður bitnar á starfsfólki og skjólstæðingum fangelsanna. Fangelsismálastofnun getur því ekki sinnt sinni lögbundnu skildu. Og það bitnar á samfélaginu öllu, þjónustunni, föngum og fangavörðum. Vandamálið í þessu kerfi er að það gengur ekki upp vegna fjársveltis. Skoðun 29.11.2022 08:02 Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæll, Jón GunnarssonAð undanförnu hefur fyrirhuguð lokun við fangelsið á Sogni verið mér hjartansmál. Í þessu bréfi ætla ég að segja hug minn í því máli og hvers virði staðurinn er fyrir okkur stafsfólkið, vistmennina sem þar eru og aðstandendur þeirra. Í dag er ég aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni en ég hef starfað hjá Fangelsismálastofnun meira og minna síðan árið 1999. Skoðun 28.11.2022 14:31 Öndum með nefinu Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum. Skoðun 25.11.2022 18:00 Telja lokun Sogns hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fanga, aðstandendur og samfélagið Fyrirhuguð lokun Sognar er ekki í takt við nýjustu rannsóknir og væri stórt skref aftur á bak í fangelsismálum á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun fagráðs Aðstoðar eftir afplánun vegna nýlegra frétta af hugsanlegri lokun fangelsisins að Sogni. Innlent 25.11.2022 14:42 Um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Skoðun 25.11.2022 07:01 Fangaverðir fá högg- og hnífavesti og mögulega rafbyssur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst svara kalli fangavarða um aukna þjálfun og varnarbúnað. Grafalvarleg þróun eigi sér stað innan veggja fangelsanna, með auknum vopnaburði og ofbeldi. Innlent 25.11.2022 06:21 Yngri fangar tilbúnari að beita vopnum og fangelsin geta ekki tryggt öryggi vegna fjárskorts Fangavörður á Litla-Hrauni segir starfsumhverfið hafa stórbreyst á undanförnum árum og að ný kynslóð brotamanna sé grimmari og tilbúnari að beita vopnum. Starfsfólk fangelsa óttist um öryggi sitt og á sama tíma kemur sífellt meiri fjárskortur sífellt verr niður á allri starfseminni. Innlent 24.11.2022 22:01 Aukið ofbeldi og meira um vopn Síðastliðin ár hefur færst mjög í vöxt að fangar í íslenskum fangelsum beiti ofbeldi og noti til þess vopn af ýmsu tagi. Bæði fangar og fangaverðir hafa orðið fyrir heilsutjóni vegna þessa. Innlent 24.11.2022 07:14 Pólitískar ákvarðanir ógni öryggi lögreglufólks og réttaröryggi í landinu Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu dómsmálaráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þau segja stöðu löggæslu- og fangelsismála alvarlega og kalla eftir því að stjórnmálamenn taki afgerandi afstöðu með lögreglu. Innlent 23.11.2022 19:41 Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. Innlent 23.11.2022 13:56 Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fanga Stefna stjórnvalda í geðheilbrigðismálum er á þá leið að þverfagleg mönnun í geðheilbrigðisþjónustu eigi að vera í samræmi við þjónustuþörf á hverju þjónustustigi með tilliti til viðfangsefna. Við sem lifum og hrærumst í málefnum jaðarsettra hópa samfélagsins vitum sem er, að þar er víða pottur brotinn og stefna stjórnvalda eingöngu orðin tóm. Skoðun 23.11.2022 13:02 Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. Innlent 22.11.2022 23:30 Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. Innlent 22.11.2022 08:40 Sextíu sæta gæsluvarðhaldi og kerfið þolir ekki meira Sextíu einstaklingar sæta nú gæsluvarðhaldi en fjöldinn er að jafnaði um tuttugu. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fjöldann mega rekja til stórra mála sem komið hafa upp á síðustu vikum; fíkniefnamál, ofbeldismál og nú síðast hópárásin á Bankastræti Club síðastliðinn fimmtudag. Innlent 22.11.2022 07:01 Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. Innlent 21.11.2022 21:08 Þolendum mansals refsað Vel á annan tug erlendra kvenna hafa dvalið í gæsluvarðhaldsklefum fangelsisins á Hólmsheiði undanfarnar vikur og mánuði. Það sem þær eiga flestar sameiginlegt er að neyðin bankaði á dyr og fyrir vikið enduðu þær sem fórnarlömb mansals. Skoðun 21.11.2022 11:30 Fangar undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda Undanfarin fimm ár hefur einn einstaklingur undir átján ára verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Enginn einstaklingur undir lögaldri hefur afplánað refsingu í hefðbundnu fangelsi. Alls hafa rúmlega þúsund börn undir átján ári aldri verið sett á sakaskrá undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata. Innlent 19.11.2022 07:01 Brjótum glæpahringina upp Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa. Skoðun 18.10.2022 07:01 Skallaði og beit fangaverði í fangelsinu á Hólmsheiði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Brynjar Jensson í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa skallað og bitið fangaverði í fangelsinu á Hólmsheiði. Innlent 11.10.2022 14:10 Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. Innlent 4.10.2022 20:01 Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. Innlent 3.10.2022 15:07 AA og Afstaða í fangelsum Allt frá stofnun Afstöðu árið 2005 hefur eitt af höfuðmarkmiðum félagsins verið að hvetja fanga til þess að taka þátt í starfi AA-samtakanna. Upp úr aldamótum voru ekki margir sem nýttu sér úrræðið og horfðum við forsvarsmenn Afstöðu upp á hvern AA-fund á fætur öðrum þar sem enginn fangi mætti. Skoðun 12.9.2022 14:32 Fangar fá námsráðgjöf í upphafi annar og vikulega fjarráðgjöf Til stendur að taka upp nýtt fyrirkomulag námsráðgjafar á Kvíabryggju í byrjun annar. Markmiðið er að nýta það fjármagn sem Fjölbrautaskólinn á Suðurlandi fær frá ríkinu betur. Þetta segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSU í samtali við Fréttablaðið. Innlent 26.8.2022 07:16 Lét höggin dynja á fangavörðum og fanga Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði, tvær gegn fangavörðum og eina gegn samfanga sínum. Innlent 25.8.2022 11:57 Segir skólameistara FSu hafa lokað á nám fanga án samráðs Formaður Afstöðu, félags fanga, segir skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa upp á sitt einsdæmi ákveðið að loka á nám fanga við skólann. Það hafi hann gert með því að skrúfa fyrir fjármagn til námsráðgjafa sem lagt hefur leið sína á Kvíabryggju til að aðstoða fanga við nám. Innlent 24.8.2022 20:49 Öryggisvistun vegna alvarlegra líkamsárása á fangaverði og samfanga Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið gert að sæta áframhaldandi öryggisvistun vegna tveggja alvarlegra líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði í janúar síðastliðnum. Innlent 13.7.2022 13:46 Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Innlent 8.7.2022 11:58 Mannskemmandi fyrir fólk að vera dregið aftur í myrkrið Formaður Afstöðu kallar eftir breyttri löggjöf um reynslulausn á Íslandi. Fangar sem fá þyngri dóma fá sjaldan sem aldrei reynslulausn hér ólíkt því sem tíðkast á Norðurlöndum. Innlent 26.6.2022 21:29 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 15 ›
„Brotaþolar horfa upp á gerendur sína ganga um göturnar eins og ekkert hafi í skorist“ „Markmið laga um fullnustu refsinga er að refsing fari fram með öruggum og skilvirkum hætti svo sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk en varla er hægt að búast við að svo sé þegar fangar geta ekki hafið afplánun og brotaþolar horfa upp á gerendur sína ganga um göturnar eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Spurði hún Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra út í stöðuna í fangelsismálum og sagði óhætt að fullyrða að neyðarástand ríki í þeim málaflokki. Innlent 29.11.2022 17:20
Gerir stjórnvöldum kleift að stíga mjög ákveðin skref Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 29.11.2022 11:03
Mótsagnir ríkisvaldsins í rekstri fangelsanna Fjárlög og sú krafa að Fangelsismálastofnun haldi sig innan allt of þröngra fjárheimilda, gerir það að verkum að niðurskurður bitnar á starfsfólki og skjólstæðingum fangelsanna. Fangelsismálastofnun getur því ekki sinnt sinni lögbundnu skildu. Og það bitnar á samfélaginu öllu, þjónustunni, föngum og fangavörðum. Vandamálið í þessu kerfi er að það gengur ekki upp vegna fjársveltis. Skoðun 29.11.2022 08:02
Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæll, Jón GunnarssonAð undanförnu hefur fyrirhuguð lokun við fangelsið á Sogni verið mér hjartansmál. Í þessu bréfi ætla ég að segja hug minn í því máli og hvers virði staðurinn er fyrir okkur stafsfólkið, vistmennina sem þar eru og aðstandendur þeirra. Í dag er ég aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni en ég hef starfað hjá Fangelsismálastofnun meira og minna síðan árið 1999. Skoðun 28.11.2022 14:31
Öndum með nefinu Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum. Skoðun 25.11.2022 18:00
Telja lokun Sogns hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fanga, aðstandendur og samfélagið Fyrirhuguð lokun Sognar er ekki í takt við nýjustu rannsóknir og væri stórt skref aftur á bak í fangelsismálum á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun fagráðs Aðstoðar eftir afplánun vegna nýlegra frétta af hugsanlegri lokun fangelsisins að Sogni. Innlent 25.11.2022 14:42
Um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Skoðun 25.11.2022 07:01
Fangaverðir fá högg- og hnífavesti og mögulega rafbyssur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst svara kalli fangavarða um aukna þjálfun og varnarbúnað. Grafalvarleg þróun eigi sér stað innan veggja fangelsanna, með auknum vopnaburði og ofbeldi. Innlent 25.11.2022 06:21
Yngri fangar tilbúnari að beita vopnum og fangelsin geta ekki tryggt öryggi vegna fjárskorts Fangavörður á Litla-Hrauni segir starfsumhverfið hafa stórbreyst á undanförnum árum og að ný kynslóð brotamanna sé grimmari og tilbúnari að beita vopnum. Starfsfólk fangelsa óttist um öryggi sitt og á sama tíma kemur sífellt meiri fjárskortur sífellt verr niður á allri starfseminni. Innlent 24.11.2022 22:01
Aukið ofbeldi og meira um vopn Síðastliðin ár hefur færst mjög í vöxt að fangar í íslenskum fangelsum beiti ofbeldi og noti til þess vopn af ýmsu tagi. Bæði fangar og fangaverðir hafa orðið fyrir heilsutjóni vegna þessa. Innlent 24.11.2022 07:14
Pólitískar ákvarðanir ógni öryggi lögreglufólks og réttaröryggi í landinu Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu dómsmálaráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þau segja stöðu löggæslu- og fangelsismála alvarlega og kalla eftir því að stjórnmálamenn taki afgerandi afstöðu með lögreglu. Innlent 23.11.2022 19:41
Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. Innlent 23.11.2022 13:56
Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fanga Stefna stjórnvalda í geðheilbrigðismálum er á þá leið að þverfagleg mönnun í geðheilbrigðisþjónustu eigi að vera í samræmi við þjónustuþörf á hverju þjónustustigi með tilliti til viðfangsefna. Við sem lifum og hrærumst í málefnum jaðarsettra hópa samfélagsins vitum sem er, að þar er víða pottur brotinn og stefna stjórnvalda eingöngu orðin tóm. Skoðun 23.11.2022 13:02
Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. Innlent 22.11.2022 23:30
Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. Innlent 22.11.2022 08:40
Sextíu sæta gæsluvarðhaldi og kerfið þolir ekki meira Sextíu einstaklingar sæta nú gæsluvarðhaldi en fjöldinn er að jafnaði um tuttugu. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fjöldann mega rekja til stórra mála sem komið hafa upp á síðustu vikum; fíkniefnamál, ofbeldismál og nú síðast hópárásin á Bankastræti Club síðastliðinn fimmtudag. Innlent 22.11.2022 07:01
Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. Innlent 21.11.2022 21:08
Þolendum mansals refsað Vel á annan tug erlendra kvenna hafa dvalið í gæsluvarðhaldsklefum fangelsisins á Hólmsheiði undanfarnar vikur og mánuði. Það sem þær eiga flestar sameiginlegt er að neyðin bankaði á dyr og fyrir vikið enduðu þær sem fórnarlömb mansals. Skoðun 21.11.2022 11:30
Fangar undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda Undanfarin fimm ár hefur einn einstaklingur undir átján ára verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Enginn einstaklingur undir lögaldri hefur afplánað refsingu í hefðbundnu fangelsi. Alls hafa rúmlega þúsund börn undir átján ári aldri verið sett á sakaskrá undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata. Innlent 19.11.2022 07:01
Brjótum glæpahringina upp Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa. Skoðun 18.10.2022 07:01
Skallaði og beit fangaverði í fangelsinu á Hólmsheiði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Brynjar Jensson í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa skallað og bitið fangaverði í fangelsinu á Hólmsheiði. Innlent 11.10.2022 14:10
Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. Innlent 4.10.2022 20:01
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. Innlent 3.10.2022 15:07
AA og Afstaða í fangelsum Allt frá stofnun Afstöðu árið 2005 hefur eitt af höfuðmarkmiðum félagsins verið að hvetja fanga til þess að taka þátt í starfi AA-samtakanna. Upp úr aldamótum voru ekki margir sem nýttu sér úrræðið og horfðum við forsvarsmenn Afstöðu upp á hvern AA-fund á fætur öðrum þar sem enginn fangi mætti. Skoðun 12.9.2022 14:32
Fangar fá námsráðgjöf í upphafi annar og vikulega fjarráðgjöf Til stendur að taka upp nýtt fyrirkomulag námsráðgjafar á Kvíabryggju í byrjun annar. Markmiðið er að nýta það fjármagn sem Fjölbrautaskólinn á Suðurlandi fær frá ríkinu betur. Þetta segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSU í samtali við Fréttablaðið. Innlent 26.8.2022 07:16
Lét höggin dynja á fangavörðum og fanga Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði, tvær gegn fangavörðum og eina gegn samfanga sínum. Innlent 25.8.2022 11:57
Segir skólameistara FSu hafa lokað á nám fanga án samráðs Formaður Afstöðu, félags fanga, segir skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa upp á sitt einsdæmi ákveðið að loka á nám fanga við skólann. Það hafi hann gert með því að skrúfa fyrir fjármagn til námsráðgjafa sem lagt hefur leið sína á Kvíabryggju til að aðstoða fanga við nám. Innlent 24.8.2022 20:49
Öryggisvistun vegna alvarlegra líkamsárása á fangaverði og samfanga Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið gert að sæta áframhaldandi öryggisvistun vegna tveggja alvarlegra líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði í janúar síðastliðnum. Innlent 13.7.2022 13:46
Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Innlent 8.7.2022 11:58
Mannskemmandi fyrir fólk að vera dregið aftur í myrkrið Formaður Afstöðu kallar eftir breyttri löggjöf um reynslulausn á Íslandi. Fangar sem fá þyngri dóma fá sjaldan sem aldrei reynslulausn hér ólíkt því sem tíðkast á Norðurlöndum. Innlent 26.6.2022 21:29
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent