Aðstoð eftir afplánun hjálpar fyrrverandi föngum að fóta sig á ný Jakob Smári Magnússon skrifar 30. ágúst 2024 11:03 Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Upphaflega var þetta hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára en fljótlega kom í ljós að þörfin er mikil og því er verkefnið enn í gangi. Áfall að fara í fangelsi og að koma út Það er áfall að fara í fangelsi og það er líka áfall að koma þaðan út. Það eru fá úrræði sem bíða þeirra sem eru að koma úr afplánun og það getur reynst erfitt að fóta sig í lífinu á ný. Það er erfitt að fá atvinnu og húsnæði og margir þeirra sem koma úr afplánun glíma við félagslega einangrun. Þar af leiðandi fer fólk gjarnan aftur þangað sem það finnur sig velkomið og þekkir best til, þ.e.a.s aftur í afbrot og svo aftur í fangelsi. Þarna stígur Rauði krossinn inn með hjálp sjálfboðaliða, því eins og öll verkefni Rauða krossins byggir Aðstoð eftir afplánun á sjálfboðnu starfi. Sjálfboðaliðar sækja um í gegnum vefsíðu Rauða krossins og koma í viðtal í framhaldinu. Að því búnu fara þau á undirbúningsnámskeið sem eru sérútbúin fyrir þetta verkefni, auk þess að sækja almennt skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænni skyndihjálp sér að kostnaðarlausu. Einnig er boðið uppá handleiðslu með sálfræðingi. Sjálfboðaliðar skuldbinda sig svo til að hitta þátttakanda einu sinni í viku, klukkustund í senn, í eitt ár og byrja að hitta þátttakanda um það bil 3 mánuðum áður en viðkomandi losnar úr fangelsi. Félagslegur og praktískur stuðningur Þátttaka í verkefninu stendur öllum sem eru að koma úr afplánun til boða og líkt og hjá sjálfboðaliðunum hefst þátttakan með viðtali þar sem þörfin á aðstoð er metin. Upplýsingarnar sem fást með þessum viðtölum hjálpa til við að para hvern þátttakanda saman við réttan sjálfboðaliða. Eitt af mörgu sem er fallegt við þetta verkefni er að þarna eru einstaklingar sem koma úr afplánun að hitta manneskju sem er ekki hluti af „kerfinu“ og ekki ættingi, heldur bara manneskja með hjartað á réttum stað sem hefur sóst eftir að taka þátt í verkefninu og hjálpa fyrrum föngum. Sjálfboðaliðinn aðstoðar þátttakandann svo með ýmis praktísk mál eins og t.d. að finna atvinnu eða húsnæði, en oft er þetta fyrst og fremst félagslegur stuðningur. Verkefnið hefur gengið vel og það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með hversu vel gengur að halda þessu sambandi, sem stundum hefur orðið að vináttu tveggja einstaklinga sem lifir áfram eftir að verkefninu lýkur formlega. Langar þig að taka þátt og gerast sjálfboðaliði í verkefninu? Þá getur þú sótt um á heimasíðu Rauða krossins: Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Höfundur er verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Félagsmál Fangelsismál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Upphaflega var þetta hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára en fljótlega kom í ljós að þörfin er mikil og því er verkefnið enn í gangi. Áfall að fara í fangelsi og að koma út Það er áfall að fara í fangelsi og það er líka áfall að koma þaðan út. Það eru fá úrræði sem bíða þeirra sem eru að koma úr afplánun og það getur reynst erfitt að fóta sig í lífinu á ný. Það er erfitt að fá atvinnu og húsnæði og margir þeirra sem koma úr afplánun glíma við félagslega einangrun. Þar af leiðandi fer fólk gjarnan aftur þangað sem það finnur sig velkomið og þekkir best til, þ.e.a.s aftur í afbrot og svo aftur í fangelsi. Þarna stígur Rauði krossinn inn með hjálp sjálfboðaliða, því eins og öll verkefni Rauða krossins byggir Aðstoð eftir afplánun á sjálfboðnu starfi. Sjálfboðaliðar sækja um í gegnum vefsíðu Rauða krossins og koma í viðtal í framhaldinu. Að því búnu fara þau á undirbúningsnámskeið sem eru sérútbúin fyrir þetta verkefni, auk þess að sækja almennt skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænni skyndihjálp sér að kostnaðarlausu. Einnig er boðið uppá handleiðslu með sálfræðingi. Sjálfboðaliðar skuldbinda sig svo til að hitta þátttakanda einu sinni í viku, klukkustund í senn, í eitt ár og byrja að hitta þátttakanda um það bil 3 mánuðum áður en viðkomandi losnar úr fangelsi. Félagslegur og praktískur stuðningur Þátttaka í verkefninu stendur öllum sem eru að koma úr afplánun til boða og líkt og hjá sjálfboðaliðunum hefst þátttakan með viðtali þar sem þörfin á aðstoð er metin. Upplýsingarnar sem fást með þessum viðtölum hjálpa til við að para hvern þátttakanda saman við réttan sjálfboðaliða. Eitt af mörgu sem er fallegt við þetta verkefni er að þarna eru einstaklingar sem koma úr afplánun að hitta manneskju sem er ekki hluti af „kerfinu“ og ekki ættingi, heldur bara manneskja með hjartað á réttum stað sem hefur sóst eftir að taka þátt í verkefninu og hjálpa fyrrum föngum. Sjálfboðaliðinn aðstoðar þátttakandann svo með ýmis praktísk mál eins og t.d. að finna atvinnu eða húsnæði, en oft er þetta fyrst og fremst félagslegur stuðningur. Verkefnið hefur gengið vel og það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með hversu vel gengur að halda þessu sambandi, sem stundum hefur orðið að vináttu tveggja einstaklinga sem lifir áfram eftir að verkefninu lýkur formlega. Langar þig að taka þátt og gerast sjálfboðaliði í verkefninu? Þá getur þú sótt um á heimasíðu Rauða krossins: Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Höfundur er verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun