Heilbrigðismál

Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð
Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu.

Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja
Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu.

Gæti prentað raunveruleg líffæri
Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara.

Heilinn skreppur saman á nóttunni
Við eigum auðveldara með að sofna þegar okkur líður vel og erum hamingjusöm. Erla Björnsdóttir sálfræðingur gefur ýmis heilræði til að auka hamingju og góðan nætursvefn í Gerðubergi á morgun.

„Ég veit alveg út í hvað ég er að fara“
Tinna Haraldsdóttir gefur lítið fyrir gagnrýni um að ákvörðun hennar um að fara í ófrjósemisaðgerð einkennist af eigingirni.

Formaður LL vill herða tökin í fíkniefnamálum frekar en hitt
Biggi lögga einangraður innan lögreglunnar með hugmyndir um að endurmeta beri stefnu í fíknefnamálum.

Áhyggjuefni að hafa hægðir annan hvern dag
Mikilvægasti vegurinn er meltingarvegurinn.

Náði takmarkinu og grét af gleði
Þórunn Hilda Jónasdóttir vildi safna fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir krabbameinsdeildina og fór söfnunin fram úr hennar björtustu vonum.

Enn vegið að Hugarafli sem missir húsnæðið
Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi Hugarafls að leggja niður teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Samtökin munu missa húsnæði sitt í sumar. Stjórn Hugarafls fundar í dag um næstu skref í baráttunni fyrir tilvist samtakanna.

Óvenju margir greindust með lifrarbólgu A á liðnu ári
Kynsjúkdómar færðust í aukana á árinu 2017 og óvenju margir greindust með lifrarbólgu A.

Erfiðara að fá læknistíma út af Læknadögum
Aukið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum þessa viku meðan Læknadagar standa yfir.

Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja
Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða.

Nær tvöföldun á öldruðum í áfengismeðferð
Öldrunarlæknir segir fíknivanda eldra fólks vera að aukast, en að skömm og afneitun valdi því að of fáir leiti sér hjálpar og vandinn sé því falinn að miklu leyti.

Ekki liggur fyrir hvenær neysluvatn mun standast ítrustu gæðakröfur á ný: „Eftir sem áður veldur það ekki hættu“
Fullyrt hefur verið að neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu sé nú drykkjarhæft og engin hætta á ferðum en tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er lengur talin þörf á að sjóða vatn en tilmæli um slíkt höfðutalsverð áhrif á starfsemi Landspítalans fram eftir degi.

Hætt að sjóða vatnið á Landspítalanum
Mælt hafði verið með því að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga vegna jarðvegsgerlamengunar í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu.

Coca Cola og Ölgerðin stöðva framleiðslu
Vegna jarðvegsgerla sem fundust í sýni í Reykjavík og tilkynnt var um í gær.

Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu
Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum.

Jarðvegsgerlar í neysluvatni á Seltjarnarnesi
Mælst hefur fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík.

Ísland í dag: „Ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin“
Sóli Hólm ræddi baráttu sína við eitlakrabbamein í Íslandi í dag.

Daginn lengir um fimm mínútur á dag í Reykjavík en um sjö mínútur í Grímsey
Landsmenn finna þessa dagana fyrir því hvernig skammdegið víkur með lengingu birtutímans og hækkandi sól. Daginn lengir þó mismunandi hratt eftir því hvar menn eru á landinu.

Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga
Á Læknadögum var rætt um heilsu lækna en starfið er mjög streituvaldandi. Þróunin er þó í rétta átt og læknar eru farnir að upplýsa samstarfsfólk ef álagið er of mikið og leita sér hjálpar.

Nær ekki endum saman í krabbameinsmeðferð: „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi“
Söfnun hefur verið sett af stað fyrir Ölmu Geirdal, 38 ára einstæða móður, sem greindist með brjóstakrabbamein á síðasta ári.

Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum.

„Versti dagur ársins“ er í dag
Einn mánudagur virðist vera fólki erfiðari en aðrir og fellur sá dagur niður á daginn í dag,

Gagnrýna töf á nýju elliheimili
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarráði Hafnafjarðar segja meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hafa komið í veg fyrir að nýtt hjúkrunarheimili væri opnað snemma árs 2016.

Svara því að karlar fái herraklippingu 18 ára
Einstaklingar þurfa að ná 25 ára aldri til að fara í ófrjósemisaðgerð. Tvisvar var blaðamanni tjáð að ekkert aldurstakmark væri fyrir karla til að fara í slíka aðgerð hjá Domus Medica.

Fleiri börn leita til transteymis
Sextán leituðu til barna- og unglingageðdeildar Landspítala vegna kynáttunarvanda í fyrra. Yngstu börnin sem leita þangað eru ekki orðin kynþroska. Fullorðnum einstaklingum fjölgar líka. Skýringar á fjölgun ekki fyrir hendi.

„Það eru margir kostir við þetta meðferðarúrræði umfram hefðbundna sálfræðimeðferð“
Tanja Dögg Björnsdóttir opnar á næstu mánuðum sálfræðisíðuna Mín líðan sem mun bjóða upp á sálfræðimeðferð á netinu við einkennum kvíða og þunglyndis.

Guðni á ráðstefnu BUGL: Sífellt bætast við nýjar ógnir
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að þrátt fyrir allar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður.

Tuttugu sjúkrarúm tekin úr notkun
Tuttugu rúm á Landspítalanum hafa verið tekin úr notkun nýverið vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, segir Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir á Landspítalanum.