Grænland

Fréttamynd

Þór þarf ekki til Græn­lands

Varðskipið Þór er laust til annarra verkefna eftir að hafa verið í biðstöðu vegna skemmtiferðaskips sem strandaði undan austurströnd Grænlands í gær.

Innlent
Fréttamynd

Munu fara fram á himin­háar bætur frá Græn­lendingum

Ástralska námuvinnslufyrirtækið Energy Transition Minerals, sem áður hét Greenland Minerals, ætla sér að stefna dönskum og grænlenskum stjórnvöldum og fara fram á himinháar skaðabætur, fái fyrirtækið ekki heimild til að halda fyrirhugaðri námuvinnslu áfram í Kuannersuit. 

Erlent
Fréttamynd

Bílarnir sem Kaninn skildi eftir

Að ramba á stað sem eitt sinn iðaði af lífi en er nú í eyði er sérstök upplifun. Ikatek flugvöllur á Grænlandi er þannig staður. Hann var byggður af Bandaríkjaher í seinna stríði og notaður sem varaflugvöllur þar sem flugvélar á þessum slóðum gátu fengið olíu. Bílar, olíutunnur og leifar af flugskýlum og skálum standa á svæðinu innan um tignarleg fjöllin í kring og hafa ekki verið hreyfð eða notuð frá því að stríðinu lauk.

Lífið
Fréttamynd

Eldsvoði í Nuuk rannsakaður sem manndráp

Lögreglan í Nuuk á Grænlandi hefur til rannsóknar andlát konu sem lét lífið í eldsvoða snemma í morgun. Grunur leikur á að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísinda­mönnum á ó­vart

Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns.

Erlent
Fréttamynd

Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð

Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð.

Lífið
Fréttamynd

Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu

Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast.

Erlent