Reykjavík

Fréttamynd

Sann­leikurinn um Sælu­kot

Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans.

Skoðun
Fréttamynd

Sögu­lega leiðin­legt þing í ár

Salan á Ís­lands­banka var stærsta pólitíska hita­mál ársins 2021 að mati flestra sem frétta­stofa ræddi við þegar farið var í upp­rifjun á af­rekum þingsins fyrir annál. Það segir lík­lega sína sögu um hve tíðinda­litlu og leiðin­legu ári er að ljúka fyrir á­huga­menn um pólitík.

Innlent
Fréttamynd

Meiri mygla fannst í Lauga­lækjar­skóla

Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 

Innlent
Fréttamynd

Árásin gróf og litin alvarlegum augum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Yngstu pottverjarnir segja sinn tíma runninn upp

Börnin í Úlfársárdal eru hæstánægð með nýja sundlaug sem opnuð var í hverfinu í dag, ef marka má vel valið úrtak fréttastofu. Þó eru skiptar skoðanir uppi um hvort það sé börnum bjóðandi að þurfa að bíða lengur eftir að fá vatnsrennibraut í hverfið.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri gleymdi að hann ætti að vígja nýja laug

Hverfismiðstöð með nýrri sundlaug, þeirri fyrstu í Reykjavík í 23 ár, og nýju bókasafni var opnuð í Úlfarsárdal í morgun. Heildarfjárfesting verkefnisins er upp á 14 milljarða króna og framkvæmdin er ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Borgarstjóri segir daginn tímamót í sögu borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vinnu­brögð sem enginn ætti að sjá

Þórarinn Eld­járn er tví­mæla­laust ein­hver ást­sælasti höfundur þjóðarinnar. Rit­höfundar­ferill hans fer að teygja sig upp í fimm­tíu árin og í ár, á fjöru­tíu ára af­mæli fyrsta smá­sagna­safns hans, Of­sögum sagt, gefur hann út sitt áttunda smá­sagna­safn, Um­fjöllun. 

Menning
Fréttamynd

Tölu­verður erill hjá lög­reglu: Hópá­rás í mið­bænum

Nokkrir menn réðust að einum í miðbænum í gærkvöldi eða nótt. Maðurinn hlaut ekki alvarlega áverka en var þó fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir höfðu flúið vettvang þegar lögreglu bar að garði. Þetta segir í dagbók lögreglu en hún hafði í miklu að snúast í gærkvöldi og í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Færri hafa sótt um að­stoð fyrir jólin hjá Mæðra­styrks­nefnd

Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina.

Innlent
Fréttamynd

Hús Norður­slóðar rísi á Sturlu­götu 9

Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um ráðstöfun lóðarinnar á Sturlugötu 9 til Norðurslóðar, húss Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar.

Innlent
Fréttamynd

Hraunbergi lokað vegna myglu

Starfsemi Hraunbergs hefur verið flutt vegna myglu sem fundist hefur í húsnæði þess. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg stendur til að flytja starfsemina í varanlegt húsnæði á næstu mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Hafa lækkað há­marks­hraða á þessum götum borgarinnar

Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp.

Innlent