Reykjavík Gangavörður og Rottweiler-hundur fögnuðu með Bjarna Þór Það var líflegt í húsakynnum bókaútgáfunnar Sölku þar sem útgáfu bókar Bjarna Þórs Péturssonar, Megir þú upplifa, var fagnað á miðvikudagskvöldið. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að bókin fjalli um breyskan mann sem býr í Vesturbænum í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm. Lífið 27.10.2023 17:01 Sögulegur Pokémon viðburður í Skeifunni Efnt verður til skiptikvölds Pokémon-spilara í Barnaloppunni í Skeifunni á laugardagskvöld. Skipuleggjendur telja Pokémon-samfélagið á Íslandi miklu stærra en fólki detti í hug. Um sögulegan viðburð er að ræða. Lífið 27.10.2023 14:25 Breyta grenndarstöðvum í Reykjavík Grenndarstöðvar í Reykjavík fá margar hverjar nýtt hlutverk á næstu vikum. Þær byrja að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír. Neytendur 27.10.2023 12:48 Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Innlent 27.10.2023 12:07 Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði. Skoðun 27.10.2023 11:31 Kölluðu eftir liðsauka einkennisklæddra þegar mannfjölda dreif að Talsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjórir óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang þar sem sækja átti þrjá drengi, sem senda átti til Noregs, í gærkvöldi. Innlent 26.10.2023 15:53 Zara Larsson með tónleika í Höllinni Sænska tónlistarkonan Zara Larsson mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 16. mars 2024. Lífið 26.10.2023 14:04 Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans og löng bið Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er nú forgangsraðað eftir alvarleika. Fólk sem er ekki í bráðri hættu er hvatt til að leita annað, til dæmis á heilsugæslustöðvar eða læknavaktir utan þjónustutíma heilsugæslu. Innlent 26.10.2023 14:03 Fuglaáhugamaður sakaður um alþjóðlegar njósnir og kallaður í skýrslutöku Líffræðingur var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu, sakaður um njósnir við finnska sendiráðið vegna rannsóknar hans á mállýsku skógarþrasta. Mállýska fuglanna er nokkuð mismunandi eftir svæðum og jafnvel hverfum. Innlent 25.10.2023 20:31 Nýjar outlet fataverslanir opna í Holtagörðum Þrjár fataverslanir, NTC, S4S og Föt og skór, opna nýjar verslanir í Holtagörðum á morgun, svokallaðar „outlet“ verslanir. Verslanirnar eru alls um 4.500 fermetrar að stærð. Viðskipti innlent 25.10.2023 20:05 Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. Innlent 25.10.2023 15:32 Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 25.10.2023 13:35 Þriðjungi minni umferð morguninn sem kvennaverkfall stóð yfir Bílaumferð í Reykjavík var tæplega þriðjungi minni í gærmorgun en aðra morgna. Samdráttinn má vafalítið rekja til verkfalls kvenna og kvára, sem lögðu niður öll störf í gær. Innlent 25.10.2023 07:34 Tvær tilkynningar vegna hópslagsmála og ein vegna líkamsárásar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um slagsmál í gærkvöldi eða nótt. Innlent 25.10.2023 06:22 Kvennafrídagurinn í myndum Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi. Innlent 24.10.2023 17:15 Ólafur Kristjánsson tekur við kvennaliði Þróttar Ólafur Helgi Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Íslenski boltinn 24.10.2023 17:12 Ók á 150 kílómetra hraða og marga hringi í hringtorgum Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hann ók á 150 kílómetra hraða á klukkustund og beitti ýmsum brögðum til þess að komast undan laganna vörðum. Þá hrækti hann framan í lögregluþjón. Innlent 24.10.2023 17:09 Íslendingar geti náð fullkomnu jafnrétti „Ef einhver þjóð ætti að geta náð markmiðinu um fullt jafnrétti, þá erum það við,“ segir forsætisráðherra, sem lagði niður störf í dag en er þó alltaf á vaktinni. Innlent 24.10.2023 16:12 Aldrei séð annan eins fjölda á Arnarhóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að um sjötíu til hundrað þúsund manns hafi sótt baráttufund á Arnarhóli í tilefni Kvennaverkfalls. Veðrið lék við gesti fundarins. Innlent 24.10.2023 15:43 Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. Innlent 24.10.2023 15:12 „Leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum“ Tvær konur sem vinna í verslun 66° Norður í Bankastræti segja miður að geta ekki tekið þátt í kvennaverkfalli í allan dag, en þær fá launað frí hjá vinnuveitanda sínum í tvo tíma, til að mæta á samstöðufund kvennaverkfallsins. Innlent 24.10.2023 12:37 Sprautaði spritti framan í opinberan starfsmann og sló hann í andlitið Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist með ofbeldi að konu, sem var við skyldustörf sín sem opinber starfsmaður. Innlent 24.10.2023 12:29 Bein útsending: Kvennaverkfall á Arnarhóli Vísir verður með beina útsendingu frá Arnarhóli í dag. Búist er við að tugþúsundir kvenna og kvára komi saman til að styðja verkfallið. Innlent 24.10.2023 12:15 Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. Innlent 24.10.2023 11:08 Vaktin: Áfram rífandi stemming niðri í bæ Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu merki þess mátti sjá í umferðinni í morgun sem var afar lítil. Þá eru margir vinnustaðir ansi tómlegir eða hreinlega lokaðir vegna verkfallsins. Innlent 24.10.2023 08:55 Ákærður fyrir tilraun til manndráps við Breiðholtslaug Maður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að stinga annan mann með hnífi. Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað við Breiðholtslaug árið 2021. Innlent 24.10.2023 07:00 Stal söfnunarbauk og reynist eftirlýstur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um þjófnað á söfnunarbauk úr verslun í miðborg Reykjavíkur. Þjófurinn fannst skömmu síðar og reyndist eftirlýstur. Innlent 24.10.2023 06:21 Seðlabankinn beri skýra ábyrgð á grafalvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði Gríðarlegur samdráttur er í framboði á nýju húsnæði hér á landi. Formaður borgarráðs segir ekki hægt að kenna lóðaskorti í Reykjavík um en hvetur önnur sveitarfélög til að auka lóðaframboð. Formaður fasteignasala bætist í hóp þeirra sem telur Seðlabankann halda fasteignamarkaðnum niðri. Innlent 23.10.2023 20:00 Óttar hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás á dögunum. Innlent 23.10.2023 15:35 Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. Innlent 23.10.2023 14:15 « ‹ 70 71 72 73 74 75 76 77 78 … 334 ›
Gangavörður og Rottweiler-hundur fögnuðu með Bjarna Þór Það var líflegt í húsakynnum bókaútgáfunnar Sölku þar sem útgáfu bókar Bjarna Þórs Péturssonar, Megir þú upplifa, var fagnað á miðvikudagskvöldið. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að bókin fjalli um breyskan mann sem býr í Vesturbænum í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm. Lífið 27.10.2023 17:01
Sögulegur Pokémon viðburður í Skeifunni Efnt verður til skiptikvölds Pokémon-spilara í Barnaloppunni í Skeifunni á laugardagskvöld. Skipuleggjendur telja Pokémon-samfélagið á Íslandi miklu stærra en fólki detti í hug. Um sögulegan viðburð er að ræða. Lífið 27.10.2023 14:25
Breyta grenndarstöðvum í Reykjavík Grenndarstöðvar í Reykjavík fá margar hverjar nýtt hlutverk á næstu vikum. Þær byrja að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír. Neytendur 27.10.2023 12:48
Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Innlent 27.10.2023 12:07
Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði. Skoðun 27.10.2023 11:31
Kölluðu eftir liðsauka einkennisklæddra þegar mannfjölda dreif að Talsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjórir óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang þar sem sækja átti þrjá drengi, sem senda átti til Noregs, í gærkvöldi. Innlent 26.10.2023 15:53
Zara Larsson með tónleika í Höllinni Sænska tónlistarkonan Zara Larsson mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 16. mars 2024. Lífið 26.10.2023 14:04
Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans og löng bið Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er nú forgangsraðað eftir alvarleika. Fólk sem er ekki í bráðri hættu er hvatt til að leita annað, til dæmis á heilsugæslustöðvar eða læknavaktir utan þjónustutíma heilsugæslu. Innlent 26.10.2023 14:03
Fuglaáhugamaður sakaður um alþjóðlegar njósnir og kallaður í skýrslutöku Líffræðingur var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu, sakaður um njósnir við finnska sendiráðið vegna rannsóknar hans á mállýsku skógarþrasta. Mállýska fuglanna er nokkuð mismunandi eftir svæðum og jafnvel hverfum. Innlent 25.10.2023 20:31
Nýjar outlet fataverslanir opna í Holtagörðum Þrjár fataverslanir, NTC, S4S og Föt og skór, opna nýjar verslanir í Holtagörðum á morgun, svokallaðar „outlet“ verslanir. Verslanirnar eru alls um 4.500 fermetrar að stærð. Viðskipti innlent 25.10.2023 20:05
Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. Innlent 25.10.2023 15:32
Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 25.10.2023 13:35
Þriðjungi minni umferð morguninn sem kvennaverkfall stóð yfir Bílaumferð í Reykjavík var tæplega þriðjungi minni í gærmorgun en aðra morgna. Samdráttinn má vafalítið rekja til verkfalls kvenna og kvára, sem lögðu niður öll störf í gær. Innlent 25.10.2023 07:34
Tvær tilkynningar vegna hópslagsmála og ein vegna líkamsárásar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um slagsmál í gærkvöldi eða nótt. Innlent 25.10.2023 06:22
Kvennafrídagurinn í myndum Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi. Innlent 24.10.2023 17:15
Ólafur Kristjánsson tekur við kvennaliði Þróttar Ólafur Helgi Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Íslenski boltinn 24.10.2023 17:12
Ók á 150 kílómetra hraða og marga hringi í hringtorgum Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hann ók á 150 kílómetra hraða á klukkustund og beitti ýmsum brögðum til þess að komast undan laganna vörðum. Þá hrækti hann framan í lögregluþjón. Innlent 24.10.2023 17:09
Íslendingar geti náð fullkomnu jafnrétti „Ef einhver þjóð ætti að geta náð markmiðinu um fullt jafnrétti, þá erum það við,“ segir forsætisráðherra, sem lagði niður störf í dag en er þó alltaf á vaktinni. Innlent 24.10.2023 16:12
Aldrei séð annan eins fjölda á Arnarhóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að um sjötíu til hundrað þúsund manns hafi sótt baráttufund á Arnarhóli í tilefni Kvennaverkfalls. Veðrið lék við gesti fundarins. Innlent 24.10.2023 15:43
Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. Innlent 24.10.2023 15:12
„Leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum“ Tvær konur sem vinna í verslun 66° Norður í Bankastræti segja miður að geta ekki tekið þátt í kvennaverkfalli í allan dag, en þær fá launað frí hjá vinnuveitanda sínum í tvo tíma, til að mæta á samstöðufund kvennaverkfallsins. Innlent 24.10.2023 12:37
Sprautaði spritti framan í opinberan starfsmann og sló hann í andlitið Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist með ofbeldi að konu, sem var við skyldustörf sín sem opinber starfsmaður. Innlent 24.10.2023 12:29
Bein útsending: Kvennaverkfall á Arnarhóli Vísir verður með beina útsendingu frá Arnarhóli í dag. Búist er við að tugþúsundir kvenna og kvára komi saman til að styðja verkfallið. Innlent 24.10.2023 12:15
Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. Innlent 24.10.2023 11:08
Vaktin: Áfram rífandi stemming niðri í bæ Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu merki þess mátti sjá í umferðinni í morgun sem var afar lítil. Þá eru margir vinnustaðir ansi tómlegir eða hreinlega lokaðir vegna verkfallsins. Innlent 24.10.2023 08:55
Ákærður fyrir tilraun til manndráps við Breiðholtslaug Maður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að stinga annan mann með hnífi. Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað við Breiðholtslaug árið 2021. Innlent 24.10.2023 07:00
Stal söfnunarbauk og reynist eftirlýstur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um þjófnað á söfnunarbauk úr verslun í miðborg Reykjavíkur. Þjófurinn fannst skömmu síðar og reyndist eftirlýstur. Innlent 24.10.2023 06:21
Seðlabankinn beri skýra ábyrgð á grafalvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði Gríðarlegur samdráttur er í framboði á nýju húsnæði hér á landi. Formaður borgarráðs segir ekki hægt að kenna lóðaskorti í Reykjavík um en hvetur önnur sveitarfélög til að auka lóðaframboð. Formaður fasteignasala bætist í hóp þeirra sem telur Seðlabankann halda fasteignamarkaðnum niðri. Innlent 23.10.2023 20:00
Óttar hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás á dögunum. Innlent 23.10.2023 15:35
Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. Innlent 23.10.2023 14:15