Reykjavík

Fréttamynd

Þrír í haldi vegna tveggja stungu­á­rása

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við tvær stunguárásir sem gerðar voru í Reykjavík síðdegis í gær. Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Vildi spila við­tal við brota­þola

Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana.

Innlent
Fréttamynd

Sýndi skjá­skot af milli­færslum sem höfðu aldrei farið í gegn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri and­vígir Borgar­línu

Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni.

Innlent
Fréttamynd

Sér­sveit að störfum í Grafar­vogi

Sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra var að störfum við Móa­veg í Grafar­vogs­hverfi í Reykja­vík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upp­lýsingar um að­gerðirnar frá lög­reglu en tölu­verður við­búnaður var á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Frændi sótti rangt barn á leik­skólann í gær

Reglur á leikskólanum Mánagarði hafa verið skerptar í kjölfar atviks þar sem frændi sótti rangt barn í skólann í gær. Í tölvupósti sem leikskólastjóri sendi foreldrum í morgun kemur fram að barninu hafi fljótlega verið „skilað til baka og rétt barn tekið.“ 

Innlent
Fréttamynd

Mis­munandi við­brögð við raf­magns­leysinu

Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magns­laust á Suður­lands­braut og í Faxa­feni

Raf­magns­laust varð á Suður­lands­braut og í Faxa­feni í Reykja­vík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut.

Innlent
Fréttamynd

Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið

Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. 

Innlent
Fréttamynd

Karl­maðurinn sem lést í Lækjar­götu var þriggja barna faðir

Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.

Innlent
Fréttamynd

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir

Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar.

Skoðun
Fréttamynd

Verj­endur ó­á­nægðir með kaffi­skort

Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslu­tökur hefjast í veislu­sal

Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 3,2 að stærð við Geita­fell

Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

Ein­stakar ljós­myndir sýna stemninguna á Kvenna­frí­deginum árið 1975

24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp.

Lífið