Reykjavík Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. Innlent 28.9.2023 14:59 Þrír í haldi vegna tveggja stunguárása Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við tvær stunguárásir sem gerðar voru í Reykjavík síðdegis í gær. Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ. Innlent 28.9.2023 14:26 Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. Innlent 28.9.2023 13:40 Breytingarnar á gjaldskyldu og gjaldskrá taka gildi um helgina Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar taka gildi núna um mánaðamótin. Neytendur 28.9.2023 13:36 Boða til fjöldamótmæla á Austurvelli Herkvaðning liggur fyrir frá Landsamtökum veiðifélaga. Bílalest frá Akureyri væntanleg í borgina. Stóri dagurinn er 7. október. Innlent 28.9.2023 10:40 Sýndi skjáskot af millifærslum sem höfðu aldrei farið í gegn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn. Innlent 28.9.2023 10:23 Aldrei fleiri andvígir Borgarlínu Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni. Innlent 27.9.2023 20:43 Sérsveit að störfum í Grafarvogi Sérsveit ríkislögreglustjóra var að störfum við Móaveg í Grafarvogshverfi í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upplýsingar um aðgerðirnar frá lögreglu en töluverður viðbúnaður var á staðnum. Innlent 27.9.2023 18:32 Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. Innlent 27.9.2023 14:58 Ráðist á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 Ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá sem varð fyrir árásinni er talsvert slasaður og dvaldi á sjúkrahúsi í nótt. Lögregla rannsakar málið sem mögulegan haturslæp. Innlent 27.9.2023 14:54 Frændi sótti rangt barn á leikskólann í gær Reglur á leikskólanum Mánagarði hafa verið skerptar í kjölfar atviks þar sem frændi sótti rangt barn í skólann í gær. Í tölvupósti sem leikskólastjóri sendi foreldrum í morgun kemur fram að barninu hafi fljótlega verið „skilað til baka og rétt barn tekið.“ Innlent 27.9.2023 13:46 Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs Hinn 7. mars 2023 tók Borgarstjórn þá örlagaríku ákvörðun að loka Borgarskjalasafni. Sú ákvörðun kom langflestum Reykvíkingum í opna skjöldu og óhætt er að segja að vísindafólk í hug- og félagsvísindum hafi verið felmtri slegið. Skoðun 27.9.2023 10:30 Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,3 prósent Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkaði í júlí frá júní, úr 709 í 615. Það sem af er ári hafa 614 samningar verið gerðir í hverjum mánuði, samanborið við 825 samninga á mánuði að meðaltali fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra. Viðskipti innlent 27.9.2023 06:42 Einn handtekinn fyrir akstur gegn umferð og annar fyrir farsímanotkun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í gærkvöldi eða nótt sem ók gegn umferð á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum áfengis. Innlent 27.9.2023 06:22 Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. Innlent 26.9.2023 19:02 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 17:58 Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. Innlent 26.9.2023 16:00 Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Innlent 26.9.2023 13:48 Vegabréf erlendra einstaklinga fundust í rusli veitingastaðar Vísir greindi frá því í morgun að tvær tilkynningar hefðu borist lögreglu í gærkvöldi eða nótt um „muni“ sem hefðu fundist í miðborginni; annars vegar í rusli veitingastaðar og hins vegar fyrir utan hótel. Innlent 26.9.2023 09:59 Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Skoðun 26.9.2023 09:00 Tilkynnt um fundna „muni“ á tveimur stöðum í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til eftir að „munir“ fundust fyrir utan hótel og í sorpi á veitingastað í miðborginni. Innlent 26.9.2023 06:23 Vill vita hvers vegna skíðalyftan í Breiðholti var fjarlægð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill fá svör hvers vegna staurar fyrir skíðalyftu í Breiðholti hafa verið fjarlægðir. Hún segir samráð í málinu vera ekkert. Innlent 25.9.2023 16:29 Verjendur óánægðir með kaffiskort Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama. Innlent 25.9.2023 15:46 Björgunarsveitin kölluð út vegna barna í feluleik Björgunarsveitir voru kallaðar út við leikskóla í Skerjafirði í Reykjavík eftir að tvö börn fundust ekki. Reyndust þau vera í feluleik í útikennslu á nærliggjandi leikvelli. Innlent 25.9.2023 12:17 Kona í haldi lögreglu vegna andláts karlmanns Kona um fertugt var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.9.2023 10:34 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. Innlent 25.9.2023 09:13 Eldur kom upp í bíl í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í bíl í Krummahólum í Efra-Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi. Innlent 25.9.2023 07:43 Skjálfti 3,2 að stærð við Geitafell Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði. Innlent 24.9.2023 22:51 Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna á Kvennafrídeginum árið 1975 24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp. Lífið 24.9.2023 09:00 Innbrot á hótelherbergi og hanar til vandræða Útköll tengd ölvun voru einkennandi fyrir verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar. Innlent 24.9.2023 07:47 « ‹ 77 78 79 80 81 82 83 84 85 … 334 ›
Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. Innlent 28.9.2023 14:59
Þrír í haldi vegna tveggja stunguárása Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við tvær stunguárásir sem gerðar voru í Reykjavík síðdegis í gær. Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ. Innlent 28.9.2023 14:26
Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. Innlent 28.9.2023 13:40
Breytingarnar á gjaldskyldu og gjaldskrá taka gildi um helgina Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar taka gildi núna um mánaðamótin. Neytendur 28.9.2023 13:36
Boða til fjöldamótmæla á Austurvelli Herkvaðning liggur fyrir frá Landsamtökum veiðifélaga. Bílalest frá Akureyri væntanleg í borgina. Stóri dagurinn er 7. október. Innlent 28.9.2023 10:40
Sýndi skjáskot af millifærslum sem höfðu aldrei farið í gegn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn. Innlent 28.9.2023 10:23
Aldrei fleiri andvígir Borgarlínu Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni. Innlent 27.9.2023 20:43
Sérsveit að störfum í Grafarvogi Sérsveit ríkislögreglustjóra var að störfum við Móaveg í Grafarvogshverfi í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upplýsingar um aðgerðirnar frá lögreglu en töluverður viðbúnaður var á staðnum. Innlent 27.9.2023 18:32
Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. Innlent 27.9.2023 14:58
Ráðist á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 Ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá sem varð fyrir árásinni er talsvert slasaður og dvaldi á sjúkrahúsi í nótt. Lögregla rannsakar málið sem mögulegan haturslæp. Innlent 27.9.2023 14:54
Frændi sótti rangt barn á leikskólann í gær Reglur á leikskólanum Mánagarði hafa verið skerptar í kjölfar atviks þar sem frændi sótti rangt barn í skólann í gær. Í tölvupósti sem leikskólastjóri sendi foreldrum í morgun kemur fram að barninu hafi fljótlega verið „skilað til baka og rétt barn tekið.“ Innlent 27.9.2023 13:46
Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs Hinn 7. mars 2023 tók Borgarstjórn þá örlagaríku ákvörðun að loka Borgarskjalasafni. Sú ákvörðun kom langflestum Reykvíkingum í opna skjöldu og óhætt er að segja að vísindafólk í hug- og félagsvísindum hafi verið felmtri slegið. Skoðun 27.9.2023 10:30
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,3 prósent Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkaði í júlí frá júní, úr 709 í 615. Það sem af er ári hafa 614 samningar verið gerðir í hverjum mánuði, samanborið við 825 samninga á mánuði að meðaltali fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra. Viðskipti innlent 27.9.2023 06:42
Einn handtekinn fyrir akstur gegn umferð og annar fyrir farsímanotkun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í gærkvöldi eða nótt sem ók gegn umferð á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum áfengis. Innlent 27.9.2023 06:22
Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. Innlent 26.9.2023 19:02
Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 17:58
Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. Innlent 26.9.2023 16:00
Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Innlent 26.9.2023 13:48
Vegabréf erlendra einstaklinga fundust í rusli veitingastaðar Vísir greindi frá því í morgun að tvær tilkynningar hefðu borist lögreglu í gærkvöldi eða nótt um „muni“ sem hefðu fundist í miðborginni; annars vegar í rusli veitingastaðar og hins vegar fyrir utan hótel. Innlent 26.9.2023 09:59
Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Skoðun 26.9.2023 09:00
Tilkynnt um fundna „muni“ á tveimur stöðum í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til eftir að „munir“ fundust fyrir utan hótel og í sorpi á veitingastað í miðborginni. Innlent 26.9.2023 06:23
Vill vita hvers vegna skíðalyftan í Breiðholti var fjarlægð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill fá svör hvers vegna staurar fyrir skíðalyftu í Breiðholti hafa verið fjarlægðir. Hún segir samráð í málinu vera ekkert. Innlent 25.9.2023 16:29
Verjendur óánægðir með kaffiskort Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama. Innlent 25.9.2023 15:46
Björgunarsveitin kölluð út vegna barna í feluleik Björgunarsveitir voru kallaðar út við leikskóla í Skerjafirði í Reykjavík eftir að tvö börn fundust ekki. Reyndust þau vera í feluleik í útikennslu á nærliggjandi leikvelli. Innlent 25.9.2023 12:17
Kona í haldi lögreglu vegna andláts karlmanns Kona um fertugt var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.9.2023 10:34
Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. Innlent 25.9.2023 09:13
Eldur kom upp í bíl í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í bíl í Krummahólum í Efra-Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi. Innlent 25.9.2023 07:43
Skjálfti 3,2 að stærð við Geitafell Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði. Innlent 24.9.2023 22:51
Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna á Kvennafrídeginum árið 1975 24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp. Lífið 24.9.2023 09:00
Innbrot á hótelherbergi og hanar til vandræða Útköll tengd ölvun voru einkennandi fyrir verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar. Innlent 24.9.2023 07:47