Sveitarfélagið Hornafjörður Fyrirvari um ábyrgð alls ekkert fríspil Sérfræðingur í bótarétti segir ábyrgðarleysisyfirlýsingu sem ferðamenn undirrita áður en farið er í íshellaferðir ekki losa menn undan ábyrgð ef sök er sönnuð. Það sé hins vegar langsótt að Vatnajökulsþjóðgarður verði gerður ábyrgur fyrir slysum. Innlent 27.8.2024 13:01 Sumarferðir ekki byrjaðar þegar skýrsla var gerð Margskonar hættur fylgja íshellum sem eru í eðli sínu óstöðugir og síbreytilegir samkvæmt skýrslu sem var unnin um íshellaferðir í Vatnajökulsþjóðgarði fyrir sjö árum. Í henni var ekki gert ráð fyrir að farið væri með fólk í hella að sumarlagi. Innlent 27.8.2024 11:09 Áríðandi að slysið verði rannsakað og öllum spurningum svarað Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa verið sleginn yfir slysinu við íshellinn á Breiðamerkurjökli um helgina. Hann segist þakka fyrir það að fleiri hafi ekki lent undir ísfarginu. Innlent 27.8.2024 09:09 Engar frekari íshellaferðir að svo stöddu Vatnajökulsþjóðgarður hefur farið þess á leit við ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni, að því er kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðinum. Þá segir að til skoðunar hafi verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum. Innlent 26.8.2024 18:30 Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. Innlent 26.8.2024 17:59 Ferðamennirnir sem lentu undir ísnum bandarískt par Ferðamaðurinn sem lést þegar hann varð undir ísfargi við Breiðamerkurjökul var bandarískur. Kona hans slasaðist alvarlega en líðan hennar er sögð stöðug. Leit á svæðinu hefur verið hætt. Innlent 26.8.2024 15:23 Leitin á Breiðamerkurjökli í myndum Tugir björgunarsveitamanna, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli frá því síðdegis í gær þegar ís hrundi úr jöklinum yfir ferðamenn sem þar voru í íshellaferð. Innlent 26.8.2024 13:36 Varasamar aðstæður í jökulferðum á sumrin Félag fjallaleiðsögumanna harmar slysið á Breiðamerkurjökli og kallar eftir ítarlegri rannsókn. Mikil hætta geti verið fólgin í jökulferðum á sumrin. Innlent 26.8.2024 11:58 Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. Innlent 26.8.2024 11:41 Vinna að því að bera kennsl á ferðamennina Lögregla á Suðurlandi vinnur nú að því að bera kennsl á þá einstaklinga sem lentu undir ísfargi í íshellaskoðunarferð við Breiðamerkurjökul í gær. Innlent 26.8.2024 08:18 Vaktin: Enginn undir ísnum og aðgerðum hætt Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. Innlent 26.8.2024 07:35 Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. Innlent 26.8.2024 06:57 Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. Innlent 25.8.2024 22:10 Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. Innlent 25.8.2024 16:01 Umfangsmikið viðbragð vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar til vegna slyss á eða við Breiðamerkurjökul. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi, að þyrlurnar hafi verið kallaðar út á mesta forgangi. Innlent 25.8.2024 15:24 Fimmtíu ár frá opnun Hringvegar Fimmtíu ár eru frá því að Skeiðarárbrú var vígð í júlí 1974, og Hringveginum þar með lokað. Í telefni af þessum tímamótum standa Vegagerðin og sveitarfélagið Hornafjörður fyrir málþingi og hátíðardagskrá föstudaginn 30. ágúst 2024. Innlent 19.8.2024 19:12 Hundrað ár frá fyrsta flugi milli Íslands og Ameríku Eitthundrað ár eru um þessar mundir frá því flugvélum var í fyrsta sinn flogið milli Íslands og Ameríku. Flugvélarnar sem það gerðu voru tvær og hafa þær báðar varðveist á flugsöfnum í Bandaríkjunum. Innlent 18.8.2024 08:48 Ferðamenn í báðum bifreiðum Enn er lokað fyrir umferð um Hringveginn við Skeiðarársand eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða í Öræfasveit við Gígjukvísl upp úr klukkan 14 í dag. Tveir erlendir ferðamenn voru í hvorri bifreið og hafa þeir allir fjórir verið fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.8.2024 18:06 Hringveginum lokað við Skeiðarársand vegna alvarlegs bílslyss Alvarlegur árekstur varð í Öræfasveit við Gígjukvísl á þriðja tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og mikill viðbúnaður er á svæðinu. Lokað er fyrir umferð um veginn. Innlent 12.8.2024 14:50 Engin fíkniefni reyndust um borð í bátnum Engin fíkniefni reyndust vera um borð í bát sem lögreglan á Suðurlandi var með til rannsóknar. Grunur um saknæmt athæfi í tengslum við fíkniefni kom upp við tollaeftirlit í gær, eftir að báturinn kom til Hafnar í Hornafirði frá Færeyjum. Innlent 9.8.2024 15:55 Tveir yfirheyrðir og enn óvissa um refsiverða háttsemi Lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild segir enn til skoðunar hvort nokkuð refsivert hafi átt sér stað í tengslum við komu báts frá Færeyjum til Hafnar í Hornafirði í gær. Tveir voru yfirheyrðir vegna málsins í gær. Innlent 9.8.2024 14:54 Hraðskreiður skemmtibátur á sænskum fána tengist rannsókninni Umfangsmikil lögregluaðgerð í Höfn í Hornafirði í gær beindist að bát sem siglir undir sænskum fána. Um er að ræða hraðskreiðan skemmtibát sem kom til Hafnar frá Færeyjum. Innlent 9.8.2024 12:06 Grunur um innflutning á fíkniefnum kviknaði við eftirlit Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að umfangsmikilli lögregluaðgerð á Höfn í Hornafirði í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið fíkniefnum. Innlent 9.8.2024 09:19 Eitthundrað ár frá fyrsta flugi til Íslands Eitthundrað ár eru í dag, 2. ágúst, frá því flugvél var í fyrsta sinn flogið yfir úthafið til Íslands. Flugmaðurinn sem það afrekaði var Svíinn Erik H. Nelson, sem orðinn var bandarískur ríkisborgari, en flugið var hluti af hnattflugi bandaríska flughersins, fyrsta flugi sögunnar umhverfis Jörðina. Innlent 2.8.2024 16:07 Hinn látni í Suðursveit ungur pólskur maður Göngumaðurinn sem fannst látinn í Suðursveit fyrr í mánuðinum var 22 ára pólskur maður sem starfaði í ferðaþjónustu á Íslandi. Innlent 17.7.2024 18:15 Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar. Innlent 17.7.2024 13:40 Tvö þyrluútköll á Suðurlandi í gær og í nótt Lögreglan á Suðurlandi óskaði í tvígang eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær og í nótt vegna göngumanna sem lentu í vandræðum á fjöllum. Innlent 16.7.2024 10:30 Þyrlusveitin kölluð til aðstoðar lögreglu í nótt Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um tvöleytið í nótt til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi við að bjarga tveimur fjallgöngumönnum sem voru í sjálfheldu í Kastrádalsfjalli nærri Hornafirði. Innlent 16.7.2024 07:13 Skúli í Subway reisir glæsihótel við Jökulsárlón Nýtt hótel sem nefnist Hótel Jökulsárlón, eða Glacier Lagoon Hotel á ensku, er risið á Reynivöllum við Jökulsárlón í Suðursveit í Hornafirði. Skúli Gunnar Sigfússon, sem oft er kenndur við Subway, er eigandi. Viðskipti innlent 13.7.2024 17:29 Hart er sótt að Hamarsdal Góðir lesendur það hefur verið áhugavert að fylgjast með umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda, er varðar afgreiðslu verkefnastjórnar 5 áfanga rammaáætlunar á fyrirhuguðum virkjanaáformum í Hamarsdal í fyrrum Djúpavogshreppi. Skoðun 8.7.2024 09:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 14 ›
Fyrirvari um ábyrgð alls ekkert fríspil Sérfræðingur í bótarétti segir ábyrgðarleysisyfirlýsingu sem ferðamenn undirrita áður en farið er í íshellaferðir ekki losa menn undan ábyrgð ef sök er sönnuð. Það sé hins vegar langsótt að Vatnajökulsþjóðgarður verði gerður ábyrgur fyrir slysum. Innlent 27.8.2024 13:01
Sumarferðir ekki byrjaðar þegar skýrsla var gerð Margskonar hættur fylgja íshellum sem eru í eðli sínu óstöðugir og síbreytilegir samkvæmt skýrslu sem var unnin um íshellaferðir í Vatnajökulsþjóðgarði fyrir sjö árum. Í henni var ekki gert ráð fyrir að farið væri með fólk í hella að sumarlagi. Innlent 27.8.2024 11:09
Áríðandi að slysið verði rannsakað og öllum spurningum svarað Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa verið sleginn yfir slysinu við íshellinn á Breiðamerkurjökli um helgina. Hann segist þakka fyrir það að fleiri hafi ekki lent undir ísfarginu. Innlent 27.8.2024 09:09
Engar frekari íshellaferðir að svo stöddu Vatnajökulsþjóðgarður hefur farið þess á leit við ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni, að því er kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðinum. Þá segir að til skoðunar hafi verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum. Innlent 26.8.2024 18:30
Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. Innlent 26.8.2024 17:59
Ferðamennirnir sem lentu undir ísnum bandarískt par Ferðamaðurinn sem lést þegar hann varð undir ísfargi við Breiðamerkurjökul var bandarískur. Kona hans slasaðist alvarlega en líðan hennar er sögð stöðug. Leit á svæðinu hefur verið hætt. Innlent 26.8.2024 15:23
Leitin á Breiðamerkurjökli í myndum Tugir björgunarsveitamanna, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli frá því síðdegis í gær þegar ís hrundi úr jöklinum yfir ferðamenn sem þar voru í íshellaferð. Innlent 26.8.2024 13:36
Varasamar aðstæður í jökulferðum á sumrin Félag fjallaleiðsögumanna harmar slysið á Breiðamerkurjökli og kallar eftir ítarlegri rannsókn. Mikil hætta geti verið fólgin í jökulferðum á sumrin. Innlent 26.8.2024 11:58
Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. Innlent 26.8.2024 11:41
Vinna að því að bera kennsl á ferðamennina Lögregla á Suðurlandi vinnur nú að því að bera kennsl á þá einstaklinga sem lentu undir ísfargi í íshellaskoðunarferð við Breiðamerkurjökul í gær. Innlent 26.8.2024 08:18
Vaktin: Enginn undir ísnum og aðgerðum hætt Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. Innlent 26.8.2024 07:35
Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. Innlent 26.8.2024 06:57
Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. Innlent 25.8.2024 22:10
Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. Innlent 25.8.2024 16:01
Umfangsmikið viðbragð vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar til vegna slyss á eða við Breiðamerkurjökul. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi, að þyrlurnar hafi verið kallaðar út á mesta forgangi. Innlent 25.8.2024 15:24
Fimmtíu ár frá opnun Hringvegar Fimmtíu ár eru frá því að Skeiðarárbrú var vígð í júlí 1974, og Hringveginum þar með lokað. Í telefni af þessum tímamótum standa Vegagerðin og sveitarfélagið Hornafjörður fyrir málþingi og hátíðardagskrá föstudaginn 30. ágúst 2024. Innlent 19.8.2024 19:12
Hundrað ár frá fyrsta flugi milli Íslands og Ameríku Eitthundrað ár eru um þessar mundir frá því flugvélum var í fyrsta sinn flogið milli Íslands og Ameríku. Flugvélarnar sem það gerðu voru tvær og hafa þær báðar varðveist á flugsöfnum í Bandaríkjunum. Innlent 18.8.2024 08:48
Ferðamenn í báðum bifreiðum Enn er lokað fyrir umferð um Hringveginn við Skeiðarársand eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða í Öræfasveit við Gígjukvísl upp úr klukkan 14 í dag. Tveir erlendir ferðamenn voru í hvorri bifreið og hafa þeir allir fjórir verið fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.8.2024 18:06
Hringveginum lokað við Skeiðarársand vegna alvarlegs bílslyss Alvarlegur árekstur varð í Öræfasveit við Gígjukvísl á þriðja tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og mikill viðbúnaður er á svæðinu. Lokað er fyrir umferð um veginn. Innlent 12.8.2024 14:50
Engin fíkniefni reyndust um borð í bátnum Engin fíkniefni reyndust vera um borð í bát sem lögreglan á Suðurlandi var með til rannsóknar. Grunur um saknæmt athæfi í tengslum við fíkniefni kom upp við tollaeftirlit í gær, eftir að báturinn kom til Hafnar í Hornafirði frá Færeyjum. Innlent 9.8.2024 15:55
Tveir yfirheyrðir og enn óvissa um refsiverða háttsemi Lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild segir enn til skoðunar hvort nokkuð refsivert hafi átt sér stað í tengslum við komu báts frá Færeyjum til Hafnar í Hornafirði í gær. Tveir voru yfirheyrðir vegna málsins í gær. Innlent 9.8.2024 14:54
Hraðskreiður skemmtibátur á sænskum fána tengist rannsókninni Umfangsmikil lögregluaðgerð í Höfn í Hornafirði í gær beindist að bát sem siglir undir sænskum fána. Um er að ræða hraðskreiðan skemmtibát sem kom til Hafnar frá Færeyjum. Innlent 9.8.2024 12:06
Grunur um innflutning á fíkniefnum kviknaði við eftirlit Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að umfangsmikilli lögregluaðgerð á Höfn í Hornafirði í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið fíkniefnum. Innlent 9.8.2024 09:19
Eitthundrað ár frá fyrsta flugi til Íslands Eitthundrað ár eru í dag, 2. ágúst, frá því flugvél var í fyrsta sinn flogið yfir úthafið til Íslands. Flugmaðurinn sem það afrekaði var Svíinn Erik H. Nelson, sem orðinn var bandarískur ríkisborgari, en flugið var hluti af hnattflugi bandaríska flughersins, fyrsta flugi sögunnar umhverfis Jörðina. Innlent 2.8.2024 16:07
Hinn látni í Suðursveit ungur pólskur maður Göngumaðurinn sem fannst látinn í Suðursveit fyrr í mánuðinum var 22 ára pólskur maður sem starfaði í ferðaþjónustu á Íslandi. Innlent 17.7.2024 18:15
Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar. Innlent 17.7.2024 13:40
Tvö þyrluútköll á Suðurlandi í gær og í nótt Lögreglan á Suðurlandi óskaði í tvígang eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær og í nótt vegna göngumanna sem lentu í vandræðum á fjöllum. Innlent 16.7.2024 10:30
Þyrlusveitin kölluð til aðstoðar lögreglu í nótt Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um tvöleytið í nótt til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi við að bjarga tveimur fjallgöngumönnum sem voru í sjálfheldu í Kastrádalsfjalli nærri Hornafirði. Innlent 16.7.2024 07:13
Skúli í Subway reisir glæsihótel við Jökulsárlón Nýtt hótel sem nefnist Hótel Jökulsárlón, eða Glacier Lagoon Hotel á ensku, er risið á Reynivöllum við Jökulsárlón í Suðursveit í Hornafirði. Skúli Gunnar Sigfússon, sem oft er kenndur við Subway, er eigandi. Viðskipti innlent 13.7.2024 17:29
Hart er sótt að Hamarsdal Góðir lesendur það hefur verið áhugavert að fylgjast með umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda, er varðar afgreiðslu verkefnastjórnar 5 áfanga rammaáætlunar á fyrirhuguðum virkjanaáformum í Hamarsdal í fyrrum Djúpavogshreppi. Skoðun 8.7.2024 09:30