Skaftárhreppur

Fréttamynd

„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi?

Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Skyndiaðgerð til að tryggja gögn frá tifandi eldstöð

Óvæntur liðsauki sem Almannavarnir fengu á Vatnajökli í vikunni, frá ólíkum félögum, stofnunum og einstaklingum, tryggði að samband rofnaði ekki við tækjabúnað sem vaktar eldstöðina Grímsvötn. Stefndi í að bilun rafstöðvar á Grímsfjalli myndi valda sambandsleysi við rannsóknartæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Segja vísindarök skorta og tómt rugl að moka ofan í skurðina

Verulegar efasemdir eru í röðum bænda um gagnsemi þess að endurheimta votlendi og vísindarök sögð skorta. Bændurnir á Syðri-Fljótum í Meðallandi segja að framræsla lands með skurðgreftri geri sveitina byggilega og það að moka oní skurðina sé tómt rugl.

Innlent
Fréttamynd

Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna

Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða.

Innlent
Fréttamynd

Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum

Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi

Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu.

Innlent
Fréttamynd

Hik er sama og tap!

Skaftárhreppur er eitt af þeim sveitarfélögum sem ljóst er að verða fyrir hlutfallslega mestu tekjutapi vegna afleiðinga Covid 19 líkt og fram hefur komið í greiningu Byggðastofnunar.

Skoðun
Fréttamynd

Víðfeðmasta sveitarfélag landsins í burðarliðnum

Fimm sveitarfélög með þéttbýliskjarnana Hellu, Hvolfsvöll, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustur og Laugaland skoða sameiningu. Ef að henni verður yrði til víðfemasta sveitarfélag landsins sem næði yfir 16 prósent landsvæðis Íslands.

Innlent