Akranes

Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum
Hjónin, Eva Laufey Kjaran, dagskrárgerðarkona og markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups, og Haraldur Haraldsson deildarstjóri Icelandair Cargo, hafa sett fallegt einbýlishús við Reynigrund á Akranesi á sölu. Ásett verð er 119 milljónir.

Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi
Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum.

Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk
Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir býr á Akranesi ásamt eiginmanni sínum Jóni Þór Haukssyni knattspyrnuþjálfara og sonum þeirra þremur.

„Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“
Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni.

Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi
Áhafnir björgunarskipanna Bjargar á Rifi og Jóns Gunnlaugssonar voru kallaðar út klukkan 9:30 í morgun vegna fiskibáts sem misst hafði vélarafl suður af Snæfellsnesi, skammt vestur af Landbrotavík. Báturinn var dreginn til hafnar á Akranesi.

„Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“
Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag.

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018.

Mikið högg fyrir nærsamfélagið
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið.

Engar hvalveiðar Hvals í sumar
Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999.

Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga
Undirbúningur er hafinn að atkvæðagreiðslu á um vinnustöðvun félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness sem starfa í álveri Norðuráls á Grundartanga. Stéttarfélagið segist skynja lítinn samningsvilja af hálfu fyrirtækisins og því sé vinnustöðvun það eina í stöðunni.

Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa
Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur.

14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi
Það er líf og fjör á heimili á Akranesi alla daga því þar eru fjórtán hundar og þrír kettir. Höfðingi hópsins er tíkin Korka, sem er með níu hvolpa á spena. Sjálf á hún fjórar þeirra en hina fimm tók hún að sér frá annarri tík, sem var svo veik að hún gat ekki hugsað um hvolpana sína.

Útskrifaður af gjörgæslu
Starfsmaður verktakafyrirtækisins Hagtaks sem hafnaði í Akraneshöfn þegar alda hrifsaði bíl í höfnina hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Forstjóri fyrirtækisins segir vonir standa til að hann nái sér að fullu en það komi í ljós á næstu vikum.

Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn
Maður um sextugt sem kastaðist út í sjó við höfnina á Akranesi í síðustu vikur er kominn á bataveg.

Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn
Öðrum þeirra manna sem fór í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu um þarsíðustu helgi er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans.

Skagamenn upp í Bónus deild karla
ÍA tryggði sér í kvöld sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en liðið tryggði sér þá sigur í 1. deildinni. Efsta liðið fer beint upp en hitt lausa sætið er undir í úrslitakeppninni.

Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára
Hagnaður samstæðu Orkuveitunnar í fyrra nam 9,3 milljörðum króna í fyrra. Það gerir aukningu upp á 45 prósent milli ára.

Bílarnir dregnir upp úr sjónum
Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu.

Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá
Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum.

Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna
Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum.

Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn
Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum.

Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó
Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús.

Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann
Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa ákveðið að efna til nýrrar loðnuleitar, þeirrar fjórðu frá áramótum. Þetta er sérstök aukaleit í von um að finna meiri loðnu og verður lagt af stað á tveimur skipum frá Austfjarðahöfnum strax í kvöld.

Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina
Skagamenn hafa ekki átt lið í efstu deild karla í körfubolta í aldarfjórðung. Það gæti breyst á næstunni því ÍA hefur unnið níu leiki í röð og er á toppi 1. deildarinnar. Þjálfari Skagamanna segir að mikil körfuboltastemmning hafi myndast á Akranesi og vel hafi tekist að setja saman lið. Hann segir þó að árangur vetrarins hafi komið jafnvel honum á óvart.

Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð
Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð.

Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár
Eitt stærsta íþróttamót barna, Norðurálsmótið á Akranesi, heldur upp á fjörutíu ára afmæli sitt á þessu ári. Búist er við tæplega þrjú þúsund þátttakendum á mótinu.

„Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“
Á bilinu 300 til 400 manns greinast árlega með blóðtappa hér á landi en þess ber þó að geta að margir eru vangreindir og einkennalausir. Ýmsir þættir geti ýtt undir hættuna á blóðtappa en stundum er engin augljós eða þekkt ástæða. Þannig var það í tilfelli Mörthu Lind Róbertsdóttur, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum í lok ágúst árið 2023. Þriggja barna móðir sem lifði heilbrigðum lífsstíl og hafði aldrei kennt sér meins.

Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri
Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins.

Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð
Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum.