
Bolungarvík

Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein
Kona búsett í Bolungarvík ásamt fjölskyldu sinni taldi mann, sem er búsettur erlendis vera kominn hingað til lands til að vinna henni og fjölskyldu hennar mein. Eftir rannsókn telur lögreglan að hann sé í raun ekki hér á landi.

Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur
Sérsveit ríkislögreglustjóra var flogið til Bolungarvíkur fyrr í dag til að aðstoða lögregluna á Vestfjörðum.

Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit
Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026.

Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann
Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti.

Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu
Gunnar B. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Örnu ehf. Gunnar tekur við starfinu af Hálfdáni Óskarssyni, stofnanda félagsins, sem lætur nú af starfi framkvæmdastjóra að eigin ósk.

Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar
Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi.

Maskadagur á Ísafirði
Móðir á Ísafirði hefur í nægu að snúast enda ber bolludag og maskadag upp á afmælisdag sex ára sonar hennar. Já, maskadagur er haldinn hátíðlegur vestur á fjörðum en fyrir vikið er lítið um fagnaðarlæti á öskudaginn sjálfan líkt og annarsstaðar á landinu - í það minnsta á Ísafirði.

Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs
Björgunarsveitir sinntu fimmtán útköllum víða um land í gær vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í morgun losnuðu þakplötur af byggingum í Bolungarvík og ferðamenn í vanda voru sóttir á Fagradal í nótt.

Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“
Þórður Pálsson, leikstjóri íslenska hrollvekjudramans The Damned, segir vetrartökur á Vestfjörðum vera það erfiðasta sem hann hafi gert um ævina. Svo lítið skjól hafi verið af leikbúningunum að glamrað hafi í tönnum leikaranna sem gátu varla talað fyrir kulda. Myndin hefur fengið það góðar viðtökur í Bandaríkjunum að kvikmyndafyrirtækið A24 var fljótt að kalla Þórð á sinn fund.

Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir
Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót.

Hitamet féll
Hitamet féll á Kvískerjum í Öræfum dag þegar hitinn mældist 23,8 gráður. Aldrei áður hefur mælst eins mikill hiti í nóvember á Íslandi. Þá hafa hátt í þrjátíu aurskriður fallið síðan á mánudag sem tengist þessum hlýindum.

Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð
Vegagerðin hefur birt myndband sem sýnir vel umfang þeirra aurskriða sem féllu yfir veginn um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals á þriðjudag. Þar má einnig sjá starfsfólk Vegagerðarinnar við vinnu að hreinsa veginn.

Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna
Búið er að opna aftur vegi sem lokað var á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna aurskriða sem féllu, þrátt fyrir miklar skemmdir, og eins hefur Bíldudalsvegur verið opnaður að nýju. Óvissustig er enn í gildi og viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu. Búast má við úrkomu í kvöld og vegalokunum vegna þess.

Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný
Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð á nýjan leik. Vegurinn liggur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og var lokað fyrr í vikunni eftir að aurskriður féllu þar.

Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi
Íbúar á Flateyri eru beðnir um að fara sparlega með vatn í dag. Taka þurfti af vatn í vikunni í bænum á meðan vatnið var hreinsað. Í Bolungarvík, þar sem einnig þurfti að loka fyrir vatn, er nú vatnið aftur orðið neysluhæft. Mikil drulla komst í neyslubólið þar vegna mikilla rigninga.

Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp
Búið er að opna veginn um Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp á ný. Einnig er búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð, en ákveðið var að loka vegum í landshlutanum vegna skiðuhættu.

„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“
Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa.

Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð
Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur
Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga.

Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi
Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast.

Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel
Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér.

Ástarvika
Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum.

„Laxaastmi“ tekinn alvarlega fyrir vestan
Framkvæmdastjóri laxavinnslu hjá Arctic Fish í Bolungarvík segir öndunarfærasjúkdóma líkt og „laxaastma“ vera raunverulegt vandamál í sjávarútvegi sem forsvarsmenn fyrirtækisins taki alvarlega. Hann segir að í sláturhúsi fyrirtækisins sé heilsa og vellíðan starfsmanna í fyrirrúmi.

Hjónin létust eftir langvarandi veikindi
Andlát hjónanna sem fundust látin á heimili þeirra í Bolungarvík í lok maí er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti. Þau hafi látist eftir langvarandi veikindi.

Hnullungar á fleygiferð: „Ég man ekki eftir öðru eins“
Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir mikinn mun á Óshlíðinni suðaustan við bæinn vegna grjóthruns í sumar. Fólki er ráðlagt að fara varlega.

Ein af földu perlum Vestfjarða
Golfvöllurinn í Bolungarvík heitir Syðridalsvöllur og er staðsettur rétt fyrir utan þéttbýliskjarnann í Bolungarvík. Það er því stutt að fara á eina af földu perlum Vestfjarða.

Covid-faraldur fyrir vestan: „Maður hélt að þetta væri liðin tíð“
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var án þónokkurra leikmanna þegar lið hans sótti HK heim í Bestu deild karla um helgina. Leiknum lauk 1-1 en veikindi herja á Vestramenn.

Aurskriða í Syðridal: „Ég hef aldrei séð svona áður“
Aurskriða féll í Syðridal nærri Bolungarvík klukkan ellefu í dag. Mikill hávaði fylgdi og svart ský myndaðist fyrir ofan skriðuna, sem náðist á myndband.

Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg
„Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri.

Engir ytri áverkar sem skýra andlátin
Engir ytri áverkar voru á líkum sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst látið á heimili sínu í Bolungarvík í síðustu viku. Dánarorsök er ekki ljós og nákvæm dánarstund liggur ekki fyrir, en ekkert bendir til þess að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti.