Hælisleitendur Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. Innlent 3.11.2022 17:46 Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. Innlent 3.11.2022 17:30 Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. Innlent 3.11.2022 16:03 Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. Innlent 3.11.2022 14:56 Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. Innlent 3.11.2022 13:42 „Mörgum spurningum ósvarað“ um brottflutning hælisleitenda Þingmaður Vinstri grænna segir mörgum spurningum ósvarað um brottflutning hælisleitenda sem ríkislögreglustjóri framkvæmdi í gærkvöldi og morgun. Til stóð að flytja 28 manns úr landi en 13 einstaklingar fundust ekki þegar þeirra var leitað. Fimmtán fóru með flugvél úr landi í morgun, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Innlent 3.11.2022 11:54 Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. Innlent 3.11.2022 11:40 Segir réttinda Hussein ekki gætt við handtöku Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. Innlent 3.11.2022 07:18 Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. Innlent 2.11.2022 20:58 Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. Innlent 2.11.2022 15:41 Mannúð eða fordómafullur hræðsluáróður Íslendingar hafa sammælst um að stefna þjóðarinnar gagnvart hælisleitendum og flóttafólki skuli rekin á grundvelli mannúðar. Við erum samfélag sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa einstaklingum í neyð, veita þeim skjól þegar þeir þurfa á skjóli að halda. Við höfum verið stolt af afstöðu okkar á þessu sviði. Mannúð okkar hefur verið fyrirmynd annarra þjóða langt út fyrir nágrannaþjóðir okkar í Norður-Evrópu. Skoðun 26.10.2022 22:00 „Það á ekki að fara að gera neitt“ Óvissa ríkir um hvort ríkið muni taka Kumbaravog til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það og bókaði í framhaldinu að það hefði verið gert án samráðs við sig. Rekstaraðili er tvísaga um hvað sé að gerast á Kumbaravogi. Innlent 26.10.2022 19:01 Ríkið leigði húsnæði undir flóttafólk án samráðs við sveitarfélag Íslenska ríkið hafði ekki samráð við sveitarfélagið Árborg þegar tekin var ákvörðun um að leigja Kumbaravog á Stokkseyri. Sveitarfélagið telur staðsetninguna óheppilega. Innlent 25.10.2022 22:35 Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. Innlent 25.10.2022 19:21 Útvarpsstöð í Rúanda Í Silfrinu á RÚV síðastliðinn sunnudag var álitsgjafi sem ítrekað tók það fram að hann væri alls enginn rasisti en að „lögreglumenn hafi sagt sér að töluverður hluti af því fólki sem hefur verið að koma frá Venesúela tali ekki þarlent tungumál og þurfi arabískan túlk.“ Skoðun 25.10.2022 13:30 Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. Innlent 22.10.2022 10:18 Áskoranir í ljósi átaka í Evrópu og aukins fjölda flóttafólks á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru í dag yfir 100 milljónir einstaklinga á öllum aldri á flótta í heiminum í dag. Skoðun 21.10.2022 15:00 Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Innlent 21.10.2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. Innlent 20.10.2022 19:41 Vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið Fjármálaráðherra segir vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið og vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum sem komi fólki í skuld við þau. Dómsmálaráðherra væri að vinna að því að ná sátt um breytingar á lögum um útlendinga þannig að það gagnist þeim sem þurfi á kerfinu að halda. Innlent 20.10.2022 12:20 Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. Innlent 19.10.2022 11:46 Stefna stjórnar (og stjórnarandstöðu) í hælisleitendamálum Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Skoðun 18.10.2022 16:01 Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. Innlent 15.10.2022 11:02 Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 14.10.2022 11:21 Leggja til að sex fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd hefur fram frumvarp á Alþingi þess efnis að sex hljóti íslenskan ríkisborgararétt. Innlent 13.10.2022 08:19 Handhafi staðreynda í útlendingamálum? „Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Skoðun 13.10.2022 07:30 Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. Innlent 11.10.2022 06:54 Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. Innlent 9.10.2022 14:32 Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. Innlent 8.10.2022 20:01 Er hægt að ræða stór mál út frá staðreyndum? Eftir viðtal við mig fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í gær var skrifuð frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Vill senda flóttafólk til Rúanda”. Skoðun 8.10.2022 16:03 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 33 ›
Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. Innlent 3.11.2022 17:46
Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. Innlent 3.11.2022 17:30
Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. Innlent 3.11.2022 16:03
Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. Innlent 3.11.2022 14:56
Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. Innlent 3.11.2022 13:42
„Mörgum spurningum ósvarað“ um brottflutning hælisleitenda Þingmaður Vinstri grænna segir mörgum spurningum ósvarað um brottflutning hælisleitenda sem ríkislögreglustjóri framkvæmdi í gærkvöldi og morgun. Til stóð að flytja 28 manns úr landi en 13 einstaklingar fundust ekki þegar þeirra var leitað. Fimmtán fóru með flugvél úr landi í morgun, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Innlent 3.11.2022 11:54
Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. Innlent 3.11.2022 11:40
Segir réttinda Hussein ekki gætt við handtöku Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. Innlent 3.11.2022 07:18
Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. Innlent 2.11.2022 20:58
Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. Innlent 2.11.2022 15:41
Mannúð eða fordómafullur hræðsluáróður Íslendingar hafa sammælst um að stefna þjóðarinnar gagnvart hælisleitendum og flóttafólki skuli rekin á grundvelli mannúðar. Við erum samfélag sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa einstaklingum í neyð, veita þeim skjól þegar þeir þurfa á skjóli að halda. Við höfum verið stolt af afstöðu okkar á þessu sviði. Mannúð okkar hefur verið fyrirmynd annarra þjóða langt út fyrir nágrannaþjóðir okkar í Norður-Evrópu. Skoðun 26.10.2022 22:00
„Það á ekki að fara að gera neitt“ Óvissa ríkir um hvort ríkið muni taka Kumbaravog til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það og bókaði í framhaldinu að það hefði verið gert án samráðs við sig. Rekstaraðili er tvísaga um hvað sé að gerast á Kumbaravogi. Innlent 26.10.2022 19:01
Ríkið leigði húsnæði undir flóttafólk án samráðs við sveitarfélag Íslenska ríkið hafði ekki samráð við sveitarfélagið Árborg þegar tekin var ákvörðun um að leigja Kumbaravog á Stokkseyri. Sveitarfélagið telur staðsetninguna óheppilega. Innlent 25.10.2022 22:35
Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. Innlent 25.10.2022 19:21
Útvarpsstöð í Rúanda Í Silfrinu á RÚV síðastliðinn sunnudag var álitsgjafi sem ítrekað tók það fram að hann væri alls enginn rasisti en að „lögreglumenn hafi sagt sér að töluverður hluti af því fólki sem hefur verið að koma frá Venesúela tali ekki þarlent tungumál og þurfi arabískan túlk.“ Skoðun 25.10.2022 13:30
Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. Innlent 22.10.2022 10:18
Áskoranir í ljósi átaka í Evrópu og aukins fjölda flóttafólks á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru í dag yfir 100 milljónir einstaklinga á öllum aldri á flótta í heiminum í dag. Skoðun 21.10.2022 15:00
Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Innlent 21.10.2022 14:34
Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. Innlent 20.10.2022 19:41
Vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið Fjármálaráðherra segir vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið og vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum sem komi fólki í skuld við þau. Dómsmálaráðherra væri að vinna að því að ná sátt um breytingar á lögum um útlendinga þannig að það gagnist þeim sem þurfi á kerfinu að halda. Innlent 20.10.2022 12:20
Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. Innlent 19.10.2022 11:46
Stefna stjórnar (og stjórnarandstöðu) í hælisleitendamálum Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Skoðun 18.10.2022 16:01
Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. Innlent 15.10.2022 11:02
Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 14.10.2022 11:21
Leggja til að sex fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd hefur fram frumvarp á Alþingi þess efnis að sex hljóti íslenskan ríkisborgararétt. Innlent 13.10.2022 08:19
Handhafi staðreynda í útlendingamálum? „Við öll eigum rétt á okkar eigin skoðunum, en ekki okkar eigin staðreyndum“, er lausleg þýðing á kunnu orðatiltæki í bandarískum stjórnmálum. Skoðun 13.10.2022 07:30
Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. Innlent 11.10.2022 06:54
Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. Innlent 9.10.2022 14:32
Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. Innlent 8.10.2022 20:01
Er hægt að ræða stór mál út frá staðreyndum? Eftir viðtal við mig fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í gær var skrifuð frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Vill senda flóttafólk til Rúanda”. Skoðun 8.10.2022 16:03