

Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent.
Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir.
Deild markaðsmála og upplifunar hefur verið lögð niður hjá Isavia ohf. Jon Cleon, fráfarandi deildarstjóri, segir þakklæti honum efst í huga þegar hann líti yfir farinn veg, en hann segir deildina hafa sýnt fram á að markaðsmál og upplifun séu ekki bara kostnaður heldur fjárfesting.
Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn.
Flugfélagið Play flutti um tuttugu þúsund færri farþega í febrúar 2025 heldur en í febrúar árið 2024. Ástæðan sé munur á framboði milli ára ásamt ákvörðun félagsins að leigja út farþegaþotu sína.
Sjálfstæðismenn vilja færa skipulagsvald yfir alþjóðaflugvöllum á Íslandi frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti um síðustu helgi.
Icelandair flutti 251 þúsund farþega í febrúar 2025, 7% fleiri en á sama tíma í fyrra en flugframboð jókst um 8%. Þar af voru 40% farþega á leið til Íslands, 20% frá Íslandi, 33% ferðuðust um Ísland og 7% innan Íslands. Sætanýting hefur aldrei verið betri í febrúarmánuði eða 79,8% og stundvísi nam 80,5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.
Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin.
Karlmaður hefur verið dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar, sem er að mestu skilorðsbundin. Hann var gripinn í tollinum með fimmtán kíló af maríhúana falin í farangurstösku sinni.
Isavia mun rukka þá sem staldra við lengur en fimm mínútur í rennunni, á komusvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Samskiptastjóri ISAVIA segir að fólk hafi lagt bílnum þar í allt að tuttugu mínútur, sem sé óásættanlegt.
„Þessi er bara númer eitt. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt,“ segir einn reynslumesti flugvirki Icelandair, Kristján Þór Svavarsson, um Boeing 757-þotuna.
Önnur Airbus-þota Icelandair er væntanleg til Íslands á morgun frá verksmiðjunum í Hamborg. Áætlað er að hún lendi í Keflavík í hádeginu, um klukkan 12:30. Þotan fær nafnið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB.
Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna.
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karl og konu í 22 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan innflutning á maríjuana og hassi til landsins. Fólkið flutti efnin til landsins í farangurstöskum sínum með flugi til landsins í desember síðastliðnum.
Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli stækkar um þrjátíu prósent með nýrri álmu sem opnuð var að stórum hluta í dag. Viðbyggingin með nýjum landgöngubrúm og flugvélastæðum kostar hartnær þrjátíu milljarða króna.
Systkini og makar þeirra hafa verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á þriggja ára fangelsi, en sá vægasti upp á átján mánuði.
Karlmaður hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni með því að leggja hendur á tvo lögreglumenn í landgangi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Flugfélögum verður skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til landsins nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Ráðherra segir nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá sem koma hingað til að hægt sé að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi.
Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag.
Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku.
Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna.
Flugvél frá úsbeksku flugfélagi lenti á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að kona hafði fætt barn í vélinni þegar hún var á flugi yfir Grænlandi. Móðir og barn voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, og heilsast báðum vel.
Isavia svipti stærsta flugþjónustufyrirtæki einkaþotna starfsleyfi á bæði Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli vegna öryggisástæðna í síðustu viku. Eigandi fyrirtækisins segir að sviptingin hafi verið kærð til Samgöngustofu en Isavia vill ekki svara hvers vegna rekstrarleyfið var tekið af því.
Flugvél á leið frá Dubai til Bandaríkjanna lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis, vegna veikinda farþega um borð.
Isavia, opinbera hlutafélagið sem rekur Keflavíkurflugvöll, gefur ekkert upp um kostnað við gerð og birtingu auglýsingar sem birt var á gamlárskvöld. Þá fást engin svör um hversu mikið það kostaði félagið að ráða samskiptafélag til að svara gagnrýni á auglýsinguna.
„Þetta er bara algjört rugl,“ segir Ómar Ben-Amara, Íslendingur á þrítugsaldri, sem lenti á vegg á Keflavíkurflugvelli þegar hann ætlaði að fara í flug með flugfélaginu EasyJet í maí síðastliðnum. Honum var ekki hleypt í flugið og hefur síðan átt erfitt með að fá svör við því hvers vegna honum var meinað að fara um borð.
Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018.
Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir innflutning fíkniefna hingað til lands. Málið varðar rétt tæp 3,3 kíló af kókaíni sem voru, samkvæmt ákæru, mest megnis falin innvortis í sakborningunum, sem allir eru erlendir ríkisborgarar.
Rúmlega tvö hundruð þúsund flugvélar flugu í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið á síðasta ári. Um er að ræða metár hjá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík.
Icelandair sló farþegamet árið 2024 en flogið var með tæplega fimm milljónir farþega. Metsætanýting var í desember en átján prósenta munur var á milli ára.