
Danski boltinn

Þórir að fara frá Lecce og líklega á leið til Danmerkur
Danska úrvalsdeildarfélagið Viborg hefur lagt fram kauptilboð í Þóri Jóhann Helgason, leikmann Lecce á Ítalíu.

Orri á óskalista Real Sociedad
Spænska úrvalsdeildarliðið Real Sociedad hefur áhuga á íslenska landsliðsframherjanum Orra Steini Óskarssyni.

Utrecht kaupir Kolbein
Hollenska úrvalsdeildarliðið Utrecht hefur fest kaup á íslenska landsliðsmanninum Kolbeini Birgi Finssyni frá Lyngby í Danmörku.

Segir AGF allt annað lið eftir að Mikael fór á miðjuna
David Nielsen segir sína fyrrum lærisveina í AGF vera besta lið Danmerkur um þessar mundir. Helsta ástæðan er sú að Mikael Neville Anderson er kominn á miðja miðjuna eftir að spila úti vinstra megin á síðustu leiktíð.

Emelía með slitið krossband
Íslenska unglingalandsliðskonan Emelía Óskarsdóttir verður frá keppni næstu mánuðina eftir að hún sleit krossband í hné.

Atli Barkar spenntur fyrir næsta kafla
Vinstri bakvörðurinn Atli Barkarson er genginn í raðir belgíska B-deildarliðsins Zulte Waregem. Hann segist spenntur fyrir þessum næsta kafla á ferli sínum.

Mikael skoraði í stórsigri AGF
AGF pakkaði Vejle saman í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Mikael Neville Anderson var á skotskónum í leiknum.

Orri Steinn bjargaði stigi og Elías Már lagði upp í sigri á Ajax
Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir FC Kaupmannahöfn þegar liðið var við það að tapa fyrir Viborg á Parken, heimavelli sínum. Í Hollandi lagði Elías Már Ómarsson upp fyrra mark NAC Breda í 2-1 sigri á stórliði Ajax.

Atli Barkarson á leið til Belgíu
Atli Barkarson, leikmaður Sönderjyske í Danmörku, er á leið í belgíska boltann. Þar mun hann ganga í raðir B-deildarliðsins Zulte-Waregem.

Aðsóknarmet mölbrotið í fyrsta leik kvennaliðs FCK
FC Kaupmannahöfn hefur loks starfrækt kvennalið og spilaði það sinn fyrsta deildarleik á laugardaginn var. Um var að ræða leik í C-deild dönsku knattspyrnunnar en mætingin var vonum framar og sló öll met þar í landi.

Bomba frá Selmu og Ísak skoraði gegn toppliðinu
Selma Sól Magnúsdóttir og Ísak Andri Sigurgeirsson voru á skotskónum í Skandinavíu í dag og þótti mark Selmu sérlega glæsilegt.

Fjalla um níu milljarða króna Íslendinginn
Farið er fögrum orðum um íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í grein Daily Mail í kvöld þar sem rýnt er í nokkrar af stærstu vonarstjörnum fótboltans í dag.

Nóel Atli lagði upp og fór meiddur af velli í endurkomu sigri Álaborgar
Álaborg sótti mikilvæg þrjú stig til Viborg í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar og lagði upp annað mark liðsins. Þá lagði Hlynur Freyr Karlsson einnig upp mark í fjörugum leik í efstu deild Svíþjóðar.

Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins
Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik.

Orri Steinn mögulega alvarlega meiddur
Orri Steinn Óskarsson var allt í öllu í dag þegar FCK vann 0-2 útisigur á Sønderjyske. Hann skoraði fyrra mark liðsins og lagði það seinna óbeint upp en fór svo meiddur af velli undir lok leiksins.

Afmælisbarnið til Esbjerg
Danska B-deildarliðið Esbjerg hefur keypt miðjumanninn Breka Baldursson frá Fram.

Danskur miðjumaður til Vestra
Vestri, sem er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildar karla, hefur samið við danska miðjumanninn Jeppe Pedersen. Hann samdi við Vestra út næsta tímabil.

Freyr stýrði Kortrijk til sigurs á útivelli en mark dæmt af Orra
Kortrijk vann í dag frábæran útisigur í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta og þar með sinn fyrsta sigur á nýrri leiktíð. Það gekk ekki eins vel hjá Íslendingaliði FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni

Mikael lagði upp í stórum sigri í Íslendingaslag
AGF vann stórsigur á Sønderjyske, 4-0, þegar liðin áttust við í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Mikael Neville Anderson lagði upp mark í leiknum.

HK búið að finna markvörð
Leit HK að markverði til að fylla skarð Arnars Freys Ólafssonar, sem sleit hásin í leik gegn Vestra um þarsíðustu helgi, er lokið.

Orri Steinn í bréfaskiptum við framherja sem einnig vill gullskóinn
Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins, reiknar með að hann og Conrad Harder, framherji Nordsjælland, verði í harðri baráttu um gullskó efstu deildar danska fótboltans. Þeir tveir hafa byrjað tímabilið af krafti og þegar átt í bréfaskiptum.

Orri skoraði í endurkomusigri FCK
Orri Óskarsson skoraði annað mark FCK er liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Íslendingaliði AGF í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Andstæðingar FCK eru „meira en bara pöbbalið“
FC Bruno's Magpies var stofnað á knæpu einni í Gíbraltar og er ekki mjög þekkt nafn í fótboltaheiminum enda ekki nema ellefu ára gamalt. Síðar í dag leikur liðið gegn FC Kaupmannahöfn í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Orri fær mikið lof eftir frábæra byrjun
Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sérfræðingum um dönsku úrvalsdeildina eftir mjög svo góða byrjun á tímabilinu í gærkvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaupmannahafnar á Lyngby í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammistaðan sýnir það og sannar af hverju stór félög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Íslendingnum.

Grunlaus Ægir Jarl biðst afsökunar
Óhætt er að segja að dvöl knattspyrnumannsins Ægis Jarls Jónassonar, hjá nýja félagi hans AB, fari brösuglega af stað. Saklaus vera hans sem áhorfandi á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær, þar sem að hann var að styðja við bakið á vinum sínum, féll í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum AB.

Markaskorarinn Orri Steinn: „Eigum við að segja 15 eða 20 mörk?“
Orri Steinn Óskarsson byrjar tímabilið af krafti í Danmörku en hann skoraði fyrra mark FC Kaupmannahafnar í 2-0 sigri á Lyngby. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning til ársins 2018 og setur markið hátt á komandi leiktíð.

Orri Steinn byrjaði á marki í Íslendingaslagnum
Lyngby tók á móti FC Kaupmannahöfn í 1. umferð dönsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliðum liðanna og Orri Steinn Óskarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-0 sigri gestanna.

Auðveld ákvörðun fyrst konan var klár í slaginn
Ægir Jarl Jónasson hefur yfirgefið KR og er fluttur búferlum til Kaupmannahafnar þar sem hann bætist við Íslendinganýlendu þar í borg. Hann hefur lengi dreymt um að spila fótbolta erlendis.

Nóel Atli byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild Danmerkur
Nótel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar þegar liðið sótti Nordsjælland heim í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Nýliðar Álaborgar áttu aldrei möguleika og máttu þola 3-0 tap.

Elías Rafn varði víti og tryggði Midtjylland stig
Fyrsti leikur tímabilsins 2024-25 í dönsku úrvalsdeildinni fór fram í kvöld þegar AGF tók á móti FC Midtjylland í Árósum í kvöld. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum og létu svo sannarlega til sín taka.