
Sænski handboltinn

Arnar Birkir valdi Svíþjóð
Handboltamaðurinn Arnar Birkir Hálfdánsson hefur samið við nýliða Amo í sænsku úrvalsdeildinni.

Tryggvi og félagar með bakið upp við vegg eftir tap í framlengingu
Tryggvi Þórisson og félagar hans í Sävehof eru komnir með bakið upp við vegg í úrslitaeinvígi sænska handboltans eftir naumt tveggja marka tap gegn Kristianstad í framlengdum leik í kvöld, 33-31.

Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag
Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR.

Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler
Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð.

Daníel Freyr með stórleik þegar Lemvig-Thyborøn hélt sæti sínu
Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson átti magnaðan leik þegar Lemvig-Thyborøn hélt sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni.

Draumur að verða að veruleika
Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona.

Félagið stórskuldugt og Jónatan rifti samningnum
Jónatan Magnússon er hættur við að taka við þjálfun sænska handknattleiksfélagsins Skövde og hefur félagið, sem er í miklum fjárhagserfiðleikum, fundið nýjan þjálfara í hans stað.

Þorgils til Svíþjóðar og fær sendingar frá Ólafi
Línumaðurinn Þorgils Jón Svölu Baldursson hefur ákveðið að fara frá Val út í atvinnumennsku og hefur hann samið til tveggja ára við sænska handknattleiksfélagið Karlskrona.

Nýliðar sænsku úrvalsdeildarinnar séu á eftir þremur Íslendingum
Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir frá því á Twitter-síðu sinni í dag að Amo Handboll, nýliðar sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta á næsta tímabili, sé á höttunum eftir þremur íslenskum leikmönnum.

Jónatan tekur við Skövde í Svíþjóð
Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta, mun taka við sænska liðinu IFK Skövde í sumar.

„Eina þjálfarastarfið sem ég hef áhuga á“
Starf landsliðsþjálfara Íslands í handbolta er eina þjálfarastarfið sem Kristján Andrésson vill sinna.

Kristján hættir hjá Guif
Kristján Andrésson hættir sem íþróttastjóri Eskilstuna Guif í vor. Hann er meðal þeirra sem hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands.

Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“
Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild.

Hefur áhuga á að fá Þorstein Leó til Svíþjóðar
Kristján Andrésson, íþróttastjóri Eskilstuna Guif, fylgist vel með Olís-deildinni og hefur augastað á leikmanni Aftureldingar.

Bjarni Ófeigur til Þýskalands eftir tímabilið
Handboltamaðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson rær á þýsk mið í sumar og gengur í raðir Minden.

Leið Ólafs liggur aftur til Svíþjóðar
Handboltamaðurinn Ólafur Guðmundsson fer aftur til Svíþjóðar eftir þetta tímabil og gengur í raðir Karlskrona.

Ungverskt stórlið pikkar í mögulegan landsliðsþjálfara Íslands
Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur boðist til að kaupa upp samning Michael Apelgren, þjálfara sænska liðsins Sävehof. Apelgren er einn þeirra sem hefur sagst hafa áhuga á þjálfarastöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta.

Góður leikur Aldísar Ástu dugði ekki
Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik í liði Skara í efstu deild sænska handboltans í kvöld. Það dugði þó ekki til þar sem lið hennar Skara mátti þola tveggja marka tap á útivelli gegn Skuru.

Sveinn í undanúrslit | Tugur íslenskra marka í Svíþjóð
Sveinn Jóhannsson er kominn í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í handbolta. Þá skoruðu íslenskir leikmenn sænska úrvalsdeildarliðsins Skara alls tíu mörk í kvöld en það dugði ekki til.

Vandræði Bjarna og félaga halda áfram
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við enn eitt tapið er liðið tók á móti Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 26-30, en Skövde er nú án sigurs í 11 af seinustu 13 leikjum sínum í öllum keppnum.

Mark ársins: Varði boltann yfir allan völlinn og í mark mótherjanna
Markverðir í handbolta hafa komist mun oftar á markalistann á síðustu árum eftir að lið fóru að taka markvörðinn sinn úr markinu. Það þykir þó vera nánast einsdæmi markið sem sænski handboltamarkvörðurinn Gracia Axelsson skoraði á dögunum.

Bjarni skoraði sjö í jafntefli | Tryggvi og félagar unnu nauman sigur gegn botnliðinu
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við jafntefli, 28-28, er liðið tók á móti Önnereds í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Á sama tíma unnu Tryggvi Þórisson og félagar hans í Sävehof nauman tveggja marka sigur gegn botnliði Redbergslids, 27-29.

Arnar Freyr markahæstur hjá Melsungen í sigri gegn Gummersbach
Arnar Freyr Arnarsson var markahæstur í liði Melsungen þegar liðið lagði lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í þýska handboltanum í kvöld. Þá voru Íslendingar í eldlínunni í Svíþjóð.

Dæmdur í ellefu leikja bann fyrir brot í sænska handboltanum
Einhver bið verður á því að sænski handboltamaðurinn Christoffer Brännberger spili aftur með liði sínu, Önnered. Hann hefur nefnilega verið dæmdur í ellefu leikja bann fyrir ljótt brot í leik gegn Malmö.

Jóhanna Margrét þriðji Íslendingurinn í liði Skara HF
Handknattleikskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við sænska félagið Skara HF. Jóhanna gengur til liðs við félagið frá Önnereds.

Systurnar báðar heim í föðurfaðminn á Hlíðarenda
Ásdís Þóra Ágústsdóttir er snúin aftur í raðir Vals í Olís-deild kvenna í handbolta. Hún kemur heim frá Lugi í Lundi í Svíþjóð eftir um eins og hálfs árs dvöl.

Bjarni og félagar sneru taflinu við í bikarnum
Skövde, lið Bjarna Ófeigs Valdimarssonar, er komið áfram í sænska bikarnum eftir endurkomusigur á Amo í dag.

„Markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár“
Handknattleiksmaðurinn Tryggvi Þórisson var í gær kynntur sem nýr leikmaður sænsku deildarmeistaranna Sävehof. Þessi tvítugi línumaður hefur seinustu ár verið lykilmaður í liði Selfyssinga í Olís-deild karla, en hann segist setja stefnuna á þýsku úrvalsdeildina á komandi árum.

Tryggvi Þórisson nýr leikmaður sænsku deildarmeistaranna
Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður sænsku deildarmeistaranna í Sävehof.

Kristiansand Evrópumeistari annað árið í röð
Kristiansand Vipers varð í gær Evrópumeistari kvenna í handbolta annað árið í röð. Liðið vann 33-31 sigur á Györi frá Ungverjalandi í Búdapest.