Utan vallar

Fréttamynd

Úrslitastund sem undirstrikar allt það sem er að

Ég er eiginlega enn pirraður eftir aðfaranótt mánudags. Ekkert annað orð en anti-climax kemur í hugann til að lýsa lokastundum Ofurskálarinnar. Hvernig svo sturlaður úrslitaleikur á einum stærsta íþróttaviðburði ársins getur endað með þessum hætti er átakanlegt.

Sport
Fréttamynd

Sjálfsblekking Arsenal-manna

Nokkur hópur stuðningsmanna Arsenal virðist lifa í ákveðinni sjálfsblekkingu varðandi ímynd félagsins. Það endurspeglaðist vel á leik liðsins við Brentford um helgina en þar tapaði liðið stigum aðra helgina í röð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Lið í hlekkjum hugarfarsins

Klárum þetta augljósa fyrst. Stéphanie Frappart dómari óð í villu og svíma í umspilsleik Portúgals og Íslands á þriðjudaginn og kom sér vel fyrir á listanum yfir óvini íslenska ríkisins. En galin frammistaða hennar tók líka athyglina frá slakri spilamennsku Íslands meðan enn var jafnt í liðum. Og spilamennska sem er þessi er ekki einsdæmi hjá íslenska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Ís­lendingar á­berandi er Meistara­deildin mætti til Köben

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar er liðið tók á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum Parken. Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson hófu leik á bekknum á meðan fjöldi Íslendinga var í stúkunni, þar á meðal einn í fjölmiðlastúkunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt

Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020?

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Svart­nættið í Manchester

Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál.

Enski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Hvernig ertu í lit?

„Þegar ég sé svona gæja eins og þig, finnst mér öll veröldin breyta um svip. Þú hefur þannig áhrif á mig, að ég fell í yfirlið“ sungu Dúkkulísurnar á níunda áratugnum í laginu Svarthvíta hetjan mín sem hefur reglulega verið leikið af stuðningsmönnum sem óður til hetjanna í liði KR þegar best lætur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Ljós við enda ganganna

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lýkur í dag undankeppni sinni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Katar síðla vetrar á næsta ári. Eftir erfiða mánuði þar sem svartnættið var allsráðandi virðist loks vera ljós í enda ganganna.

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað?

Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn!

Fótbolti