Eldri borgarar

Töfratálgari í Hveragerði
Útskurðarhnífar Andrínu Guðrúnar í Hveragerði hljóta að vera einhverskonar töfrahnífar því fuglarnir, sem hún tálgar verða svo fallegir í höndunum á henni. Mesta áskorun Andrínu er að tálga hrafninn.

Hjúkrunardeild fyrir eldri Covid-19 sjúklinga opnuð á Eir
Í dag verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir sérstök hjúkrunareining fyrir covid-sjúklinga. Deildin er einkum hugsuð sem sérstakt úrræði fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda og einnig aldraða sem geta ekki haldið einangrun heima og þurfa umönnun.

Ók of nærri næsta bíl og sveigði yfir á rangan vegarhelming
Karlmaður á tíræðisaldri sem lést í kjölfar umferðarslyss í Hrunamannahreppi sumarið 2020 ók bíl sínum of nálægt næsta bíl á undan. Hann gætti ekki að því þegar bíllinn á undan honum hægði á sér, ók yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt.

Niðursetningarnir
Íslenskur almenningur sem lifir í ríkasta samfélagi veraldar eru niðursetningar í eigin landi. Spillingin sem vaxið hefur í kringum kvótakerfið sem aldrei átti að verða hefur fært útgerðunum þvílík pólitísk völd að þeir ráða orðið gengi krónunnar.

Helgi Pé: Fáir sem geti nýtt sér tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna
Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í tvö hundruð þúsund krónur á mánuði um næstu áramót. Mun það þar með tvöfaldast.

Sjö smitaðir á Grund
Sjö heimilismenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 á A2 deild hjúkrunarheimilisins Grund í Reykjavík. Þá hafa fjórir starfsmenn greinst smitaðir en fleiri starfsmenn hjúkrunarheimilisins hafa farið í skimun.

Starfsmaður smitaður á bráðaöldrunarlækningadeild í Fossvogi
Starfsmaður bráðaöldrunarlækningadeildar B4 á Landspítalanum í Fossvogi hefur greinst með Covid-19. Deildin er í sóttkví og lokað hefur verið fyrir innlagnir, að því er segir í Facebook-færslu Landspítala.

Gætu borgað fyrir lyftu og viðhald með nýrri hæð
Húsfélög lyftulausra fjölbýlishúsa gætu niðurgreitt uppsetningu á lyftu með því að bæta nýrri hæð ofan á hús sín, samkvæmt nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi í Reykjavík. Markmiðið er að bæta aðgengi og gera eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum.

Loksins, loksins
Loksins, loksins, erum við gamlingjarnir sem er ætlað að lifa á strípuðum ellilaunum og skertum lífeyrisgreiðslum á Íslandi að fá réttlæti. Þetta hugsaði ég með mér fullur lotningar þegar ég hlustaði á setningu alþingis síðastliðinn þriðjudag.

Auka þjónustu við aldraða til að draga úr álagi á spítalann
Sjúkratryggingar sömdu í dag við Reykjavíkurborg um aukna þjónustu við aldraða í heimahúsum en forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að með breytingunum sé meðal annars verið að draga úr álagi á bráðamóttökunni.

Hinn 99 ára afi Öglu Maríu mætir á alla leiki
Agla María Albertsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki mæta Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eins og venjulega þegar Agla María spilar verður afi hennar í stúkunni að fylgjast með barnabarninu.

Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram
Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt.

Dæmi um að greiðsluhækkanir til ellilífeyrisþega skerðist um 75 prósent
Hækkun greiðslna Lífeyrissjóðs verslunarmanna til félagsmanna skerðast um allt að 75 prósent vegna lækkunar bóta Tryggingastofnunar á móti. Þá skerðist eingreiðsla lífeyrissjóðsins til félagsmanna um tugi prósenta.

Stuðningur við fjölskyldur fólks með heilabilun
Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling.

Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna
Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika.

Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót.

Metnaðarfullt hrekkjavökuball Hrafnistu: „Ég er á sex stjörnu hóteli“
Heimilismenn á Hrafnistu klæddu sig í búninga í tilefni hrekkjavökuballs. Heimilismenn skemmtu sér konunglega og skáluðu í eiturgrænum hrekkjavökudrykk.

Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar
Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi.

Aðalmeðferð í máli eldri borgara gegn Tryggingastofnun hefst í dag
Félagar úr Gráa hernum, baráttuhópi eldri borgara um lífeyrismál, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að fylgjast með aðalmeðferð í máli félaga hópsins gegn Tryggingastofnun.

Vertu með – Vertu þú!
Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta októbermánuð til að fagna faginu og vekja athygli á störfum sínum á fjölbreyttum vettvangi samfélagsins. Yfirskrift alþjóðlega dagsins að þessu sinni er „Vertu með. Vertu þú.“

Rúmlega níræð kona ökklabrotin eftir harkalegt dyraat
Kona á tíræðisaldri slasaðist alvarlega þegar gert var dyraat á heimili hennar í upphafi viku. Lögreglu hafa verið að berast tilkynningar undanfarið um dyraat, sem er óvenjulega harkalegt vegna tísku á TikTok.

Öldrunarfordómar, Landpítalinn og heilbrigðisþjónustan
Orð og hugtök eins og „fráflæðisvandi”, „aldraðir sem teppa bráðamóttökuna” og „útskriftarvandi” gefa öll þá mynd að aldraðir einstaklingar séu vandamál, að þeir séu fyrir og það þurfi að „leysa” vandann.

Ísland með besta lífeyriskerfið í alþjóðlegum samanburði
Íslenska lífeyriskerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að og birt var í morgun.

Íbúar á Hlíð aftur í sóttkví
Íbúar á Víðihlíð eru nú komnir í sóttkví ásamt þremur starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá starfsmanni í dag, fimmtudag. Íbúar á Víðihlíð þurftu síðast að fara í sóttkví fyrir tveimur vikum síðast.

90 ára og stendur á haus alla daga
Óskar Hafsteinn Ólafsson, níræður íbúi á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að halda sér í góðu formi. Einn hluti af því er að standa á haus í fjórar til fimm mínútur alla morgna.

Hraðpróf á Hlíð neikvæð
Hraðpróf sem íbúar í sóttkví á Hlíð, hjúkrunarheimili Heilsuverndar á Akureyri, hafa farið í um helgina hafa hingað til verið neikvæð. Íbúarnir fara í PCR-próf á morgun og verður sóttkví aflétt hjá þeim sem fá neikvætt svar þar.

Íbúar á Hlíð í sóttkví
Íbúar á einu heimili Heilsuverndar hjúkrunarheimila á Hlíð á Akureyri eru nú komnir í sóttkví eða smitgát ásamt nokkrum starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá einum starfsmanni seinni partinn í gær, föstudag.

Skálað í sérrí á kosningavöku Hrafnistu
Íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði bíða sérlega spenntir eftir fyrstu tölum kvöldsins og skála nú í sérrí og Baileys yfir kosningasjónvarpi Stöðvar 2.

„Það hefði liðið yfir fólk ef það hefði komið í einhverjum druslum á kjörstað“
Hinni 95 ára Bertu Maríu þykir miður að sjá útganginn á sumu kjósendum nú til dags. Hún segir nauðsynlegt að fólk haldi í hátíðleikann þegar gengið er til kosninga og gagnrýnir joggingklædda kjósendur.

Hulda er 91 árs og alltaf hress: Hver er galdurinn?
Hulda Emilsdóttir er 91 árs gömul og hún er ótrúlega jákvæð, hress og kát. Vala Matt heimsótti Huldu og fékk að heyra leyndarmálið.