Áramót

Fréttamynd

Inga Sæ­land á­nægð með skaupið: „Ég er búin að marg­hlæja að þessu“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu.

Lífið
Fréttamynd

„Þurfum að vera mjög á varð­bergi næstu dagana“

Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið.

Innlent
Fréttamynd

„Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir ræddi óttann og áhrif hans í samfélagi í nýársávarpi sínu sem hann flutti fyrr í dag. Forsetinn fór þar meðal annars yfir stöðuna í íslensku samfélagi á tímum kórónuveirunnar og sagði að það væri án efa affarasælast að við öll, almenningur, sérfræðingar og stjórnvöld, myndum reyna að viðhalda þeirri einingu sem hafi gefist vel.

Innlent
Fréttamynd

Ný­árs­­dagur: Eru skyndi­bita­staðirnir opnir?

Óhætt er að fullyrða að allflestir Íslendingar taki því rólega á nýársdag. Sofið er fram eftir og skyndibiti, eða afgangar, eru jafnvel á borðum margra landsmanna. Svangir og þreyttir þurfa ekki að örvænta, enda opið á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flug­eldum

„Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Tryggðu þér á­skrift fyrir Krydd­síldina

Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bylgjunni að venju. Þátturinn hefst klukkan 14 en Edda Andrésdóttir, Erla Björg Gunnarsdóttir og Snorri Másson leiða Kryddsíldina eftir þetta viðburðaríka ár. 

Innlent
Fréttamynd

Varað við hættu á gróður­eldum: Vonsku­veður á ný­árs­dag

Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Gaml­árs­dagur: Hvar er opið og hversu lengi?

Hátíðarnar eru annasamur tími fyrir flesta landsmenn og gamlársdagur er þar engin undantekning. Flugeldakaupin eru mörgum mikilvæg og aðrir telja ómissandi að drekka bjór með Skaupinu. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á gamlársdag.

Innlent
Fréttamynd

Óáfengur kokteill sem getur líka verið eftirréttur

Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri CinCin óáfengu drykkjanna deilir með lesendum ótrúlega ferskum og hressandi eftirrétt. Með því að breyta hlutföllunum er líka hægt að gera réttinn að óáfengum kokteil fyrir áramótin.

Lífið
Fréttamynd

Ertu nokkuð að gleyma þér?

enn er árið á enda og þrátt fyrir ýmsar áskoranir tökum við nýju ári fagnandi með von í brjósti. Til siðs er að kveðja árið með ljósaleik og margir styðja við björgunarsveitirnar á þessum tímamótum, ýmist með flugeldakaupum, Rótarskoti eða frjálsum framlögum.

Skoðun