Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

95 prósent umsækjenda um alþjóðlega vernd eru barnafjölskyldur
Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní. Níutíu og fimm prósent umsækjenda eru barnafjölskyldur sem nú þegar hafa fengið vernd í öðrum ríkjum.

Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni
Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi.

ÍE vildi ekki skriflegan samning
Verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu segir að vegna vinsælda landsins þurfi annað hvort að gefa fleiri þjóðum undanþágur fyrir skimun eða aflýsa flugi. Íslensk erfðagreining hafi verið mótfallinn því að skriflegur samningur yrði gerður um skimun á landamærum.

Aftur þykir Boris ruglingslegur
Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands.

„Ísland… gerðu það, fyrirgefðu okkur!“
Ferðabloggarar nokkrir komu hingað til lands tveimur dögum eftir að skimanir hófust á Keflavíkurflugvelli. Þeir báru Íslandi söguna vel og þótti gaman að hafa landið „út af fyrir sig.“

Fækkun landa á áhættulista til skoðunar
Hugsanlegt er að unnt verði að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir.

Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu
Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn.

Íslensk erfðagreining skimar áfram næstu vikuna
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er.

Ekkert innanlandssmit í 10 daga
Þrjú smit greindust á landamærunum í gær en á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort þau séu virk eða gömul.

Aldrei fleiri smit greind á einum degi
Yfir 230 þúsund kórónuveirusmit greindust í heiminum í gær.

Banna áfengi á ný vegna veirunnar
Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.

Fleiri ný smit í Flórída en í New York þegar verst lét
Faraldur kórónuveiru hefur tekið sig upp að nýju af fullum þunga í Flórída en þar greindust 15.299 með veiruna síðasta sólarhringinn og 45 létust.

Þrír ættliðir frægrar fjölskyldu smitaðir
Kórónuveiran greindist um helgina í þremur ættliðum Bachchan-fjölskyldunnar, einnar frægustu fjölskyldu Indlands.

Lögreglumaður á Selfossi missti af fæðingu dóttur sinnar vegna kórónuveirunnar
Símon Geirsson, lögreglumaður á Selfossi missti af fæðingu dóttur sinnar og útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri á dögunum því hann þurfti að vera í einangrun vegna kórónuveirunnar.

Átta greindust með veiruna á landamærunum
Átta greindust með kórónuveiruna við landamærin á síðasta sólarhring, og bíða fimm eftir niðurstöðu mótefnamælingar.

Trump í fyrsta sinn með grímu á almannafæri
Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki.

Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda
Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum.

Komu til Íslands því hér er öruggt
Fjörutíu og fimm Frakkar flugu frá París í dag til að fara í siglingu með lúxusskemmtiferðaskipi sem siglir frá Reykjavík.

Auðveldar kæröstum og kærustum utan Schengen að koma til landsins
Mökum Íslendinga utan Schengen verður gert auðveldara að koma til Íslands samkvæmt reglugerð sem dómsmálaráðherra hefur undirritað, en þeim hefur hingað til reynst erfitt að koma til landsins.

Bannar brúðkaup og erfidrykkjur vegna útbreiðslu Covid
Hassan Rouhani, forseti Íran, hefur boðað bann á stórum viðburðum, svo sem brúðkaupum og erfidrykkjum til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar en smitum í Íran hefur farið fjölgandi undanfarið.

Tveir greindust við landamærin
Tveir greindust með kórónuveiruna við landamærin á síðasta sólarhring og bíða niðurstöðu mótefnamælingar.

Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum
Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna.

Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins.

Reglur um heimkomusmitgát taka gildi á mánudag
Íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem búa á landinu þurfa að virða svonefnda heimkomusmitgát í fimm daga velji þeir að fara í sýnatöku við komuna til landsins frá og með mánudeginum 13. júlí. Reglurnar eru settar til að minnka líkur á að röng niðurstaða úr prófi á landamærunum leiði til stærri hópsmita á Íslandi.

Íslendingar þyrftu að fimmfalda neysluna til að fylla upp í túristaskarðið
Þó að íslenskir ferðamenn myndu „skila sér 100%“ í ferðalögum innanlands í ár mun ekki nást að brúa bilið sem varð til með brotthvarfi erlendra ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins.

Fjórir greindust með veiruna við landamærin
Þrír eru með mótefni við veirunni og því ekki smitandi en einn bíður eftir mótefnamælingu.

Fjölskyldan fer í sóttkví í húsbíl á Vestfjörðum
Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst.

Ferðalangar frá Íslandi ekki skikkaðir í sóttkví í Englandi
Alls eru 59 ríki og svæði sem ferðast má frá til Englands, Wales og Norður-Írlands, án þess að þurfa að sæta sóttkví, frá og með deginum í dag. Ísland er á meðal þessara svæða, og þurfa ferðalangar héðan nú ekki að sæta sóttkví við komuna.

Bóluefni varði hamstra fyrir veirunni
Hamstrar sem hafa verið notaðir sem tilraunadýr í þróun bóluefnis við kórónuveirunni sýkjast ekki af veirunni eftir að hafa verið sprautaðir með bóluefninu.

Símamótið spilað á 37 völlum
Símamótið fer fram í Kópavogi á morgun og um helgina. Að hámarki fimm hundruð manns mega koma saman í einu samkvæmt sóttvarnareglum en von er á tæplega 2500 þátttakendum á mótinu. Þeim fylgja þó foreldrar, dómarar og aðrir gestir.