Samkomubann á Íslandi

Nú sitji börnin heima á meðan fullorðnir mæta í ræktina
Foreldrum og aðstandendum íþróttastarfs barna þykir mörgum skjóta skökku við að börn fái ekki að stunda sínar skipulögðu íþróttir en líkamsræktarstöðvar fái að halda úti hóptímum.

Meistaraflokkar á höfuðborgarsvæðinu mega æfa en engar snertingar leyfðar
Knattspyrnusamband Íslands fékk það staðfest í dag að meistaraflokkar á höfuðborgarsvæðinu mega núna æfa en að leikmenn þurfa að fylgja ströngum reglum.

Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva
Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu.

Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna
Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag.

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi
Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land.

„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“
Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana.

Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum
Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf.

Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“
Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð.

„Búið að hafna mér milljón sinnum“
Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili.

„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“
Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna.

Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum
Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag.

Bein útsending: Kynna aðgerðir til stuðnings listum og menningu
Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra boða til blaðamannafundar um stuðningsaðgerðir við listir og menningu í Kaldalónssal í Hörpu í dag klukkan 15.

Tveggja metra regla um allt land á ný
Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku.

Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða.

Telur ekki ástæðu til að leggja til hertari aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari samkomutakmarkana og sóttvarnaráðstafnir hér á landi, til að kveða niður þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins.

Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum.

„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun.

531 smitaður í þremur stærstu hópsýkingunum
Á sjötta hundrað hafa greinst með kórónuveiruna í þremur stærstu hópsýkingum faraldursins.

Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur?
Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf.

Mun þyngra að upplifa faraldurinn að hausti en að vori
Eldri borgarar voru ekki undir það búnir að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins yrði svona þung.

Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni
Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi.

Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum
Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum.

Segir þörf á að fara „mjög hægt“ í að aflétta hertum aðgerðum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins.

„Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin“
Útlit er fyrir að jólatónleikahald sé í mikilli hættu þetta árið. Sökudólgurinn í því, líkt og svo mörgu öðru, er faraldur kórónuveirunnar.

Minnir á að 200 gætu dáið ef veiran fengi að leika lausum hala
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að í umræðunni um nauðsyn þess að grípa til harðra aðgerða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vantaði að ræða hvaða kynni að gerast ef veiran fengi að leika lausum hala um samfélagið.

Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga
Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu.

Telur að mótefnapartí gæti endað illa
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni.

„Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna.

Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra
Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar.

Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær.