Geðheilbrigði

Hrikalegt áfall að missa pabba sinn
Björgvin Franz Gíslason segir að fólk verði að leita sér hjálpar til að vinna úr sorginni eftir missi ástvina. Hann segir það hafa verið hrikalegt áfall að missa föður sinn Gísla Rúnar Jónsson, sem svipti sig lífi síðasta sumar.

Jú, auðvitað á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu
Þann 19. júní síðastliðinn skrifar Þórarinn Hjartarson grein sem ber nafnið Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þar sem hann fullyrðir m.a. að stjórnmálamenn nýti sér vanlíðan ungs fólks með ,,fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig standa á við loforðin.”

Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi auka eftirspurn án aukningar á framboðshliðinni. Fólk sem þarf ekki á sálfræðiþjónustunni að halda myndi sækja slíka tíma og biðlistar sem nú þegar eru til staðar margfaldast.

Enginn stuðningur fylgir samþykkt þings um aukna sálfræðiþjónustu
Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, veltir því fyrir sér hvort einróma samþykktir Alþingis um greiðsluþátttöku ríkisins sé sýndargjörningur.

„Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér“
Annie Mist Þórisdóttir opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi nú á dögunum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún svaf ekki, fann ekki fyrir matarlyst, fann ekki fyrir gleðinni í lífinu og átti erfitt með að hugsa um sig sjálfa og litlu dóttur sína.

Raunveruleiki átröskunarsjúklinga á Íslandi
Nú fer að styttast í kosningar til Alþingis og var því kjörið tækifæri fyrir sitjandi ráðherra að ýta þeim málum í gegn sem talið er að höfði til kjósenda fyrir þinglok. Geðheilbrigði er eitt af þeim málum sem líklegast verður lagt áherslu á í komandi kosningum en mikilvægt er að muna að geðheilbrigðismál ættu að ná yfir öll geðræn vandamál, en ekki bara það sem að stjórnvöld halda að fólk vilji heyra um.

Tæpur fjórðungur á þunglyndis-og eða róandi lyfjum, kostnaður tvöfaldast
Tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga fékk þunglyndis- og eða kvíðalyf á síðasta ári. Það er mun hærra hlutfall en í nágrannalöndum okkar. Konur eru tvöfalt líklegri en karlar til að fá slík lyf og eldri borgarar eru hlutfallslega fjölmennasti aldurshópurinn.

Efast um getu landlæknis
Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við getu landlæknisembættisins til að sinna eftirliti með réttindum sjúklinga. Samtökin kalla eftir óháðri úttekt á starfsemi allra deilda á geðsviði Landspítala.

Má ég vera ég?
Hér er ég ADHD stelpan 10-11 ára gömul ógreind, óþekk og hávær! Mjög hávær!

Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“
Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir.

„Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“
Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið.

Biðlistastjóri ríkisins
Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót.

Osaka dregur sig úr keppni á Opna franska og greinir frá glímu við þunglyndi
Naomi Osaka hefur dregið sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis eftir að hafa neitað að mæta á blaðamannafundi eftir leiki á mótinu.

Sumarið er tíminn – eða hvað?
Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins?

Taldi sig ekki þurfa á sálfræðingi að halda en að lokum þurfti að ýta henni út og annar tími bókaður
Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattstjóra.

Sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega heilsu sína slæma
Sviðsstjóri Lýðheilsusviðs Landlæknis segir sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega líðan sína slæma. Afar mikilvægt sé að bregðast við og samhæfa viðbrögð hjá þeim stofnunum sem koma að eða fylgjast með hópnum.

„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“
Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda.

Sjálfsvíg barna og kerfið: 3 atriði
Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda.

Vill skylda alla lögreglumenn til að sækja sálfræðiþjónustu
Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu þrjátíu árum. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi og hyggst leggja til að lögreglumönnum verði gert skylt að sækja sálfræðiþjónustu með reglulegu millibili. Lögreglumaður segir það hingað til hafa verið litið á það sem veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn.

Ert þú með þráhyggju?
Það er pirrandi að fá eitthvað á heilann en þráhyggja er þó annað og meira en tímabundin heilabrot eða áhyggjur. Þráhyggja vísar til áleitinna og óboðinna hugsana sem koma fólki í uppnám þar sem innihaldið þykir sérlega ógnandi og ógeðfellt.

Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum
Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi.

„Get bætt upp fyrir hlutina en ég get ekki breytt neinu“
Guðmundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari hjá Sundfélaginu Ægi sem hefur gengið í gegnum eitt og annað í lífinu svo sem höfuðkúpubrot fyrir 10 árum síðan.

„Pabbi barnanna minna var farinn“
Sigurbjörg Sara Bergsdóttir er ráðgjafi sem hefur í fimmtán ár starfað við að hjálpa fólki að komast út úr áföllum, kvíða og þunglyndi. Í því starfi hefur hún reglulega unnið með aðstandendum fólks sem hefur farið í sjálfsvígum en því fylgir nær undantekningalaust gríðarlegt áfall þeirra sem eftir standa og mikið af óuppgerðum hugsunum með tilheyrandi kvíða og stundum sjálfsásökunum.

Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli
Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp.

Lýsa ofbeldi og lyfjaþvingunum á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítala
Embætti landlæknis hefur nú til skoðunar alvarlegar ábendingar um slæman aðbúnað á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Ábendingarnar koma frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum og lýsa meðal annars ofbeldi, lyfjaþvingunum, ógnarstjórnun og miklum samskiptavanda.

Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi
Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst.

Látum kné fylgja kviði
Það er mikið fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi veitt 600 milljóna króna viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni til að mæta aukinni þörf vegna COVID-19.

Enginn skilinn eftir
Undanfarið ár hefur Borgarstjórn verið samtaka í því að huga þurfi að áhrifum Covid 19 á geðheilbrigði og vellíðan borgarbúa. Við settum af stað Borgarvaktina þar sem við fylgjumst með stöðu mála, mánuð frá mánuð, og höfum tekið til umfjöllunar inn í Velferðarráði niðurstöður kannana landlæknis og rannsóknar og greininga, á áhrifum á andlega líðan íbúa.

Mikilvægt að börn og ungmenni þurfi ekki að bíða eftir ADHD greiningu
Talið er að allt að sjö prósent barna og ungmenna séu með athyglisbrest með ofvirkni samkvæmt erlendum rannsóknum. Börn sem alast upp við erfiðar félagslegar aðstæður eru með erfiðari einkenni en þau sem búa við öryggi segir forseti sálfræðideildar HR. Birtingarmyndir séu ólíkar milli kynja og líklegt að stelpur fái síður greiningu.

Útskúfunin hættulegri þessum einstaklingum en fitan
„Ég er komin á þann stað, að ef þú ætlar ekki að fræða þig og ef þú ætlar ekki að gera betur, nennirðu að sleppa því að tala. Bara plís,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir um fitufordóma.