FH

Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat týnt til fjölmargt jákvætt í leik lærisveina sinna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Skagamönnum í botnbaráttuslag liðanna uppi í Skipaskaga í kvöld. Til að mynda skyndisóknir liðsins og markaskorun Kjartans Kára Halldórssonar sem reif fram markaskóna eftir markaþurrð það sem af er sumri.

Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum
FH kom sér upp úr botnsæti Bestu-deildar karla í fótbolta með 3-1 sigri sínum gegn ÍA í sjöundu umferð deildarinnar á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö marka FH í leiknum en þetta voru fyrstu mörk hans í deildinni í sumar.

„Sjálfum okkur verstar”
FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis.

Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH
Sólin skein á AVIS-vellinum í Laugardalnum þegar Þróttur tók á móti FH í 6. umferð Bestu deildar kvenna. Heimakonur mættu ákveðnar til leiks og kláruðu verkefnið af miklu öryggi, 4–1.

„Elska að horfa á FH“
FH hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabils og er í 2. sæti Bestu deildar kvenna með þrettán stig eftir fimm umferðir. Í uppgjörsþætti Bestu markanna voru FH-ingar hlaðnir lofi.

Hafa unnið FH tólf sinnum í röð
Víkingur sigraði FH, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Óhætt er að segja að Víkingar hafi haft gott tak á FH-ingum síðustu árin.

Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna
„Alltaf vonbrigði að tapa, við vorum sjálfum okkur verstir í þessum leik. Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tap sinna manna gegn Víkingum. Lokatölur 3-1.

Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn
Víkingar komu sér aftur á toppinn í Bestu deildinni eftir 3-1 sigur á FH í kvöld. Tólfta tap FH í röð gegn Víkingum, sem virðast vera með heljartak á Hafnfirðingum.

„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Steven Lennon átti mörg frábær ár í íslensku deildinni sem leikmaður og hver veit nema að við sjáum hann líka þjálfa í deildinni í framtíðinni.

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Guðni Eiríksson þjálfari FH, er að gera flotta hluti með FH konur í Bestu deild kvenna en hann hefur áhyggjur af markamannsmálum á Íslandi.

Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi
FH lagði Stjörnuna 2-1 í Kaplakrika í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna. Með sigrinum jafnar FH bæði Íslandsmeistara Breiðablik og Þrótt Reykjavík að stigum á toppi deildarinnar – öll liðin eru nú með 13 stig.

„Þetta er tilfinning sem maður nærist á“
Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH var að vonum sáttur með sigurinn gegn Valsmönnum í kvöld en FH skellti Val með þremur mörkum gegn engu.

Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
FH tók á mót Val á Kaplakrikavelli í kvöld þegar fimmta umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. FH var enn að leita af fyrsta sigri sínum í sumar en þeirri bið lauk hér í kvöld með glæstum sigri á liði Vals með þremur mörkum gegn engu.

FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum
FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar.

Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“
Bjarki Gunnlaugsson þakkar Heimi Guðjónssyni öðrum fremur fyrir þann góða endi sem ferill hans fékk.

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Gæti Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, átt eftir að feta í fótspor systur sinnar Hlínar með því að komast út í atvinnumennsku og í A-landsliðið? Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru sannfærðir um það.

Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“
Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst.

Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH
Fótboltakonan Snædís María Jörundsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna á ný eftir eitt og hálft tímabil í herbúðum FH.

Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag
Fótboltamaðurinn Dagur Örn Fjeldsted er genginn í raðir FH á láni frá Breiðabliki. Lánssamningurinn gildir út tímabilið en eftir það eiga FH-ingar forkaupsrétt á honum.

Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“
Bjarki Gunnlaugsson vildi ljúka fótboltaferli sínum, ferli sem honum þótti sjálfum ekkert sérstakur, með sem allra bestum hætti og lagði allt í sölurnar fyrir sumarið 2012. Um þetta ræddi hann í þáttaröðinni A&B sem fjallar um Skagatvíburana Arnar og Bjarka.

Dagur Örn sagður á leið til FH
Dagur Örn Fjeldsted er sagður á leið til FH á láni frá Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu.

Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik
Framarar tryggðu sér farseðilinn í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta með sigri á FH í tvíframlengdum leik í Lambhaga-höllinni í kvöld. Biðin hefur verið löng hjá Fram en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið kemst í úrslitin.

„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“
Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða.

Uppgjörið: FH - FHL 3-1 | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út um leikinn
FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild.

Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum
KA vann dramatískan 3-2 sigur er liðið tók á móti FH í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag.

Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH
FH-ingar eru að fá góðan liðstyrk eftir mjög dapra byrjun á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Úlfur Ágúst Björnsson er kominn heim og hélt upp á það með framlengja samning sinn við Hafnarfjarðarliðið.

„Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði leikmenn sína hafa náð að framkvæma sóknarleik sinn, sem hafi verið góður til þessa í baráttunni við Fram í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, enn betur þegar Hafnarfjarðarliðið rótburstaði gestina úr Úlfarsárdal í þriðja leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Sigursteinn varaði FH-inga þó við að fylgja ekki fordæmi Íkarosar í framhaldinu.

Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí
FH er enn á lífi í rimmu sinni við Fram eftir sannfærandi sigur Hafnarfjarðarliðsins í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 36-20 FH í vil og staðan er þar með 2-1 í viðureign liðanna.

Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs
FH og KR skildu jöfn í fjörugu jafntefli í fyrsta grasleik tímabilsins á Kaplakrikavelli í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn fór 2-2 en Hafnfirðingar spiluðu einum færri lungann af seinni hálfleik og vörðust pressu KR undir lok leiks.