

Haukar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildarinnar með stórsigri á Herði á Ásvöllum í dag. Haukar mæta deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitum.
Haukar voru ekki á því að fara í sumarfrí. Haukar spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. Líkt og í seinasta leik í Ólafssal komust Haukar tuttugu stigum yfir en Haukar höfðu lært af þeim leik. Heimakonur voru ekki að fara að tapa góðu forskoti aftur niður. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77.Valur leiðir einvígið 2-1.
Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin.
Þór Þorlákshöfn hafði betur, 96-75, gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla í dag og er staðan í einvíginu því orðin 1-1.
Valskonur komust í 2-0 í einvígi sínu við Hauka í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta með sannfærandi 72-50 sigri í leik liðanna í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld.
ÍBV valtaði yfir Hauka, 37-24, þegar liðin leiddu saman hesta sína í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld.
Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld.
HSÍ hafnaði í gær kröfum handknattleiksdeildar Hauka sem kærði framkvæmd leiks liðsins gegn Gróttu í Olís-deild karla í handbolta þann 23. mars síðastliðinn. Eins marks sigur Gróttu, 27-28, stendur því og liðið heldur enn í veika von um sæti í úrslitakeppninni.
Valur vann frækinn sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar misstu niður 20 stiga forskot og enduðu á að tapa eftir framlengdan leik.
Haukar unnu frábæran sigur á deildarmeisturum Vals og þurfa nú aðeins sigur gegn Herði til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Valsmenn virka hins vegar þreyttir og misstu tvo leikmenn út í kvöld.
Haukar unnu sjö marka sigur á HK í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Þá vann Stjarnan fimm marka sigur á Selfossi.
Haukar fengu Breiðablik í heimsókn í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta nú í kvöld. Lokatölur 105-97 fyrir heimamenn sem tryggðu sér þriðja sætið í deildinni með sigrinum.
„Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni.
Tímabilinu er mögulega lokið hjá handboltamanninum Stefáni Rafni Sigurmannssyni hjá Haukum.
Haukar ljúka leik í Subway-deild kvenna í körfubolta í 2. sæti eftir stórsigur á Breiðabliki í kvöld. Á sama tíma tapaði Valur heima fyrir Njarðvík. Þá vann ÍR aðeins sinn þriðja sigur á leiktíðinni þegar Grindavík kom í heimsókn.
Stjarnan fór með sigur af hólmi gegn Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag í hörkuleik þar sem lokatölur voru 23-21.
Handknattleiksdeild Hauka hefur kært framkvæmd leiksins gegn Gróttu síðastliðinn fimmtudag en þetta hefur HSÍ staðfest í samtali við Vísi.
„Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá,“ sagði afar óánægður Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir ótrúlegar lokasekúndur í hinum mikilvæga leik liðsins gegn Gróttu í Olís-deildinni í handbolta í gær.
Grindavík vann mikilvægan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Þetta var fjórði sigur Grindavíkur í röð.
Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið.
Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ómyrkur í máli eftir tap hans manna gegn Grindavík í Subway-deild karla í kvöld.
Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina.
Njarðvík vann góðan sextán stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Haukar falla niður í þriðja sæti deildarinnar eftir tapið.
Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ekki upplitsdjarfur eftir þungt tap hans kvenna í Njarðvík í kvöld í Subway-deildinni, lokatölur 84-68.
Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leik lauk með 18 stiga sigri Hauka, 92-74. Haukar halda 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á meðan Fjölnir er áfram í 6. sætinu.
Afturelding vann Hauka í úrslitum Powerade-bikarsins með minnsta mun 27-28. Þetta var ótrúlegur endurkomu sigur hjá Mosfellingum þar sem Afturelding komst í fyrsta skipti yfir þegar aðeins átta mínútur voru eftir. Lokasprettur Aftureldingar var magnaður sem tryggði þeim bikarmeistaratitilinn.
Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í mars unnu Haukar þrettán stiga sigur á Stjörnunni 99-86. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af í seinni hálfleik en heimamenn sýndu karakter á lokamínútunum á meðan leikmenn Stjörnunnar misstu hausinn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Eftir tvo tapleiki í röð komust Haukar aftur á sigurbraut. Haukar unnu þrettán stiga sigur á Stjörnunni 99-86. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn.
Fram mætti Haukum í fyrri viðureign kvöldsins í undanúrslitum Powerade bikarsins. Eftir jafnan fyrri hálfleik völtuðu Haukar hreinlega yfir Fram í síðari hálfleik. Lokatölur 24-32 og Haukar komnir í úrslitaleik bikarsins.
Fram er úr leik í Powerade bikarnum. Sannfærandi tap í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld gegn Haukum kom í veg fyrir að Framarar færu lengra þetta árið. Lokatölur 24-32 Haukum í vil og eru þeir því komnir í úrslitaleik á laugardaginn.