Körfubolti

Fréttamynd

Ekki vitað hversu lengi Curry verður frá

Stephen Curry, stórstjarna ríkjandi meistara í Golden State Warriors, verður ekki með liðinu í NBA deildinni í körfubolta á næstunni eftir að hafa meiðst á hné gegn Dallas Mavericks á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara stigahæst í stóru tapi

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæsti leikmaður Faenza er liðið mátti þola 19 stiga tap gegn toppliði Schio í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 70-89.

Körfubolti
Fréttamynd

„Reglu­gerð er aldrei sann­gjörn gagn­vart öllum aðilum“

Körfuknattleikssamband Íslands fær 15 milljónum króna í sitt afreksstarf í ár en í fyrra, og Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017. Framkvæmdastjóri ÍSÍ viðurkennir að þörf sé á að endurskoða reglur um úthlutun úr Afrekssjóði.

Sport
Fréttamynd

ÍSÍ neyði landsliðið úr undankeppni EM

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur aldrei verið eins nálægt sæti á heimsmeistaramóti og er það landslið Íslands sem er næst því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. Útlit er hins vegar fyrir að liðið verði ekki með í undankeppni næsta Evrópumóts nema ÍSÍ taki í taumana, samkvæmt formanni Körfuknattleikssambands Íslands.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar skoraði fimm í Meistaradeildarsigri

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti tyrkneska liðinu Bahcesehir í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 95-88.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hélt hann myndi taka þetta tíma­bil með trompi“

Að sjálfsögðu var „Framlengingin“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurninga sem sérfræðingarnir þurfa að svara. Farið var yfir hvaða leikmaður deildarinnar hefur komið mest á óvart ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

Körfubolti
Fréttamynd

Vrkić í Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hinn 35 ára gamla Zoran Vrkić um að spila með liðinu í Subway deild karla í körfubolta út leiktíðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 103-101 | Heima­menn sigruðu botn­liðið í spennu­trylli

Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már skoraði tólf í tapi

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var næststigahæsti leikmaður Rytas Vilnius með tólf stig er liðið mátti þola þrettán stiga tap gegn Manresa í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 82-69.

Körfubolti
Fréttamynd

Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi

Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels.

Körfubolti