Lengjudeild karla

Hermann hættur með ÍBV
ÍBV verður með nýjan mann í brúnni þegar það spilar í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari liðsins.

Svona var fundurinn fyrir tugmilljóna leikinn í Laugardal
Það er gríðarlega mikið í húfi á Laugardalsvelli á laugardaginn þegar Afturelding og Keflavík mætast í úrslitaleik umspilsins í Lengjudeild karla í fótbolta.

„Ótrúlega heilbrigður og flottur hópur“
Hermann Hreiðarsson segist vera einstaklega stoltur af því að koma ÍBV aftur upp í efstu deild. Hann hafi sjaldan unnið með eins flottum leikmannahópi á sínum ferli.

Aron Einar snýr aftur til Katar
Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn með leikheimild í Katar og mun spila þar að nýju eftir að hafa síðast verið á mála hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri.

„Við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir“
„Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Mig langaði að hjálpa þessum geggjuðu strákum að komast aftur í úrslitaleikinn. Nú er bara eitt í boði, það er að vinna þetta,“ sagði markmaðurinn Jökull Andrésson sem er á leiðinni með Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni.

Fyrirliðinn framlengir og tekur slaginn í Bestu deildinni
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði karlaliðs ÍBV í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið og mun því taka slaginn með liðinu í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Uppgjörið: Fjölnir - Afturelding 0-0 | Afturelding fer aftur á Laugardalsvöll
Afturelding er á leið á Laugardalsvöll í úrslitaleik gegn Keflavík um sæti í Bestu deildinni. Það varð ljóst eftir sigur í undanúrslitaeinvígi gegn Fjölni. Fyrri leikinn vann Afturelding 3-1 á heimavelli, leikur dagsins endaði með markalausu jafntefli.

„Höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik“
Keflavík tók á móti ÍR í seinni leik liðana í undanúrslitum umspilsins fyrir Bestu deildina í dag. Það var ÍR sem hafði betur með þremur mörkum gegn tveim en það kom ekki að sök þar sem Keflavík vann einvígið með sex mörkum gegn fjórum.

Uppgjörið: Keflavík - ÍR 2-3 | Keflvíkingar í úrslitaleikinn
Keflavík er komið úrslit umspils um sæti í Bestu deild karla þrátt fyrir 2-3 tap fyrir ÍR á heimavelli í dag. Keflvíkingar unnu einvígið, 6-4 samanlagt.

Seinna spjaldið var ekki viljandi: „Er bara pirraður og missi hausinn“
Furðulegt mál tók athyglina af frábærri frammistöðu Elmars Kára Enesson Gocic í 3-1 sigri Aftureldingar gegn Fjölni í fyrri umspilsleik liðanna í kvöld.

Uppgjörið: Afturelding - Fjölnir 3-1 | Brenndu víti en tóku tveggja marka forystu
Afturelding er í bílstjórasætinu í undanúrslita umspilseinvígi sínu gegn Fjölni eftir 3-1 sigur á heimavelli í fyrri leik liðanna. Seinni leikurinn fer fram á Fjölnisvelli næsta mánudag klukkan 15:45.

Keflavík í góðri stöðu
Keflavík er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn gegn ÍR í umspili Lengjudeildar karla í knattspyrnu um sæti í Bestu deild karla á næstu leiktíð.

Hvorki bestir á heimavelli né á útivelli en unnu samt deildina
Eyjamenn voru fljótir að vinna sér aftur sæti í Bestu deild karla í fótbolta en það gerðu þeir í gær með því að vinna Lengjudeildina.

Keflvíkingar skutu Eyjamenn upp í Bestu deildina
Eyjamenn endurheimtu sæti sitt í Bestu deild karla í fótbolta í dag en þá fór fram lokaumferðin í Lengjudeild karla. ÍBV féll í fyrra en kemur strax upp aftur.

Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“
Eyjamenn eru með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferð Lengjudeildar karla í fótbolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykjavík gulltryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tímabili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næstefstu deild. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í alvöru leik gegn hættulegu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu.

ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll
Eyjamenn eru ansi nálægt því að geta fagnað sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 6-0 risasigur á Grindavík í næstsíðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag. Grótta féll en ÍR bjó sér til góða von um að fara í umspil.

Óboðinn gestur truflaði leik í Lengjudeildinni
Lið Gróttu og Fjölnis mættust í Lengjudeildinni í knattspyrnu á Seltjarnarnesi í dag. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið en töluverða athygli vakti þegar óboðinn gestur varð til þess að stöðva þurfti leik um stundarsakir.

Dalvík/Reynir fallnir og Þórsarar enn í hættu
Lið Dalvík/Reynis er fallið í 2. deild eftir tap gegn Leikni í Lengjudeildinni í dag. Lið Þórs frá Akureyri er enn í fallhættu en liðið gerði jafntefli við ÍR á heimavelli.

Fjölnismenn töpuðu óvænt á móti Gróttu og náðu ekki toppsætinu
Fjölnismönnum tókst ekki að nýta sér tap Eyjamanna í gær og ná hinu eftirsótta toppsæti í Lengjudeildinni í fótbolta. Þeir hafa ekki unnið leik í einn og hálfan mánuð.

Markasúpa í leikjum dagsins í Lengjudeildunum
Óhætt er að segja að nóg af mörkum hafi verið skoruð í leikjum dagsins í Lengjudeildum karla og kvenna í dag. Alls litu 29 mörk dagsins ljós í fimm leikjum.

ÍR-sigur í Grafarvoginum og fyrsti sigur Njarðvíkur í mánuð
ÍR gerði góða ferð í Grafarvoginn og vann 1-2 sigur á Fjölni í Lengjudeild karla í kvöld. Þá vann Njarðvík langþráðan sigur þegar liðið lagði Gróttu að velli, 1-0.

Fjölnir naumlega á toppnum og Þróttur nálgast umspil
Fjölnismenn halda enn toppsæti Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins, nú þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni.

Svakaleg dramatík þegar ÍBV kastaði frá sér stigum í toppbaráttunni
Þrátt fyrir að vera manni fleiri og 2-0 yfir þegar tíu mínútur voru eftir urðu Eyjamenn að sætta sig við að fá aðeins eitt stig gegn ÍR, í hádramatískum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Þeir misstu því af dýrmætum stigum í baráttunni um toppsæti deildarinnar.

Spilaði sinn fyrsta leik á Íslandi í 18 ár
Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, Aron Einars Gunnarsson, spilaði sinn fyrsta leik á Íslandi síðan 2006 þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Þórs og Njarðvíkur í Lengjudeildinni í dag.

Fyrsti sigur Dalvíkur/Reynis síðan í fyrstu umferð
Dalvík/Reynir opnaði fallbaráttuna í Lengjudeildinni upp á gátt í dag þegar liðið lagði Gróttu á útivelli 2-3 en þetta var aðeins annar sigur liðsins í sumar og sá fyrsti síðan í fyrstu umferð.

ÍR upp í fjórða sæti Lengjudeildarinnar
ÍR-ingar eru komnir í góða stöðu fyrir lokasprettinn í Lengjudeild karla en liðið lagði Þrótt 1-0 í Breiðholtinu í kvöld.

Eyjamenn skoruðu þrjú mörk á fjórum mínútum
Eyjamenn gerðu frábæra ferð í Grafarvoginn í kvöld og nældu sér í þrjú dýrmæt stig í toppbaráttunni í Lengjudeild karla þegar liðið lagði Fjölni 1-5.

Keflvíkingar unnu Suðurnesjaslaginn
Keflavík vann sinn fimmta sigur í röð í Lengjudeild karla þegar liðið lagði nágranna sína úr Grindavík að velli í kvöld. Afturelding og Leiknir gerðu jafntefli í hinum leik kvöldsins.

Oliver tryggði ÍBV sigur á síðustu stundu í Þjóðhátíðarleiknum
ÍBV vann 2-1 endurkomusigur á Njarðvík í dag í Lengjudeild karla í fótbolta. Það verður því sungnir sigursöngvar á Þjóðhátíðinni í kvöld.

Spilar úti í vetur en kemur svo heim fyrir fullt og allt næsta sumar: „Þetta er fólkið mitt“
Aron Einar Gunnarsson segir tilfinninguna að hafa skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt góða. Hann stefnir á að spila sem atvinnumaður í vetur en á næsta tímabili verður hann alkominn heim til Þórs.