Ástin á götunni

Fréttamynd

Stelpurnar dönsuðu af gleði í Dalnum - myndir

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í gær þátttökurétt í úrslitakeppni EM 2013 með 3-2 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslensku stelpurnar unnu umspilið þar með samanlagt 6-4.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar heldur fyrirliðabandinu hjá landsliðinu

Aron Einar Gunnarsson verður áfram fyrirliði íslenska landsliðsins en það kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu KSÍ í kvöld. Stjórn KSÍ harmar ummæli þau sem Aron Einar Gunnarsson lét falla fyrir landsleik Albaníu og Íslands í undankeppni HM 12. október sl. Ummælin voru ósæmileg og á engan hátt í takt við það starf KSÍ að efla háttvísi sem og samskipti og skilning þjóða á milli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu á móti Dönum

Íslenska 19 ára landslið kvenna tapaði 1-3 á móti Dönum í síðasta leik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Danmörku. Bæði lið voru fyrir leikinn búin að tryggja sér sæti í milliriðlum sem fram fara á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Við ætlum ekki að leggjast í vörn

Ísland mætir í dag Úkraínu í síðari leik liðanna í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2013. Ísland hefur 3-2 forystu eftir fyrri leikinn og dugar því jafntefli til að komast áfram í dag. Þjálfarinn vill fullsetna stúku.

Fótbolti
Fréttamynd

Marklínutæknin tekur völdin

FIFA gefur grænt ljós á nýja tækni sem mun skera úr um hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Litlar líkur á því að þessi tækni verði notuð hér á landi í nánustu framtíð vegna mikils kostnaðar. Frumsýning á heimsmeistaramóti félagsliða.

Fótbolti
Fréttamynd

Sagan með stelpunum

Úkraína þarf að komast í gegnum tvo múra til að "stela“ EM-farseðlinum af stelpunum okkar í seinni umspilsleiknum á Laugardalsvellinum á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Edda: Var ekki sú dömulegasta og ekki sú grennsta

Edda Garðarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu geta tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Valtýr Björn Valtýsson hitti hana á æfingu kvennalandsliðsins, spurði hana út í pistil sinn um útlitsdýrkun hjá íþróttakonum og saman ræddu þau síðan um útlit og heilsu íþróttamanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjö leikmenn í 19 ára landsliðinu spila erlendis

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari 19 ára landsliðs karla, hefur valið 20 leikmenn í landslið Íslands sem leikur í undankeppni Evrópumótsins í Króatíu en síðasta æfingahelgi liðsins verður um komandi helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ari Freyr: Þurfum að hugsa um góðu punktana

Ari Freyr Skúlason átti fínan leik sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins þó hann sé ekki vanur að leika þá stöðu með sínu félagsliði. Ari þurfti að kljást við Xherdan Shaqiri, skærustu stjörnu Sviss, náði að halda honum að mestu niðri.

Fótbolti
Fréttamynd

Kári: Klaufamörk sem við fáum á okkur

"Þetta er algjörlega grátlegt. Við vörðumst vel í klukkutíma eða 70 mínútur. Við fáum á okkur klaufalegt mark. Hannes er með boltann en missir hann og við fáum sex sénsa til að hreinsa en allt kemur fyrir ekki og hann snýr boltann skemmtilega upp í skeytin,“ sagði Kári Árnason annar miðvörður Íslands eftir 2-0 tapið gegn Sviss í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð: Stefnum á þrjú stig eins og við gerum alltaf

Alfreð Finnbogason sem hefur skorað mikið með félagsliði sínu Heerenveen í Hollandi og hann skoraði gegn Noregi í 2-0 sigri Íslands á Laugardalsvelli í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni HM. Ísland mætir liði Sviss á Laugardalsvelli á morgun en Sviss er í efsta sæti riðilsins með 7 stig en Íslands er þar á eftir með 6 stig. Alfreð telur að leikurinn gegn Sviss verði sá erfiðasti fram til þessa í riðlakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Rafn: Það er allt hægt í fótbolta

Ísland og Sviss mætast í undankeppni HM karla í knattspyrnu á morgun á Laugardalsvelli og ríkir mikil eftirvænting fyrir leikinn. Sviss er í efsta sæti E-riðilsins með 7 stig eftir þrjár umferðir en Ísland er þar á eftir með 6 stig. Grétar Rafn Steinsson, leikmaður íslenska landsliðsins varar við of mikill bjartsýni en hefur samt tröllatrú á íslenska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars Lagerbäck: Urðum of bjartsýnir

Íslenska landsliðið hefur unnið sex sigra í undankeppnum HM og EM undanfarin níu ár og í öll sex skiptin hefur íslenska liðið tapað næsta leik. Strákarnir eru nú komnir í þá stöðu á ný að fylgja á eftir sigurleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Pistill: Fordóma ber ekki að umbera

Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hannes: Stefni á að spila erlendis

Hannes Þór Halldórsson aðal markvörður A-landsliðs karla í fótbolta hefur sett stefnuna á að spila erlendis á næsta tímabili. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari telur að Hannes eigi ekki að eiga í vandræðum með finna gott lið til að leika með.

Fótbolti
Fréttamynd

Mál Arons skýrast eftir leikinn gegn Sviss

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta segir enga ákvörðun vera tekna með mál fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar fyrr en eftir landsleikinn gegn Sviss á þriðjudaginn. Aron lét hafa eftir sér óheppileg ummæli um Albaníu á vefmiðlinum fotbolti.net sem hafa dregið dilk á eftir sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Már og Pálmi Rafn kallaðir í íslenska hópinn

Lars Lagerbäck þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta tilkynnti á blaðamannafundi eftir hádegið að Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður Vals og Pálmi Rafn Pálmason leikmaður Lilleström hafi verið kallaðir inn í A-landslið karla fyrir leikinn gegn Sviss á þriðjudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar má ekki spila á móti Sviss

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun ekki spila með íslenska liðinu á móti Sviss á þriðjudaginn. Ástæðan er þó ekki agabann heldur leikbann. Aron Einar fékk sitt annað gula spjald í sigrinum í Albaníu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Úttekt hjá VG: Langfæst mörk innan íslenska landsliðshópsins

Norska blaðið VG hefur gert úttekt á því hversu mörg landsliðsmörk leikmenn liðanna í riðli Noregs (og Íslands) hafa skorað á sínum landsliðsferli. Blaðið fer yfir landsliðshópa þjóðanna fyrir leikina í undankeppni HM í kvöld og þar má sjá að leikmenn í íslenska landsliðshópnum hafa skorað langfæst mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Lagerbäck: Ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland

Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson svöruðu spurningum albanskra blaðamanna á blaðamannafundi sem var haldinn í gær á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu en heimasíða KSÍ segir frá því sem fram fór á fundinum. Ísland og Albanía mætast í undankeppni HM á morgun og er þetta þriðji leikur liðanna í riðlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blatter nýtti tímann vel á Íslandi

Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, var í tveggja daga heimsókn á Íslandi en hélt síðan til Færeyja í dag. Forseti FIFA nýtti tímann til að skoða knattspyrnumannvirki sem og að hann heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við

Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sóknarmennirnir okkar detta út hver á fætur öðrum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss í undankeppni HM út af persónulegum ástæðum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu samkvæmt frétt á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn