Ástin á götunni

Fréttamynd

Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra

Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR fær leik­mann frá Val á láni

Bergdís Fanney Einarsdóttir hefur verið lánuð frá toppliði Vals í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu til KR, toppliðs Lengjudeildarinnar. Mun hún klára tímabilið með KR sem reynir nú að tryggja sér sæti í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leiðin lengri en Davíð Þór hafði vonað

Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH, var nokkuð brattur er hann ræddi við Vísi eftir 0-2 tap sinna manna gegn Rosenborg í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir refsuðu heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé

Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni næsta haust. Mun liðið taka þátt í Evrópubikar félagsliða, FIBA EuroCup. Er þetta í fyrsta sinn í 15 ár sem íslenskt kvennalið tekur þátt í Evrópukeppni. Haukar voru einnig síðasta liðið til að taka þátt.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjö marka sveifla milli leikja

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu stórsigur á ÍBV er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 7-2 sem þýðir að um sjö marka sveiflu er að ræða frá fyrri leik liðanna sem ÍBV vann 4-2 í Vestmannaeyjum.

Íslenski boltinn