Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Frétta­stofa RÚV og rétt­lát máls­með­ferð

Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað.

Innlent
Fréttamynd

Vöknum!

KSÍ hefur á undanförnum árum viljað sýnast fyrirmynd á öllum sviðum og innan sambandsins hafa verið komið á fót ferlum þar sem m.a. eru settar skorður á frelsi einstaklinga að tjá sig, t.d. var knattspyrnudeild og ákveðinn þjálfari í starfi hjá henni sektuð í október 2020 fyrir ummæli sem vart teljast annað en sárasaklaus, þ.e. þjálfarinn sagði í hlaðvarpsþætti að ef ekki yrði tekin tiltekin ákvörðun um leikbann leikmanns KR myndi þjálfarinn „brenna Laugardalinn persónulega sjálfur“.

Skoðun
Fréttamynd

Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G

Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns.

Innlent
Fréttamynd

Sýni­dæmi KSÍ um þöggunar­menningu

Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess.

Skoðun
Fréttamynd

Leikmenn kallaðir nauðgarar á göngu fyrir leik

Arnar Þór Viðarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið kallaðir „nauðgarar“ á gönguferð sinni í morgun í aðdraganda leiksins við Norður-Makedóníu. Slíkt sé erfitt að þola fyrir unga leikmenn og hafi haft áhrif á spennustig þeirra í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ómögulegt að ætla að hringja og biðja um leyfi

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag. Hann kallar eftir skýrum ramma um hverja megi velja í landsliðið í kjölfar þess að stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson úr hópi liðsins fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Aukaþing KSÍ fer fram 2. október

Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til aukaþings laugardaginn 2. október næst komandi. Þar verður nýr formaður auk nýrrar stjórnar sambandsins kosin.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­kvörðun stjórnar KSÍ

Málefni knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Upphaf umræðunnar er að rekja til þess að kona sem kveðst hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmannsins á árinu 2017 steig fram. Afleiðingarnar eru þekktar.

Skoðun
Fréttamynd

KSÍ-málið bætist við þétta dagskrá á Fundi fólksins

Fundur fólksins hefst í dag og segir verkefnastjóri fundarins fólk ekki eiga að missa af neinum viðburði. Síðasti viðburður á þétta dagskrá er umræður Kvenréttindafélags Íslands um menninguna í íþróttahreyfingunni sem ber yfirskriftina Rauða spjaldið: Kynjamisrétti og ofbeldi í íþróttahreyfingunni.

Innlent
Fréttamynd

Slíta öll tengsl við þáttinn í kjölfar umdeildra ummæla

Domino‘s, Thule og Coca Cola hafa slitið samstarfi sínu við íþróttahlaðvarpið The Mike Show í kjölfar gagnrýni á orðræðu þáttastjórnenda. Varða athugasemdirnar meðal annars ummæli sem stjórnendur létu falla um mál KSÍ og ásakanir á hendur landsliðsmönnum. 

Innlent
Fréttamynd

„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“

„Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Ungir iðkendur í áfalli og segist skynja viðhorfsbreytingu

Erfitt hefur reynst að vinna gegn eitraðri menningu sem er rótgróin innan íþrótta karla. Umræða síðustu daga mun þó vonandi flýta fyrir breytingu þar á. Þetta segir Daði Rafnsson, fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, yfirmaður knattspyrnuþróunnar í HK og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

Fótbolti