Saklaus uns sekt er sönnuð? Þórdís Valsdóttir skrifar 8. september 2021 07:32 Ég var 19 ára og ég kærði ekki. Ég gerði allt „samkvæmt bókinni”, í upphafi í það minnsta. Leitaði beint til Neyðarmóttöku LSH í Fossvogi og var skoðuð af lækni og gaf skýrslu. Svo var mér greint frá því hvernig svona mál fara í réttarkerfinu. Um 70% nauðgunarmála komast aldrei í dómsal. Sönnun í slíkum málum er erfið - orð gegn orði, þið vitið. Opinberunin líka erfið. Ég treysti mér ekki í þann slag og reyndi mitt besta að sópa öllu undir teppið. Er maðurinn sem braut á mér saklaus fyrst sekt hans var ekki sönnuð? Já, hann er saklaus fyrir dómi. En ég veit að hann er hvergi nærri saklaus. Umræðan undanfarna mánuði hefur verið erfið fyrir alla þolendur ofbeldis, ég þori að fullyrða það. Okkur er einfaldlega ekki trúað. Er fjarstæðukennt að trúa þeim örfáu þolendum sem greina opinberlega frá þeim brotum sem þær hafa orðið fyrir? Það hljóta allir að sjá að enginn leikur sér að því að opinbera sig með slíkum hætti. Ætlum við virkilega að samþykkja það að háttvirtir karlmenn innan samfélagsins, innan réttarkerfisins, brýni raustina og smáni opinberlega konur sem segja frá, til þess eins að rýra trúverðugleika þeirra? Það er mikilvægt að við áttum okkur öll á því að við erum ekki einungis að tala um eitt ákveðið atvik, eina ákveðna konu og eitt brot. Við erum svo margfalt fleiri. Þetta snýst um rótgróin viðhorf í samfélaginu, í menningu okkar. Við erum í miðri byltingu, byltingu fyrir breyttum viðhorfum og betra réttarkerfi sem vinnur ekki bókstaflega gegn þolendum. Baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ósk mín er ekki sú að konur verði ekki fyrir ofbeldi, heldur sú að karlar hætti að beita konur ofbeldi. Til þess að sú „útópía” geti orðið að veruleika þurfum við öll að leggjast á eitt. Strax í dag. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var 19 ára og ég kærði ekki. Ég gerði allt „samkvæmt bókinni”, í upphafi í það minnsta. Leitaði beint til Neyðarmóttöku LSH í Fossvogi og var skoðuð af lækni og gaf skýrslu. Svo var mér greint frá því hvernig svona mál fara í réttarkerfinu. Um 70% nauðgunarmála komast aldrei í dómsal. Sönnun í slíkum málum er erfið - orð gegn orði, þið vitið. Opinberunin líka erfið. Ég treysti mér ekki í þann slag og reyndi mitt besta að sópa öllu undir teppið. Er maðurinn sem braut á mér saklaus fyrst sekt hans var ekki sönnuð? Já, hann er saklaus fyrir dómi. En ég veit að hann er hvergi nærri saklaus. Umræðan undanfarna mánuði hefur verið erfið fyrir alla þolendur ofbeldis, ég þori að fullyrða það. Okkur er einfaldlega ekki trúað. Er fjarstæðukennt að trúa þeim örfáu þolendum sem greina opinberlega frá þeim brotum sem þær hafa orðið fyrir? Það hljóta allir að sjá að enginn leikur sér að því að opinbera sig með slíkum hætti. Ætlum við virkilega að samþykkja það að háttvirtir karlmenn innan samfélagsins, innan réttarkerfisins, brýni raustina og smáni opinberlega konur sem segja frá, til þess eins að rýra trúverðugleika þeirra? Það er mikilvægt að við áttum okkur öll á því að við erum ekki einungis að tala um eitt ákveðið atvik, eina ákveðna konu og eitt brot. Við erum svo margfalt fleiri. Þetta snýst um rótgróin viðhorf í samfélaginu, í menningu okkar. Við erum í miðri byltingu, byltingu fyrir breyttum viðhorfum og betra réttarkerfi sem vinnur ekki bókstaflega gegn þolendum. Baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ósk mín er ekki sú að konur verði ekki fyrir ofbeldi, heldur sú að karlar hætti að beita konur ofbeldi. Til þess að sú „útópía” geti orðið að veruleika þurfum við öll að leggjast á eitt. Strax í dag. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun