Bragi Bjarnason

Snúið til betri vegar
Hluti af góðri stjórnsýslu sveitarfélaga er að upplýsa íbúa. Það á meðal annars við um þjónustu sem er í boði eða mikilvæg verkefni sem snerta hag okkar íbúa.

Yfir 3000 íbúðir á næstu árum
Uppbygging undanfarinna ára á Suðurlandi hefur verið með ótrúlegum hætti. Íbúðum fjölgar á hverju ári og samhliða byggist upp fjölbreytt atvinnustarfsemi. Atvinnusvæðið er stórt og teygist yfir suðvesturhornið og hluta Suðurlands þar sem einstaklingar og fjölskyldur eru í auknum mæli að velja sér búsetu.

Lyftistöng fyrir samfélagið
Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg.

Flugvöllur í Hvassahrauni eða Árborg?
Staðsetning nýs flugvallar hefur lengi verið í umræðunni. Þar hafa nokkur svæði verið nefnd sem álitlegir kostir til að þjóna innanlandsflugi, alþjóðaflugi, vöruflutningum og sem varaflugvöllur fyrir Keflavík.

Af hverju þetta tímabundna álag á útsvarið?
Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning.

Skipulagsmál og uppbygging í Árborg
Uppbyggingin í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið með ótrúlegu móti undanfarin ár og haft töluverð áhrif á samfélagið. Í því samhengi ber að horfa til bæði jákvæðra og neikvæðra áhrifa enda skiptir miklu máli í vaxandi samfélagi að skipulag og framtíðarsýn sé til staðar sem styður við slíkan vöxt.

Aukinn kraftur með hækkandi sól
Páskafrí er í loftinu, fermingar og hið séríslenska “páskahret” örugglega í veðurkortunum, þó við værum öll fegin að losna við það. Þetta eru ákveðnir vorboðar, líkt og lóan, sem er komin aftur og ekki má gleyma holótta malbikinu, sandinum á gangstéttum eða brotnum kantsteinum eftir veturinn. Það er þó allt til bóta með hækkandi sól.

Sóknarfærin eru til staðar
Samfélagið okkar er ótrúlega fjölbreytt og kannski sem betur fer höfum við ekki öll sömu skoðun á hlutunum. Allt frá því að horfa til þess hvað við erum örugg á Íslandi fyrir stríðsátökum en á móti vanmáttug gagnvart móður náttúru.

Brúin verður byggð í Árborg
Það er ekkert nýtt í umræðunni að bæjarstjórn Árborgar standi í erfiðu verkefni við að endurskipuleggja rekstur okkar góða sveitarfélags. Slíkt fær þó á sig aðra mynd þessa dagana þegar við horfum á aðstæður nágranna okkar í Grindavík.

Auknar tekjur og valfrelsi í Árborg
Jafn falleg og haustin geta verið þá eru þau líka annasöm. Síðasti séns að hefja verkefni sem áttu að klárast á árinu, stutt í jólin og skipulag næsta árs hafið.

Dagleg rútína að hefjast
Það hefur sannarlega verið líf og fjör í Sveitarfélaginu Árborg í sumar þar sem bæjarhátíðir, íþróttamót og aðrir viðburðir hafa verið um nánast hverja helgi fyrir okkur íbúa og gesti að njóta. Hin daglega rútína brestur síðan á nú þegar skólarnir hefjast með tilheyrandi viðbótartraffík á morgnana þegar allir þurfa að komast á sína staði.

Sumarið kemur og fer en það er alltaf von
Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg.

Íbúasamráð um breytt deiliskipulag!
Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan.

Mikilvægt að upplýsa íbúa
Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli.

Ríki og sveitarfélög gangi í takt!
Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir.

Fyrirsjáanleg íbúafjölgun og uppbygging í Árborg?
Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár.

Breytt hugsun stjórnenda
Hlutverk stjórnandans er margslungið og fjölbreytt og einstaklingar í því starfi sjá það eðlilega ekki allir eins. Hver mótar sinn stjórnunarstíl út frá karakter, námi, reynslu, vinnustaðamenningu og fleiri þáttum sem geta verið meðfæddir eða lærðir.

Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga
Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða.

Vel gert Vinnumálastofnun - góð nálgun
Það er vert að hrósa þegar hlutir ganga að manni finnst í rétta átt. Auðvitað ekki allir sammála um það eða hvort það sé verið að gera nægjanlega mikið eða hreinlega of mikið.