Ríki og sveitarfélög gangi í takt! Bragi Bjarnason skrifar 26. október 2022 10:31 Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Þar er mikilvægur vettvangur til að efla samstarfið og læra hvert af öðru enda verkefni sveitarfélaga í grunninn þau sömu, þótt áskoranirnar geti verið mismunandi eftir samfélögum og staðsetningu. Krefjandi rekstrarumhverfi Það kom skýrt fram hjá bæði hagfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum að rekstrarumhverfið sé þungt. Sveitarfélögin eru í heildina um 20 milljörðum frá sjálfbærni í rekstri árið 2021 og heildarafkoma íslenskra sveitarfélaga hefur verið neikvæð undanfarin fimmtán ár. Því miður er ekkert sem bendir til að sú þróun sé að snúast við. Það var því sterkur samhljómur milli fjármálaráðstefnunnar og landsþings sveitarfélaga um aðgerðir til að efla rekstur sveitarfélaga. Sérstaklega var vísað í tillögur starfshóps um tekjustofna sveitarfélaga þar sem bæði komu að fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneytis. Því miður náðist ekki sameiginleg sýn á lausnir milli þessara aðila en vandinn er augljós. Þyngst vegur skortur á fjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks. Þar er áætlaður heildarhalli sveitarfélaga árið 2021 um 10 milljarðar króna. Þá þarf að skoða breytingar á skiptingu fjármagnstekjuskatts, kostnaðarmat á reglugerðir, þátttöku í byggingu framhaldsskóla, hjúkrunarheimila og fleira. Yfirlýsing innviðaráðherra á fjármálaráðstefnunni um fimm milljarða viðbótarframlag er jákvætt skref en einungis plástur á opið beinbrot sem nær þannig aldrei að gróa. Það er í raun sorgleg niðurstaða að vinna starfshópa skili ekki neinum sameiginlegum aðgerðum. Það eru ódýrar útskýringar hjá ráðuneytum að tala um óráðsíu eða ofþjónustu þegar sveitarfélögin eru einfaldlega að reyna sitt besta til að þjónusta alla íbúa með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Það hefur verið auðvelt að taka upp og setja nýjar reglugerðir á undanförnum árum en sleppa kostnaðarmati. Það þarf alltaf einhver að greiða fyrir aukna þjónustu, hvort sem hún telst lögbundin eða ólögbundin. Lögbundin eða ólögbundin verkefni? Kannski er orðið úrelt hugtak að tala um lögbundin verkefni sveitarfélaga. Sveitarfélög veita þjónustu í sínu nærsamfélagi og þótt rekstur leikskóla, frístundastarf eða uppbygging íþróttamannvirkja teljist sem dæmi ekki til lögbundinna verkefna, má telja óraunhæft í samfélagi dagsins í dag að bjóða ekki upp á slíkt. Ég held að ekkert sveitarfélag skorist undan þeirri ábyrgð að rekstur þess sé eins hagkvæmur og kostur er en því miður þá duga grunntekjustofnar ekki til að standa undir þjónustu og innviðauppbyggingu. Ég held að samtal ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og aukin framlög til reksturs sveitarfélaganna þurfi að nálgast með þessar staðreyndir í huga. Þetta eru ekki verkefni sem sveitarfélögin velja úr heldur mynda þau í heildina samfélag og það er samvinnuverkefni okkar allra. Það er mín innilega von að samtal fulltrúa sveitarfélaga og ríkisins sé lausnarmiðað þar sem horft er til framtíðar og farsældar. Höfundur er formaður bæjaráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Efni sem vísað er til í greininni: https://www.visir.is/g/20212195715d https://www.samband.is/vidburdir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga-2/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Málefni fatlaðs fólks Bragi Bjarnason Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Þar er mikilvægur vettvangur til að efla samstarfið og læra hvert af öðru enda verkefni sveitarfélaga í grunninn þau sömu, þótt áskoranirnar geti verið mismunandi eftir samfélögum og staðsetningu. Krefjandi rekstrarumhverfi Það kom skýrt fram hjá bæði hagfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum að rekstrarumhverfið sé þungt. Sveitarfélögin eru í heildina um 20 milljörðum frá sjálfbærni í rekstri árið 2021 og heildarafkoma íslenskra sveitarfélaga hefur verið neikvæð undanfarin fimmtán ár. Því miður er ekkert sem bendir til að sú þróun sé að snúast við. Það var því sterkur samhljómur milli fjármálaráðstefnunnar og landsþings sveitarfélaga um aðgerðir til að efla rekstur sveitarfélaga. Sérstaklega var vísað í tillögur starfshóps um tekjustofna sveitarfélaga þar sem bæði komu að fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneytis. Því miður náðist ekki sameiginleg sýn á lausnir milli þessara aðila en vandinn er augljós. Þyngst vegur skortur á fjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks. Þar er áætlaður heildarhalli sveitarfélaga árið 2021 um 10 milljarðar króna. Þá þarf að skoða breytingar á skiptingu fjármagnstekjuskatts, kostnaðarmat á reglugerðir, þátttöku í byggingu framhaldsskóla, hjúkrunarheimila og fleira. Yfirlýsing innviðaráðherra á fjármálaráðstefnunni um fimm milljarða viðbótarframlag er jákvætt skref en einungis plástur á opið beinbrot sem nær þannig aldrei að gróa. Það er í raun sorgleg niðurstaða að vinna starfshópa skili ekki neinum sameiginlegum aðgerðum. Það eru ódýrar útskýringar hjá ráðuneytum að tala um óráðsíu eða ofþjónustu þegar sveitarfélögin eru einfaldlega að reyna sitt besta til að þjónusta alla íbúa með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Það hefur verið auðvelt að taka upp og setja nýjar reglugerðir á undanförnum árum en sleppa kostnaðarmati. Það þarf alltaf einhver að greiða fyrir aukna þjónustu, hvort sem hún telst lögbundin eða ólögbundin. Lögbundin eða ólögbundin verkefni? Kannski er orðið úrelt hugtak að tala um lögbundin verkefni sveitarfélaga. Sveitarfélög veita þjónustu í sínu nærsamfélagi og þótt rekstur leikskóla, frístundastarf eða uppbygging íþróttamannvirkja teljist sem dæmi ekki til lögbundinna verkefna, má telja óraunhæft í samfélagi dagsins í dag að bjóða ekki upp á slíkt. Ég held að ekkert sveitarfélag skorist undan þeirri ábyrgð að rekstur þess sé eins hagkvæmur og kostur er en því miður þá duga grunntekjustofnar ekki til að standa undir þjónustu og innviðauppbyggingu. Ég held að samtal ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og aukin framlög til reksturs sveitarfélaganna þurfi að nálgast með þessar staðreyndir í huga. Þetta eru ekki verkefni sem sveitarfélögin velja úr heldur mynda þau í heildina samfélag og það er samvinnuverkefni okkar allra. Það er mín innilega von að samtal fulltrúa sveitarfélaga og ríkisins sé lausnarmiðað þar sem horft er til framtíðar og farsældar. Höfundur er formaður bæjaráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Efni sem vísað er til í greininni: https://www.visir.is/g/20212195715d https://www.samband.is/vidburdir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga-2/
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar