
Þjóðadeild kvenna í fótbolta

Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir
Ísland mátti þola 3-2 tap gegn Frakklandi ytra í A-deild Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Ísland er með eitt stig að loknum tveimur leikjum.

Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn í tæp fjögur ár, þegar liðið mætir Frakklandi í Þjóðadeildinni í fótbolta í Le Mans í kvöld.

Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni
Noregur lagði Sviss 2-1 í riðli Íslands í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu.

Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu
Eugénie Le Sommer hefur skorað þrjú mörk gegn Íslandi á sínum magnaða ferli. Hún mun slá stórt met með því að spila fyrir Frakka gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, í Le Mans. Glódís Perla Viggósdóttir spilar jafnframt tímamótaleik.

Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland
Þjálfari Frakklands nefndi Sveindísi Jane Jónsdóttur sérstaklega þegar hann ræddi um mótherjana fyrir slag Frakklands og Íslands í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í kvöld.

Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik
Kærustuparið Pernille Harder og Magdalena Eriksson mættust í gærkvöldi á fótboltavellinum og báru þær báðar fyrirliðaband þjóða sinna. Harder er fyrirliði danska landsliðsins en Eriksson er fyrirliði þess sænska.

Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland
Frakkland kom sér fyrir á toppi riðils Íslands í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta í kvöld, með 1-0 sigri gegn Noregi á heimavelli.

Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik
Elísabet Gunnarsdóttir var örfáum mínútum frá algjörri draumabyrjun sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta. Liðið tapaði hins vegar, 3-2, gegn heimsmeisturum Spánar í Valencia í kvöld.

„Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“
„Mér fannst við spila fínt í fyrri hálfleik og gerðum ágætlega á köflum þar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli er liðið heimsótti Sviss í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast
Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliði Íslands sem mætir Sviss í dag í Þjóðadeildinni en þetta er fyrsti leikurinn í nýjustu útgáfu af keppninni. Þorsteinn Halldórsson hefur gefið út byrjunarliðið sitt fyrir leikinn sem hefst nú klukkan 18.00.

Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum
Montse Tomé, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi Jenni Hermoso ekki í landsliðshópinn sem spilar við Belgíu og England í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði.

Amanda meidd og Ásdís kemur inn
Ein breyting hefur verið gerð á landsliðshópi kvenna í fótbolta fyrir komandi leiki við Sviss og Frakkland í Þjóðadeildinni.

Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg
Þorsteinn Halldórsson valdi í gær landsliðshóp fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í Þjóðadeildinni. Spilað verður knappt og verður riðlakeppninni lokið fyrir EM í sumar.

Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, lætur það ekki trufla sig neitt þó að leikmenn gagnrýni hann fyrir liðsval líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði í viðtali við eina vinsælustu íþróttasíðu heims. Dagný er nú komin í landsliðið að nýju, á eins árs afmælisdegi yngri sonar síns.

Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn.

Svona var blaðamannafundur KSÍ
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn.

Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram
Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega.

Ísland í riðli með Frökkum og Maríu
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í erfiðum riðli í næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar en dregið var í riðla í dag.

Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kemst að því í hádeginu í dag hverjir verða mótherjar liðsins í Þjóðadeild kvenna á næsta ári.

Svona var blaðamannafundur KSÍ
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, kynnti í dag leikmannahópinn sem byrjar keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í næsta mánuði. Bein útsending var á Vísi.

Andaði léttar er martraðarriðill þaut hjá
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var í pottinum þegar dregið var í undankeppni EM 2025 í fótbolta í gær. Landsliðsþjálfarinn andaði léttar eftir að Ísland slapp við sannkallaðan martraðarriðil. Áttfaldir Evrópumeistarar bíða þó Stelpnanna okkar.

Ísland í riðli með sigursælasta liði EM
Ísland lenti í riðli með áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands, í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna sem fram fer í Sviss.

Stelpurnar gætu lent í riðli með bæði heims- og Evrópumeisturum
Í hádeginu kemur í ljós hvernig riðill íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta lítur út þegar stelpurnar okkar reyna að tryggja sig inn á fimmta Evrópumótið í röð.

Fagnaði barnalukku kærustunnar með því að stinga boltanum inn á sig
Við þekkjum það þegar verðandi feður fagna óléttu konu sinnar með því að fagna marki með því að stinga boltanum inn á sig. Sænska knattspyrnukonan Filippa Angeldahl lék þetta eftir í stórsigri Svía á Bosníu á dögunum.

„Gerði mig sterkari“
Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir það hafi verið sárt að vera sett út úr landsliðinu eftir að hún kærði fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins fyrir kynferðislegt áreiti í verðlaunaafhendingunni á HM í Ástralíu .

Spánn varð fyrsti Þjóðadeildarmeistarinn
Spánn er fyrsti Þjóðadeildarmeistari í kvennaflokki eftir 2-0 sigur gegn Frakklandi í úrslitaleik.

„Um leið og við jöfnuðum vissi ég að við værum að fara að vinna“
„Ég mydi segja að við unnum baráttuna í dag, fyrst og fremst,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í dag.

Risasigur skilaði Noregi í A-deild
María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska kvennalandsliðinu í fótbolta munu leika í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 5-0 risasigur gegn Króatíu í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu.

„Munum gera allt til þess að koma okkur á EM“
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að Ísland muni leika í A-deild Þjóðadeildar.