Laufey Lín

Öskur á tónleikum Laufeyjar öfugt ofan í aðdáendur
Hópur tónleikagesta á tónleikum Laufeyjar Lín Jónsdóttur sem fóru fram í Dallas borg í Texas á dögunum virtust missa sig í gleðinni á tónleikunum, og öskruðu með söngkonunni í stað þess að syngja.

Laufey í Vogue ásamt Rihönnu
Tónlistarkonan Laufey fer mikinn í nýjasta myndaröð kínverska Vogue þar sem kollegi hennar Rihanna prýðir forsíðuna. Ljósmyndarinn Arseny Jabiev tók myndirnar af Laufey sem tónlistarkonan deildi á Instagram í gærkvöldi.

Eyþór Ingi tók lag með Laufeyju Lin
Í þættinum Kvöldstund með Eyþóri Inga á föstudagskvöldið á Stöð 2 voru allskonar lög tekin. GDRN mætti sem gestasöngkona en einn flutningur vakti sérstaka athygli.

Daði Freyr og Laufey spila á Lollapalooza
Tveir Íslendingar munu koma fram á Lollapalooza tónlistarhátíðinni í Chicago-borg í Bandaríkjunum í sumar, Daði Freyr og Laufey.

Glæsilegt eftirpartý Laufeyjar á Edition
Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Jónsdóttir fagnaði með fjölskyldu og vinum í eftirpartýi á skemmtistaðnum Sunset á lúxushótelinu Edition við Reykjavíkurhöfn á sunnudagskvöld eftir þriggja daga tónleikahald í Eldborgarsal Hörpu.

Patr!k og Laufey meðal handhafa Íslensku tónlistarverðlaunanna
Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld í Silfurbergi í Hörpu. Fjöldi tónlistarmanna steig á svið og var veislustjórn í höndum mandólínleikarans og Geirfuglsins Freys Eyjólfssonar.

Laufey kenndi Elizu að sitja fyrir sjálfum
Eliza Reid forsetafrú fékk kennslu í sjálfutöku frá sjálfum Grammy-verðlaunahafanum Laufeyju Lín á tónleikunum hennar í Eldborg í gær.

„Ég er mjög stolt af því að vera íslensk“
„Ég er mjög stolt af því að vera íslensk,“ sagði tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar henni var veitt heiðursviðurkenning forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Hún hefur farið sigurför um heiminn undanfarið og fékk viðurkenninguna fyrir að bera hróður Íslands víða um heim með tónlist sinni.

Einar og Áslaug áttu fjölskyldustund með Laufeyju
Þeir örfáu sem mættu ekki á tónleika Laufeyjar Línar í Hörpu í gær en áttu þó miða munu naga sig lengi í handabökin enda mál manna að um hafi verið að ræða einstaka kvöldstund.

Kerecis hlýtur Útflutningsverðlaunin og Laufey heiðruð
Líftæknifyrirtækið Kerecis hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2024. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Laufey Lín Jónsdóttir heiðruð fyrir störf sín á alþjóðavettvangi.

Tárin runnu niður kinnar
Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum.

Ferðatösku Laufeyjar stolið
Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld.

Elton John við Laufeyju: „Sem tónlistarmaður veit ég hve góður tónlistarmaður þú ert“
Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Laufey er nýjasti gestur bresku tónlistargoðsagnarinnar Elton John í hlaðvarpinu hans, Rocket Hour. Í þættinum fer hann fögrum orðum um tónlist Laufeyjar.

Best klæddu á Grammys: Laufey skein skært í Chanel
Grammy verðlaunin fóru fram í 66. skipti í gærkvöldi með pomp og prakt í Crypto höllinni í Los Angeles. Stjörnurnar glitruðu á rauða dreglinum í sínu allra fínasta pússi og þar á meðal voru Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín og Ólafur Arnalds, sem hlaut tilnefningu.

Laufey spilaði á selló með Billy Joel
Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel.

Laufey hlaut Grammy-verðlaun
Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched.

Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld
Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds.

Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins.

Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði
Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars.

Stjörnulostinn þingmaður tíu árum síðar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var stjörnulostin þegar hún rakst á tvíburasysturnar Laufeyju Lín og Juniu Lin Jónsdætur í verslun í Garðabænum.

Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel
Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi.


Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“
„Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag.

Hæstánægð með metvinsældir sem þó komi mikið á óvart
„Ég er mjög ánægð. Það er mjög skemmtilegt að sjá svona tölur,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir, innt eftir viðbrögðum við fréttum af því að hún hafi slegið stórstjörnum á borð við Tony Bennett og Lady Gaga við, með útgáfu djassplötu sinnar.

Fannst sárt að sjá fólk verja Íslensku óperuna
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir gagnrýnir uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly harðlega. Sýningin vakti mikið umtal í síðustu viku í kjölfar þess sem hópurinn var sakaður um menningarnám.

Ömurlegt að upplifa sig sem útlending á Íslandi
„Það var ótrúlega gaman að sjá framan í fólkið, sem ég sé bara myndir af á netinu,“ segir Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona. Hún var að ljúka sínu fyrsta „sóló“ tónleikaferðalagi.

Kítón, Gjugg og Laufey Lín á meðal verðlaunahafa
Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í Hörpu í gær 1. desember. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

„Jólin eru tíminn fyrir okkur að vera á einum stað og njóta“
Tónlistarkonan Laufey er með sanni rísandi súperstjarna í hinum stóra tónlistarheimi og hefur haldið tónleika víðsvegar. Hérlendis hélt hún tvenna uppselda tónleika í Hörpu í lok október og kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves fyrir stútfullum sal í Fríkirkjunni á milli þess sem hún var í tónleikaferðalagi um Evrópu.

„Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“
Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir.

Laufey Lín með eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna
Tónlistarkonan og djass söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir situr í tíunda sæti yfir vinsælustu nýju plöturnar á topplista Spotify í Bandaríkjunum. Platan heitir Everything I Know About Love og kom út 26. ágúst síðastliðinn.