Bandaríkin

Fréttamynd

Öldungadeildarþingmaður ræðir við Kínverja sem Pompeo sendir tóninn

Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu ára fangelsis krafist

Yfirvöld í Bandaríkjunum handtóku Daniel Everette Hale, fyrrverandi upplýsingagreinanda hjá þjóðaröryggisstofnuninni NSA, í gær.

Erlent
Fréttamynd

Manning laus úr fangelsi

Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu.

Erlent
Fréttamynd

Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024

Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024.

Erlent
Fréttamynd

Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum

Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran.

Erlent
Fréttamynd

Af­glæpa­væða of­skynjunar­sveppi

Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Skammaði Breta fyrir mögulegt samstarf við Huawei

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skammaði Breta, einhverja helstu bandamenn Bandaríkjanna, þegar hann flutti ræðu í London í dag, vegna mögulegrar samvinnu þeirra við Kína og tæknirisann Huawei.

Erlent
Fréttamynd

Skaut táning sem var að leika sér með loftbyssur með vinum sínum

Fjölskylda fjórtán ára drengs sem skotinn var af lögregluþjóni í Oklahoma í mars, undirbýr nú lögsókn gegn lögreglunni vegna árásarinnar. Lögsóknin byggir á myndbandi úr vestismyndavél lögregluþjóna sem kallaðir voru til vegna unglinga sem voru að leika sér með loftbyssur í yfirgefnu húsi.

Erlent