Bandaríkin 21 ár í fangelsi fyrir að gefa tvífara sínum eitraða ostaköku Viktoria Nasyrova, 47 ára gömul rússnesk kona, hefur verið dæmd í 21 árs fangelsi fyrir að eitra fyrir tvífara sínum í ágúst árið 2016. Gaf hún henni eitraða ostaköku en tvífarinn, sem einnig er rússnesk kona, lifði atvikið af. Erlent 20.4.2023 10:08 Leyniþjónustan gómaði barn Barn náði að troða sér í gegnum girðinguna hjá Hvíta húsinu, bústað forseta Bandaríkjanna, í gær. Viðvörunarkerfi leyniþjónustu Bandaríkjanna fór við það í gang. Fulltrúum hennar tókst að hafa uppi á barninu og koma því aftur til foreldra sinna. Erlent 19.4.2023 14:26 Bílastæðahús á Manhattan hrundi Bílastæðahús hrundi á Manhattan í New York-borg í gær. Einn lést og fimm slösuðust er bílar á efstu hæð hússins hrundu niður. Ekki er talið að neinn sé enn grafinn í rústunum. Erlent 19.4.2023 08:28 Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkniefnum Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni. Tónlist 19.4.2023 07:46 Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. Erlent 18.4.2023 20:22 Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Innlent 18.4.2023 19:30 Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. Erlent 18.4.2023 15:43 Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. Innlent 18.4.2023 11:09 Maður á níræðisaldri ákærður fyrir að skjóta ungling sem fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum hefur ákært 84 ára gamlan hvítan karlmann fyrir að skjóta svartan unglingsdreng sem fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri bræður sína. Drengurinn var meðal annars skotinn í höfuðið en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Erlent 18.4.2023 08:35 Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent 18.4.2023 07:45 Handteknir grunaðir um að reka kínverska lögreglustöð í New York Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag tvo menn sem grunaðir eru um að vera útsendarar kínverska ríkisins, meðal annars með því að ógna kínverskum andófsmönnum í Bandaríkjunum. Mennirnir eru sagðir tengjast dularfullri kínverskri útvarðastöð í New York-borg, hvar þeir voru handteknir. Erlent 17.4.2023 22:56 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. Tónlist 17.4.2023 16:27 Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. Erlent 17.4.2023 15:42 Óperudraugurinn hefur sungið sitt síðasta Sýningin um Óperudrauginn var sýnd í síðasta sinn á Broadway í gær. Óperan var sýnd í 35 ár í leikhúsum Broadway og enduðu sýningarnar á að vera tæplega fjórtán þúsund talsins. Menning 17.4.2023 14:51 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. Erlent 17.4.2023 13:40 Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. Erlent 17.4.2023 12:11 Bein útsending: Hættu við fyrsta geimskot Starship í dag Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna að því að skjóta geimfarinu Starship út í geim í fyrsta sinn. Til þess verður Super Heavy, stærsta eldflaug heimsins notuð. Erlent 17.4.2023 10:30 Máli Dominion gegn Fox frestað vegna sáttaumleitana Dómarinn í máli Dominion Voting Systems gegn Fox News hefur frestað fyrirtöku málsins um sólahring. Til stóð að málflutningur hæfist í dag en honum hefur verið frestað fram á morgun. Erlent 17.4.2023 07:42 Ferillinn fór á flug eftir örlagaríka listasýningu vestanhafs „Ég fór úr því að vera einn í kjallara heima hjá mér að mála í einhverju ströggli og yfir í að geta allt í einu farið að lifa á því að gera myndlist, sem virðist hafa gerst á einni nóttu,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason, sem hefur verið að gera góða hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur fer eigin leiðir í listinni og er óhræddur við að kafa djúpt inn á við í sinni listsköpun en hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 17.4.2023 07:00 Fjöldaskotárás í afmælisveislu í Alabama Fjórir eru látnir og allt að tuttugu særðir vegna fjöldaskotárásar í borginni Dadeville í Alabama. Skotárásin átti sér stað klukkan um hálf ellefu að staðartíma í gærkvöldi. Flest þeirra sem urðu fyrir skotárásinni eru sögð vera á táningsaldri. Erlent 16.4.2023 14:43 Rændi banka til að fjármagna kvikmynd Bandarískur karlmaður sem rændi banka síðastliðið sumar til að fjármagna tökur á kvikmynd var dæmdur í tíu ára fangelsi í Flórída-ríki fyrir ránið. Maðurinn náði að hafa á brott með sér rúmlega fjögur þúsund dollara í seðlum úr bankanum en var handtekinn síðar eftir ábendingar til lögreglu. Erlent 16.4.2023 09:56 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. Erlent 15.4.2023 23:56 Trump malar gull á ákærunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur safnað meira en 34 milljónum dala í kosningasjóð sinn á þessu ári. Fjárveitingar til hans jukust mjög eftir að hann var ákærður í New York í síðastan mánuði. Erlent 15.4.2023 18:45 Lést í bílslysi skömmu eftir jarðarför eiginmannsins Sara Nowak, 42 ára gömul kona frá Wisconsin, lést í bílslysi einungis fimm klukkustundum eftir jarðarför eiginimannsins, Louis Nowak. Patricia Cartwright, móðir konunnar, segir þetta erfitt en það sé huggun harmi gegn að þau séu nú saman í eftirlífinu. Erlent 15.4.2023 13:27 Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða. Lífið 15.4.2023 09:01 Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum. Erlent 15.4.2023 08:00 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. Erlent 14.4.2023 16:45 Jennifer Coolidge ein áhrifamesta manneskja heims Bandaríska tímaritið Time hefur birt árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Leikkonan vinsæla Jennifer Coolidge er ein af þeim sem nefnd er á listanum í ár og prýðir hún forsíðu blaðsins. Lífið 14.4.2023 11:31 Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33 Stálu gríðarlegu magni af klinki Þjófar sem brutust inn í flutningabíl sem lagður var yfir nótt á bílastæði í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum höfðu á brott með sér gríðarlegt magn af klinki sem var verið að geyma í bílnum. Alls var magnið af klinkinu í bílnum sjö hundruð og fimmtíu þúsund dollara virði en talið er að þjófarnir hafi náð að taka um hundrað þúsund dollara virði með sér. Erlent 14.4.2023 08:49 « ‹ 72 73 74 75 76 77 78 79 80 … 334 ›
21 ár í fangelsi fyrir að gefa tvífara sínum eitraða ostaköku Viktoria Nasyrova, 47 ára gömul rússnesk kona, hefur verið dæmd í 21 árs fangelsi fyrir að eitra fyrir tvífara sínum í ágúst árið 2016. Gaf hún henni eitraða ostaköku en tvífarinn, sem einnig er rússnesk kona, lifði atvikið af. Erlent 20.4.2023 10:08
Leyniþjónustan gómaði barn Barn náði að troða sér í gegnum girðinguna hjá Hvíta húsinu, bústað forseta Bandaríkjanna, í gær. Viðvörunarkerfi leyniþjónustu Bandaríkjanna fór við það í gang. Fulltrúum hennar tókst að hafa uppi á barninu og koma því aftur til foreldra sinna. Erlent 19.4.2023 14:26
Bílastæðahús á Manhattan hrundi Bílastæðahús hrundi á Manhattan í New York-borg í gær. Einn lést og fimm slösuðust er bílar á efstu hæð hússins hrundu niður. Ekki er talið að neinn sé enn grafinn í rústunum. Erlent 19.4.2023 08:28
Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkniefnum Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni. Tónlist 19.4.2023 07:46
Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. Erlent 18.4.2023 20:22
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Innlent 18.4.2023 19:30
Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. Erlent 18.4.2023 15:43
Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. Innlent 18.4.2023 11:09
Maður á níræðisaldri ákærður fyrir að skjóta ungling sem fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum hefur ákært 84 ára gamlan hvítan karlmann fyrir að skjóta svartan unglingsdreng sem fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri bræður sína. Drengurinn var meðal annars skotinn í höfuðið en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Erlent 18.4.2023 08:35
Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent 18.4.2023 07:45
Handteknir grunaðir um að reka kínverska lögreglustöð í New York Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag tvo menn sem grunaðir eru um að vera útsendarar kínverska ríkisins, meðal annars með því að ógna kínverskum andófsmönnum í Bandaríkjunum. Mennirnir eru sagðir tengjast dularfullri kínverskri útvarðastöð í New York-borg, hvar þeir voru handteknir. Erlent 17.4.2023 22:56
Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. Tónlist 17.4.2023 16:27
Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. Erlent 17.4.2023 15:42
Óperudraugurinn hefur sungið sitt síðasta Sýningin um Óperudrauginn var sýnd í síðasta sinn á Broadway í gær. Óperan var sýnd í 35 ár í leikhúsum Broadway og enduðu sýningarnar á að vera tæplega fjórtán þúsund talsins. Menning 17.4.2023 14:51
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. Erlent 17.4.2023 13:40
Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. Erlent 17.4.2023 12:11
Bein útsending: Hættu við fyrsta geimskot Starship í dag Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna að því að skjóta geimfarinu Starship út í geim í fyrsta sinn. Til þess verður Super Heavy, stærsta eldflaug heimsins notuð. Erlent 17.4.2023 10:30
Máli Dominion gegn Fox frestað vegna sáttaumleitana Dómarinn í máli Dominion Voting Systems gegn Fox News hefur frestað fyrirtöku málsins um sólahring. Til stóð að málflutningur hæfist í dag en honum hefur verið frestað fram á morgun. Erlent 17.4.2023 07:42
Ferillinn fór á flug eftir örlagaríka listasýningu vestanhafs „Ég fór úr því að vera einn í kjallara heima hjá mér að mála í einhverju ströggli og yfir í að geta allt í einu farið að lifa á því að gera myndlist, sem virðist hafa gerst á einni nóttu,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason, sem hefur verið að gera góða hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur fer eigin leiðir í listinni og er óhræddur við að kafa djúpt inn á við í sinni listsköpun en hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 17.4.2023 07:00
Fjöldaskotárás í afmælisveislu í Alabama Fjórir eru látnir og allt að tuttugu særðir vegna fjöldaskotárásar í borginni Dadeville í Alabama. Skotárásin átti sér stað klukkan um hálf ellefu að staðartíma í gærkvöldi. Flest þeirra sem urðu fyrir skotárásinni eru sögð vera á táningsaldri. Erlent 16.4.2023 14:43
Rændi banka til að fjármagna kvikmynd Bandarískur karlmaður sem rændi banka síðastliðið sumar til að fjármagna tökur á kvikmynd var dæmdur í tíu ára fangelsi í Flórída-ríki fyrir ránið. Maðurinn náði að hafa á brott með sér rúmlega fjögur þúsund dollara í seðlum úr bankanum en var handtekinn síðar eftir ábendingar til lögreglu. Erlent 16.4.2023 09:56
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. Erlent 15.4.2023 23:56
Trump malar gull á ákærunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur safnað meira en 34 milljónum dala í kosningasjóð sinn á þessu ári. Fjárveitingar til hans jukust mjög eftir að hann var ákærður í New York í síðastan mánuði. Erlent 15.4.2023 18:45
Lést í bílslysi skömmu eftir jarðarför eiginmannsins Sara Nowak, 42 ára gömul kona frá Wisconsin, lést í bílslysi einungis fimm klukkustundum eftir jarðarför eiginimannsins, Louis Nowak. Patricia Cartwright, móðir konunnar, segir þetta erfitt en það sé huggun harmi gegn að þau séu nú saman í eftirlífinu. Erlent 15.4.2023 13:27
Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða. Lífið 15.4.2023 09:01
Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum. Erlent 15.4.2023 08:00
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. Erlent 14.4.2023 16:45
Jennifer Coolidge ein áhrifamesta manneskja heims Bandaríska tímaritið Time hefur birt árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Leikkonan vinsæla Jennifer Coolidge er ein af þeim sem nefnd er á listanum í ár og prýðir hún forsíðu blaðsins. Lífið 14.4.2023 11:31
Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33
Stálu gríðarlegu magni af klinki Þjófar sem brutust inn í flutningabíl sem lagður var yfir nótt á bílastæði í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum höfðu á brott með sér gríðarlegt magn af klinki sem var verið að geyma í bílnum. Alls var magnið af klinkinu í bílnum sjö hundruð og fimmtíu þúsund dollara virði en talið er að þjófarnir hafi náð að taka um hundrað þúsund dollara virði með sér. Erlent 14.4.2023 08:49
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent