Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Rúnar: Lékum ekki vel

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var alls ekki nógu ánægður með leik sinna manna í Færeyjum í kvöld en sagði engu að síður gott að vinna.

Fótbolti
Fréttamynd

Fínn sigur hjá KR í Færeyjum

KR er í fínum málum í Evrópudeildinni eftir 1-3 sigur á ÍF Fuglafjörður í Færeyjum í kvöld. Það þarf því mikið til að KR komist ekki áfram í næstu umferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Útvarp KR í beinni frá Færeyjum

Útvarp KR 98,3 verður með beina lýsingu frá Evrópuleik KR gegn ÍF Fuglafjörður í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og fer fram á Gundadalnum í Færeyjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport

UEFA og 365 miðlar hafa gert samkomulag um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára, 2012-2015. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð ásamt samantektarþáttum sýndar á Stöð 2 sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil, 2012-2015.

Fótbolti
Fréttamynd

Bikarmeistaralið FH fer til Madeira í Evrópudeildinni

FH leikur gegn CD Nacional frá Portúgal í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en dregið var í dag. Bikarmeistararnir úr Hafnarfirði fara beint inn í 2. umferð keppninnar og fara leikirnir fram 14. og 21. júlí. CD Nacional er frá portúgölsku eyjunni Madeira en liðið endaði í sjötta sæti í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður Smári og félagar fá sæti í Evrópudeildinni

Fulham mun fá sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili þökk sé góðri framkomu liðsins inn á vellinum á nýloknu tímabili. England fékk aukasæti í Evrópudeildinni fyrir að koma vel út á prúðmennsku-mælikvarða UEFA og Fulham var prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni af þeim liðum sem höfðu ekki tryggt sér sæti í Evrópukeppni næsta vetur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Falcao tryggði Porto sigur í Evrópudeildinni

Kólumbíumaðurinn Falcao kórónaði sögulegt tímabil sitt í Evrópudeildinni með því að tryggja Porto-liðinu Evrópumeistaratitilinn í úrslitaleiknum á móti Braga í Dublin í kvöld. Falcao skoraði eina mark leiksins mínútu fyrir hálfleik en þetta var 17. mark hans í 14 leikjum í Evrópudeildinni á þessari leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Bikarmeistararnir þurfa líka að byrja í fyrstu umferð

Það lið sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn í fótboltanum í sumar fær ekki lengur farseðil í aðra umferðina í forkeppni Evrópudeildarinnar eins og áður. UEFA hefur ákveðið að breyta listanum sem segir á hvaða stigi keppninnar félög hefja leik í Evrópudeildinni fyrir keppnistímabilin 2012-2015. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Manchester City vann en féll samt úr leik

Manchester City féll í kvöld út úr 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 1-0 sigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev í seinni leik liðanna. Dynamo Kiev vann fyrri leikinn 2-0 og þar með 2-1 samanlagt.

Fótbolti
Fréttamynd

Roberto Mancini: Ég er mjög pirraður

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var fúll eftir 0-2 tap liðsins í kvöld á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram í frostinu í Kænugarði.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester City tapaði 0-2 í Úkraínu

Manchester City er ekki í góðum málum í Evrópudeildinni eftir 2-0 tap í fyrri leik sextán liða úrslitanna á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í Kænugarði í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Manchester eftir viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Þarf Gerrard að fara í aðgerð?

Svo gæti farið að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, þurfi að fara í aðgerð vegna meiðsla í nára. Hann hefur verið tæpur að undanförnu og fór ekki með liðinu til Portúgals þar sem Liverpool mætir Braga í Evrópukeppni UEFA í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dzeko með tvö í öruggum sigri Manchester City

Edin Dzeko skoraði tvö mörk á fyrstu 11 mínútunum þegar Manchester City vann 3-0 sigur á Aris Saloniki í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en með sigrinum tryggði City-liðið sér leiki á móti Dynamo Kiev í 16 liða úrslitunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dirk Kuyt tryggði Liverpool sæti í 16 liða úrslitunum

Hollendingurinn Dirk Kuyt var hetja Liverpool í seinni leik liðsins á móti tékkneska liðinu Spörtu Prag á Anfield í kvöld en Kuyt skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Liverpool mætir Lech Poznań eða Braga í 16 liða úrslitum en seinni leikur þeirra fer fram seinna í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Liverpool án Gerrard í seinni leiknum við Sparta Prag

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun ekki spila með Liverpool á Anfield á morgun þegar tékkneska liðið Sparta Prag kemur í heimsókn í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sparta Prag og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tékklandi.

Enski boltinn