Félagsmál

Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu
Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu.

Ráðuneytið skoðar áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns
Félagsmálaráðuneytið hefur enn til skoðunar ásakanir fyrrum félagsmanna Hugarafls um eitraða menningu hjá samtökunum. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðuneytisins til fréttastofu.

Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri
Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum.

„Þetta var hreinasta helvíti“
Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin.

Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri
Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu.

Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta!
Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík.

Fyrsta neyslurýmið á Íslandi hefur starfsemi í byrjun næsta árs
Fyrsta neyslurýmið á landinu fyrir fólk sem notar fíkniefni í æð verður tekið í notkun strax eftir áramót eftir að fjármögnun var tryggð frá Sjúkratryggingum Íslands. Fyrst um sinn verður rýmis starfrækt í bifreið en Rauði krossinn vonar að húsnæði verði fundið fyrir starfsemina í framtíðinni.

Verkefni til stuðnings börnum foreldra með geðrænan vanda komið á laggirnar
Stuðningsverkefni fyrir börn foreldra með geðrænan vanda hefur verið sett á laggirnar. Verkefnið heitir Okkar heimur og er á vegum Geðhjálpar. Kveikjan að stofnun verkefnisins er reynsla verkefnastjóra verkefnisins af kerfinu hér á landi sem barn foreldris með alvarlegan geðrænan vanda.

Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja
Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir.

Tillögu um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur vísað til velferðarráðs
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur til velferðarráðs. Tillagan felur í sér að koma á fót nýju neyðarathvarfi fyrir heimilislausar konur í formi herbergjagistingar og yrði starfrækt með skaðaminnkandi nálgun.

Hverfið þitt
Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum.

Fósturforeldrar segja tilfærslu málefna fatlaðra hafa verið mikil mistök
Fósturforeldrar á Selfossi segja að það hafi verið mikil mistök að færa málefni fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga því málaflokkurinn sé í algjörum ólestri hjá sveitarfélögum. Þau eru með tvo tvítuga stráka í fóstri, sem komast hvorki inn á heimili á Selfossi eða á Sólheimum og þar með sé brotið á rétti þeirra.

Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifð leigufélag
Í tilefni af aðsendri grein Gunnars Smára Egilssonar sem birtist á visi.is fyrr í vikunni um starfsemi Félagsbústaða sé ég mig knúna til að koma mikilvægum upplýsingum um starfsemina á framfæri og leiðrétta rangfærslur eða misskilning sem fram kemur í skrifum Gunnars Smára.

Tilkynnum áfram ofbeldi til 112
Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum.

Stuðningur við fjölskyldur fólks með heilabilun
Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling.

Ráðinn framkvæmdastjóri Brynju leigufélags
Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Brynju leigufélags. Hann tekur til starfa á morgun. Brynja er hússjóður Öryrkjabandalags Íslands og hefur það hlutverk að eiga og reka íbúðir sem leigðar eru öryrkjum.

Telur mansal falinn vanda á Íslandi
Þrettán tilfelli komu upp á síðasta ári þar sem grunur var um mansal, og tvö tilfelli þar sem um var að ræða smygl á fólki. Þetta kom fram í erindi teymisstjóra Bjarkarhlíðar á ráðstefnu félagsráðgjafa í dag. Hún telur að um sé að ræða falinn vanda og grunar að í raun séu mun fleiri tilfelli sem varða mansal.

Vísbendingar um að kulnun tengist breytingaskeiði: Ný hormónameðferð geti haft jákvæð áhrif
Vísbendingar nýrra rannsókna sýna að ein af hverjum tíu konum á breytingaskeiði detta út af vinnumarkaði vegna einkenna þess. Læknir segir brýnt að rannsaka vandann. Sífellt fleiri kannanir sýni gagnsemi nýrra hormónameðferða.

Getur endað með einangrun ungs fólks
Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist.

Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur
Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017.

Sveigjanleg þjónusta fyrir fatlað fólk
Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum.

Þuríður Harpa endurkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands
Á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands, sem haldinn var í Reykjavík 15. og 16 október, var Þuríður Harpa Sigurðardóttir endurkjörin formaður bandalagsins til tveggja ára. Þá voru tvær ályktanir samþykktar á fundinum.

Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“
Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil.

Spilaborgir félagsmálaráðherra
Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald.

Frambjóðandi í hlutastarfi
Eins og margir vita er ég frambjóðandi fyrir Sósíalista í Reykjavík Suður, það hefur þó ekki sést mikið til mín í aðdraganda kosninga og spilar þar mest inn veikindi mín. Ég er öryrki og sjúklingur og get því bara sinnt störfum frambjóðanda í hlutastarfi samhliða mínum sjúkdómi.

Tryggjum öruggt og barnvænt umhverfi
Í kosningabaráttu fær maður tækifæri til að kynnast fólki sem nálgast mann með hin ýmsu málefni. Velferðarmálin eru mér mjög hugleikin því þar liggur áhugasvið mitt. Mér finnst því mjög áhugavert að fá meiri innsýn inn í þann málaflokk með því að ræða beint við kjósendur og hlusta á hvað þeim liggur á hjarta.

Fæðingarorlof - jafn sjálfstæður réttur er lykilatriði
Með þeim breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem tóku gildi þann 1. janúar 2021 voru tekin stór skref í átt að betra samfélagi. Meginstef lagasetningarinnar að veita foreldrum jafnan rétt og jöfn tækifæri til að njóta sín í bæði fjölskyldu- og atvinnulífi.

Gleymum ekki öryrkjum
Loforð stjórnmálaflokkanna eru um margt svipuð. Það virðist ver tilhneigingin, að korter fyrir kosningar þá breytast allir í Sósíalista, þrátt fyrir að aðgerðirnar eftir kosninga sýni svart á hvítu að það er ekki tilfellið.

Til skoðunar hvort gripið verði til aðgerða vegna Hugarafls
Félagsmálaráðherra segir til skoðunar hvort og þá til hvaða ráðstafana verði gripið vegna athugasemda fyrrverandi skjólstæðinga grasrótarsamtakanna Hugarafls við framkomu stjórnenda þar á bæ. Einelti og ógnarstjórnun eru orð sem skjólstæðingarnir nota til að lýsa framkomu stjórnenda Hugarafls.

Treystum foreldrum – 12 mánuði til barnsins
Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Samkvæmt þeim hafa foreldrar mun takmarkaðri möguleika en áður til að taka ákvarðanir um þá tilhögun fæðingarorlofs sem hentar barni þeirra best og með hag þess að leiðarljósi.