Umbót svarar kallinu! - Skólafélagsráðgjafa í skólana okkar Margrét Þórararinsdóttir og Úlfar Guðmundsson skrifa 11. maí 2022 10:16 Þörfin: Á síðastliðnum áratugum hefur orðið breyting á okkar samfélagi á landsvísu. Félagsmótunarhlutverk skóla hefur aukist sem hefur aukið álag á kennara og starfsfólk grunnskóla til að sinna ekki bara kennslu heldur einnig velferð og vellíðan nemenda. Ein af grundvallar stefnumálum Umbótar fyrir kosningarnar er að ráða skólafélagsráðgjafa í skólana okkar. Hugmyndafræðin: Af hverju skólafélagsráðgjafi? Verksvið skólafélagsráðgjafa er fjölbreytt, en þeir leitast við að hafa heildarsýn yfir aðstæður. Það felur í sér samskipti á milli heimilis og skóla, beina ráðgjöf við nemendur og fjölskyldur, ásamt því að veita kennurum handleiðslu og ráðgjöf. Ungmenni okkar verða fyrir ýmsum hindrunum í einkalífi, í fjölskyldulífi og innan skólakerfisins. Áherslur skólafélagsráðgjafa ná yfir allt það í lífi barna sem hefur truflandi áhrif á menntun þeirra og lífsgæði. Skólafélagsráðgjöf hefur að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa skólaumhverfi sem ýtir undir árangur fyrir öll börn og örva félagslegan og tilfinningalegan þroska nemenda. Skólafélagsráðgjafar leika mismunandi hlutverk í tengslum við ólíka hópa nemenda í áhættuhópum. Fyrst og fremst er mikilvægt að þekkja þá hópa nemenda sem eru í áhættu, ganga í gegnum erfiðleika og eiga erfitt með að standast kröfur skólans. Þess vegna skiptir snemmbær íhlutun og forvarnir miklu máli. Skólafélagsráðgjafar mynda mikilvæga brú á milli skóla, fjölskyldu og samfélags. Vandamál sem barn eða ungmenni glímir við í grunnskóla verða alvarlegri og kostnaðasamari ef ekki er brugðist við strax í upphafi. Lausnin: Við í Umbót viljum ráða til starfa til að byrja með tvo skólafélagsráðgjafa sem myndu starfa miðlægt frá fræðsluskrifstofunni og fara inn í hvern skóla. Við viljum í kjölfarið meta og þarfagreina frekar verkefnið í samvinnu við skóla og foreldra eftir tvö ár. Kostnaðurinn: Kostnaðurinn við verkefnið er 26-30 milljónir á ársgrundvelli. Við í Umbót erum viss um að þeim fjármunum er vel varið og skynsamleg lausn til að svara ákallinu. Auka þarf strax sérfræðiþekkingu innan skólakerfisins, gæta að hag barna og ungmenna okkar, vera til staðar fyrir foreldra og auka ráðgjöf og handleiðslu til kennara. Verkefnið er mikilvægt. Við þurfum þinn stuðning til góðra verka í þágu barnanna okkar. X - U Höfundar skipa 1. og 4. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þörfin: Á síðastliðnum áratugum hefur orðið breyting á okkar samfélagi á landsvísu. Félagsmótunarhlutverk skóla hefur aukist sem hefur aukið álag á kennara og starfsfólk grunnskóla til að sinna ekki bara kennslu heldur einnig velferð og vellíðan nemenda. Ein af grundvallar stefnumálum Umbótar fyrir kosningarnar er að ráða skólafélagsráðgjafa í skólana okkar. Hugmyndafræðin: Af hverju skólafélagsráðgjafi? Verksvið skólafélagsráðgjafa er fjölbreytt, en þeir leitast við að hafa heildarsýn yfir aðstæður. Það felur í sér samskipti á milli heimilis og skóla, beina ráðgjöf við nemendur og fjölskyldur, ásamt því að veita kennurum handleiðslu og ráðgjöf. Ungmenni okkar verða fyrir ýmsum hindrunum í einkalífi, í fjölskyldulífi og innan skólakerfisins. Áherslur skólafélagsráðgjafa ná yfir allt það í lífi barna sem hefur truflandi áhrif á menntun þeirra og lífsgæði. Skólafélagsráðgjöf hefur að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa skólaumhverfi sem ýtir undir árangur fyrir öll börn og örva félagslegan og tilfinningalegan þroska nemenda. Skólafélagsráðgjafar leika mismunandi hlutverk í tengslum við ólíka hópa nemenda í áhættuhópum. Fyrst og fremst er mikilvægt að þekkja þá hópa nemenda sem eru í áhættu, ganga í gegnum erfiðleika og eiga erfitt með að standast kröfur skólans. Þess vegna skiptir snemmbær íhlutun og forvarnir miklu máli. Skólafélagsráðgjafar mynda mikilvæga brú á milli skóla, fjölskyldu og samfélags. Vandamál sem barn eða ungmenni glímir við í grunnskóla verða alvarlegri og kostnaðasamari ef ekki er brugðist við strax í upphafi. Lausnin: Við í Umbót viljum ráða til starfa til að byrja með tvo skólafélagsráðgjafa sem myndu starfa miðlægt frá fræðsluskrifstofunni og fara inn í hvern skóla. Við viljum í kjölfarið meta og þarfagreina frekar verkefnið í samvinnu við skóla og foreldra eftir tvö ár. Kostnaðurinn: Kostnaðurinn við verkefnið er 26-30 milljónir á ársgrundvelli. Við í Umbót erum viss um að þeim fjármunum er vel varið og skynsamleg lausn til að svara ákallinu. Auka þarf strax sérfræðiþekkingu innan skólakerfisins, gæta að hag barna og ungmenna okkar, vera til staðar fyrir foreldra og auka ráðgjöf og handleiðslu til kennara. Verkefnið er mikilvægt. Við þurfum þinn stuðning til góðra verka í þágu barnanna okkar. X - U Höfundar skipa 1. og 4. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun