Lögreglumál

Fréttamynd

Vaknaði við inn­brots­þjófa inni á heimilinu

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 05 og 17 í dag. Á sjötta tímanum í morgun var til að mynda tilkynnt um innbrot í heimahús í Breiðholti. Tveir innbrotsþjófar flúðu vettvang þegar þeir urðu varir við húsráðanda.

Innlent
Fréttamynd

Meint hópslags­mál reyndust gamnis­lagur

Á sjöunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að mennirnir þrír voru vinir að gantast, eins og það er orðað í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Margir stútar gripnir í nótt

Níu einstaklingar voru stöðvaðir af lögreglu í nótt þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum. Í þrígang reyndist ökumaðurinn án ökuréttinda vegna fyrri afskipta lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Buðu ferða­manni gistingu í fanga­geymslu

Laust fyrir klukkan 06 í morgun barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluþjónar ræddu við manninn kom í ljós að um erlendan ferðamann var að ræða, sem gat með engu móti gefið upp hvar hann dveldi. Brugðist var á það ráð að bjóða honum gistingu í fangageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn misstu stjórn á bílnum í vindinum

Ferðamenn sem voru á leið yfir Fagradal urðu fyrir svo sterkri vindhviðu að bíll þeirra fauk út af veginum, valt og endaði á hliðinni. Veginum hefur verið lokað vegna veðurs og er appelsínugul viðvörun enn í gildi á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Pink Floyd stjarna til rann­sóknar vegna búnings

Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista.

Erlent
Fréttamynd

Ó­þekktur maður kramdi bíl með gröfu

Á níunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um skemmdarverk á Kjalarnesi. Þar hafði bifreið verið kramin með gröfu. Lögregla veit ekki hver framdi skemmdarverkið bíræfna.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla tvisvar kölluð til vegna grun­sam­legra manna­ferða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi og nótt vegna grunsamlegra mannaferða. Í öðru tilvikinu var maður sagður vera að skoða inn í bíla en í hinu tilvikinu var maður handtekinn í Hálsahverfi og vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaðir neituðu að yfir­gefa verslun og veitinga­stað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gær þegar bifreiðareigandi komst að því að búið var að stinga á tvo hjólbarða bílsins. Í yfirliti lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar kemur ekkert fram um eftirmála.

Innlent
Fréttamynd

Aftur í einangrun grunaður um manndráp á Selfossi

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið 28 ára konu að bana á Selfossi þann 27. apríl er aftur kominn í gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Vikurnar tvær á undan hafði hann fengið að umgangast aðra fanga á meðan hann sætir gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Keyrði á tvo kyrr­stæða bíla og stakk af

Rétt fyrir klukkan 13 í dag ók ökumaður á tvo kyrrstæða bíla við Fríkirkjuveg og stakk svo af vettvangi. Töluvert tjón varð á bílunum tveimur en vegfarendur veittu lögreglu upplýsingar um ökumanninn.

Innlent
Fréttamynd

Fylgst hafi verið með bílskúrnum og beðið færis

Íbúi í Norðlingaholti, sem varð fyrir því að hjólum og tölvu var stolið úr bílskúr hans, er viss um að fylgst hafi verið með bílskúrnum í aðdraganda þjófnaðarins. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjóli er stolið úr bílskúrnum. 

Innlent
Fréttamynd

Lokuðu veitingastað án rekstrarleyfis

Lögregluþjónar lokuðu veitingastað á miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Grunur lék á að staðurinn væri án rekstrarleyfis og þegar starfsmenn gátu ekki framvísað slíku var þeim gert að loka staðnum tafarlaus.

Innlent
Fréttamynd

Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp

Maður sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í apríl hefur verið úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald. Maðurinn var handtekinn þann 27. apríl og hefur verið í haldi síðan þá en nú var tveimur vikum bætt við.

Innlent
Fréttamynd

Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað.

Innlent
Fréttamynd

Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar

Yfir­lög­reglu­þjónn al­þjóða­sviðs ríkis­lög­reglu­stjóra segir leið­toga­fund Evrópu­ráðsins í Hörpu lang­stærsta við­burðinn sem ís­lensk lög­reglu­yfir­völd hafa skipu­lagt. Hann segir að um hundrað sér­fræðingar séu hér frá lög­reglu­yfir­völdum á norður­löndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgar­búum í há­stert fyrir að hafa farið eftir reglum.

Innlent
Fréttamynd

Feðgarnir á Blönduósi verða ekki ákærðir

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna dauða karlmanns sem varð konu að bana á Blönduósi í ágúst í fyrra. Þetta staðfestir verjandi í málinu við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.

Innlent