
Samgöngur

Ný gatnamót á Sæbraut við Frakkastíg
Frakkastígur verður tengdur Sæbraut með nýjum gatnamótum og hefjast framkvæmdir á næstu dögum. Auk framlengingar á Frakkastíg út að Sæbraut verður gatan endurgerð milli Skúlagötu og Lindargötu.

Áfram er þörf á að dýpka
Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn.

Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut
Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð.

Tæplega 5.500 manns nýttu frían strætópassa á gráum degi
Frítt var í strætó vegna þess að áætlað var að styrkur svifryks myndi fara yfir heilsuverndarmörk.

Óhætt að fara á sumardekkin
Bíleigendum sem ekki eiga erindi á fjallvegi er óhætt að skipta yfir á sumardekk. Svifryksmengun var yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík og á Akureyri í gær. Mikið er að gera á hjólbarðaverkstæðum.

Loftgæði á Akureyri verri en í Reykjavík
Loftgæði á Akureyri hafa í þrígang í aprílmánuði verið slæm vegna svifryks.

Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar
Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra.

Borgin ánægð með árangurinn af mótvægisaðgerðum vegna svifryksmengunar
Mengunin hefði orðið annars meiri.

Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl
Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum.

Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn.


Borgarbúar fá frítt í strætó á morgun
Strætó bs ætlar að bjóða borgarbúum frían dagspassa í Strætóappinu á morgun vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir svokölluðum "gráum degi“ en þá er svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í kringum stórar umferðaræðar.

Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum.

Veggjöld verði frekar reglan en undantekningin
Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag.

Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis
Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum.

Þórólfur sækist áfram eftir að leiða Samgöngustofu
Alls bárust 23 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu sem auglýst var í mars

Söguðu og brutu niður tré í Skorradal í leyfisleysi
Sumarhúsaeigendur í Skorradal eru verulega ósáttir við framferði Vegagerðarinnar en svo virðist sem starfsmenn stofnunarinnar hafi brotið og sagað niður tré sem standa meðfram veginum inn í dalinn.

Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn
Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar.

Greiddu með hverjum farþega
Kostnaður Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar við hvern farþega í tilraun með siglingar þeirra á milli árið 2017 nam átta þúsund krónum.

Limmósínur fyrir strætó
Eðalvagnar Haraldar munu í dag aka á leið 14 sem fer frá Granda að Versló með viðkomu í Langholtshverfi og Bústaðahverfi. Einnig á leið 16 sem fer frá Hlemmi að Hádegismóum. Ferðirnar eru ókeypis.

Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar
Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku.

Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf
Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus.

Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir
Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl.

Bein útsending: Léttum á umferðinni
Léttum á umferðinni er opið málþing um samgöngur og borgarhönnun í Reykjavík

Loka hringvegi vegna prófana
Þjóðvegi eitt austan Námaskarðs verður lokað milli klukkan hálf átta og níu í dag vegna þrýstiprófana í Kröfluvirkjun og Bjarnarflagi.

Fall WOW air katastrófa fyrir Airport Associates
Samningar voru að ganga saman í nótt þegar fregnir af kyrrsetningu véla Wow air bárust.

Bein áhrif á 2700 farþega
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, áætlar að fall WOW hafi áhrif á um 2700 farþega.

WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu
Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða.

Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi
Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina.

Strætó er lykillinn að léttari umferð
Samgöngukortið er hluti af langtímaáætlun Strætó um vistvænar samgöngur. Fyrirtækjum býðst að gera samning fyrir starfsfólk sitt um samgöngukortið sem gildir á stór höfuðborgarsvæðinu. Þegar eru yfir 370 fyrirtæki í samning við Strætó.