

Spáhundurinn Pamela spáir Manchester City sigri gegn Everton í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem fram fer í kvöld.
U-21 landslið Íslands og Noregs gerðu í dag jafntefli, 25-25, í vináttulandsleik sem fór fram í íþróttahúsinu í Strandgötu í dag.
„Það er bara kostur að vera örvhentur,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson eftir 94-80 sigur Snæfells gegn KR í Iceland Express deild karla. Pálmi var „sjóðheitur“ fyrir utan þriggja stiga línuna en hann setti 7 skot ofaní og var með 70% nýtingu. Pálmi segir að hann hafi mikla trú á Snæfellsliðinu sem gekk í gegnum miklar breytingar í sumar eftir frábært tímabil í fyrra þar sem liðið fagnaði Íslands – og bikarmeistaratitlinum.
„Við vorum klárlega ekki sannfærandi á móti svæðisvörninni og það leit út fyrir að það væru þreyttir leikmenn inni á vellinum. Við þurfum allir að líta í eigin barm,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 94-80 tap liðsins á útivelli gegn Snæfelli í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik.
„Þegar maður er búinn að gera í buxurnar þá þarf maður að skipta um buxur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Snæfells í kvöld eftir 94-80 sigur liðsins gegn KR í Iceland Express deild karla í körfuknattleik.
Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttaritari Rúv, fer mikinn í Noregi þessa dagana þar sem hann fjallar um EM kvenna í handbolta fyrir evrópska handknattleikssambandið.
Everton hefur átt í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu það sem af er keppnistímabilinu. Liðið er í 15. sæti með 18 stig þegar 17 umferðum er lokið og vekur það athygli að framherjar liðsins hafa aðeins skorað 2 af alls 18 mörkum liðsins.
Mark Andy Carroll fyrir Newcastle gegn Liverpool um helgina hefur verið valið flottasta mark umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Hinn grjótharði Carroll innsiglaði þá 3-1 sigur Newcastle á Liverpool í fyrsta leik undir stjórn Alan Pardew.
Man. Utd skellti sér aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Arsenal, 1-0, á Old Trafford.
Það verður spennandi að sjá hvort spádómur hundsins Pamelu rætist en hún spáir því að Manchester United og Arsenal geri jafntefli í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Pamela hafði kolrangt fyrir sér fyrir viku þegar hún spáði Aston Villa sigri gegn Liverpool.
Valsmenn eru búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína eftir að Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkarðsson tóku við liðinu af Júlíusi Jónassyni. Liðið vann fyrsti sigra á Selfoss í bæði deild og bikar og fylgdi því síðan eftir með glæsilegum tíu marka sigri á HK í Digranesinu í gær.
Það var mikið fjör á Stjörnuleikshátíð KKÍ í gær og annað árið í röð sló í gegn leikur Celeb-liðsins við gamla landsliðsmenn. Gömlu landsliðsmennirnir höfðu betur annað árið í röð en þeir frægu voru með skýringar á tapinu á tæru þegar Vísir heyrði í þeim eftir leikinn.
Newcastle kom flestum á óvart í dag með 3-1 sigri gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinn í knattspyrnu. Alls fóru sex leikir fram í dag laugardag og er hægt að sjá öll mörk dagsins á sjónvarpshluta visir.is með því að smella á íþróttir.
"Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar.
Ísrael vann í kvöld 3-2 sigur á íslenska landsliðinu í vináttulandsleik sem fór fram í Tel-Aviv í kvöld.
Hið unga og skemmtilega lið Fjölnis stóð sig vel gegn meistaraefnunum í KR í gær. KR-ingar stigu þó upp undir lokin og lönduðu sigri.
KR-stúlkur unnu fínan sigur á ungu liði Snæfells í Vesturbænum í gær en stelpurnar úr Hólminum bíða enn eftir fyrsta sigri sínum í vetur.
Skoski dómarinn Craig Thomson flautaði af leik Ítala og Serba eftir aðeins sjö mínútur í undankeppni EM í gærkvöldi. Ástæðan voru óeirðir á pöllunum á Stadio Luigi Ferraris velinum í Genóa en öfga-stuðningsmenn Serba létu þá öllum illum látum og skutu meðal annars eldflaugum inn á völlinn.
Laugardalsvöllurinn var þéttsetinn á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012 í gær.
Breiðablik er enn á toppi Pepsi-deildar karla eftir góðan 3-1 sigur á KR-ingum í Frostaskjólinu í gær.
Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Noregi í fyrsta leiknum í undnakeppni Evrópumótsins árið 2012. Lokatölur voru 1-2 fyrir Noreg.
FH fór með sigur af hólmi í baráttunni á KR-vellinum í gær. Vesturbæjarliðið laut enn einu sinni í grasi fyrir meisturunum, nú 0-1.
ÍBV sýndi sannkallaða meistaratakta í gær er liðið sótti Fylki heim í Árbæinn. Eftir hálftíma leik var ÍBV manni færra og marki undir.
Framarinn Ívar Björnsson var í sviðsljósinu í gær þegar Stjarnan tók á móti Fram á gervigrasinu í Garðabæ.
FH-ingar hafa sett topplið ÍBV og Blika sem eru í öðru sæti undir mikla pressu eftir sigurinn á Fylki í gær. Endurkoma liðsins var frábær.
ÍBV er enn á toppnum í Pepsi-deild karla eftir að hafa gert 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í Kópavogi í gær.
Lærisveinar Gunnlaugs Jónssonar hjá Val keyrðu glaðir heim úr Árbænum í gærkvöldi eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í háa herrans tíð.
Íslandsmeistarar FH og Vals bættu bikarmeistaratitlinum við í safnið sitt um helgina en hér eru á ferðinni langsigursælustu liðin í íslenskum fótbolta undanfarin ár.
GR vann tvöfalt í Sveitakeppninni í golfi sem lauk í dag. Það var slæmt veður á lokadeginum í 1. deildinni sem fram fór á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili.
Valskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn annað árið í röð eftir 1-0 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik VISA-bikar kvenna á Laugardalsvelli í dag.