Skoðun: Magnús Guðmundsson

Hvað viljum við?
Fjöldamorðin í München á föstudag, þar sem átján ára gamall piltur myrti níu manns og særði fjölda fólks áður en hann tók eigið líf, eru ekki aðeins áfall fyrir þýsku þjóðina heldur Evrópu alla.

Sakleysið
Sakleysi er gimsteinn sem sérhver maður á.“ Það var Guðfinna Þorsteinsdóttir á Vopnafirði sem orti þessa fallegu línu undir skáldanafninu Erla.

Okkar ábyrgð
Það er uggvænleg staðreynd að mansal, vinnu- og kynlífsþrældómur skuli þrífast á Íslandi og það í umtalsverðum mæli.

Íslensk rúlletta
Það er eitthvað alveg sérstakt við íslenska viðskiptahætti. Kannski er það þetta eitthvað sem heimurinn átti enn óséð að mati Ólafs Ragnars Grímssonar á sínum tíma?

Þetta fólk
Það dylst engri heilvita manneskju hversu skelfilegar afleiðingar kynþáttahyggja hefur á daglegt líf fjölda fólks á hverjum degi.

Fyrir mig og mína
Eigingirni og sjálfselska eru dapurlegar kenndir sem búa í okkur flestum og birtast í ýmsum myndum. Öll höfum við staðið okkur að því að láta eigin hag og hentugleika ganga fyrir hagsmunum annarra

Trúum á frið
Það fylgja því ákveðin forréttindi að tilheyra smáþjóð í Norður-Atlantshafi.

Sigur lóunnar
Það eru merkilegir hlutir að gerast á EM í Frakklandi. Á risavöxnum leikvöngum er íslenska smáþjóðin að vinna glæsta sigra, jafnt innan vallar sem utan, og heimsbyggðin hrífst með. Ekki vegna þess að við erum smáþjóð heldur vegna framkomu, samheldni og ástríðu leikmanna jafnt sem stuðningsmanna þessa skemmtilega liðs frá íshafsklettinum í Norður-Atlantshafi.

Öll eggin í sömu körfu
Lífið er saltfiskur. Eða var það að minnsta kosti um tíma á öldinni sem leið. Fyrir þann tíma var lífið kannski blessuð sauðkindin og seinna átti það eftir að verða bæði síld og loðna

Föðurbetrungar
Nýstúdentarnir með hvíta kolla og sólskinsbros streyma út úr skólum landsins þessa dagana og það er svo sannarlega ástæða til þess að óska þeim öllum til hamingju með áfangann.

Lærðu hratt
Sá mæti heimspekingur og háskólamaður Páll Skúlason sagði eitt sinn um menntun: "Tilgangur náms er námið sjálft. Þess vegna verða menn aldrei fullnuma í neinni námsgrein, hversu mörgum og góðum prófgráðum sem þeir ljúka.“

Landið sem var
Náttúra Íslands í öllum sínum fjölbreytileika og fegurð er það dýrmætasta sem þessi þjóð hefur yfir að ráða. Þessu fylgir gríðarleg ábyrgð sem nær langt fram yfir daginn í dag og alla efnahagslega skammtímahagsmuni.

Öryggisventlar á óvissutímum
"Sá sem dáir fortíðina missir tökin á nútímanum.“ Það er ekki laust við að þessum ágæta málshætti hafi skotið upp í hugann við atburði gærdagsins.

Lánþegar LÍN
Það er stundum erfitt að verjast þeirri hugsun að íslenskar ríkisstofnanir misskilji hlutverk sitt all hrapallega.

Svör óskast
Sú var tíðin á Íslandi að heiður þótti fólginn í því að vera skattakóngur eða -drottning þjóðarinnar. Að vera sá einstaklingur sem greiddi mest allra til uppbyggingar og samneyslu samfélagsins.

Lifi listin, annað hvert ár!
Stjórnmálamenn eru ákaflega mikið fyrir menningu og listir. Sérstaklega á tyllidögum og þá einkum ef margir eru hlusta.

Óheppni?
Það fylgja því oft blendnar tilfinningar að vera Íslendingur. Oft og tíðum erum við stolt af sögu okkar, menningu, listum og afreksfólki, að ógleymdri einstakri náttúru.




Viska Óðins
Það getur falist hugrekki og framsýni í því að setja fram skoðanir og hugmyndir sem ganga þvert á það sem er ríkjandi hverju sinni. Hugmyndir á borð við lýðræði og mannréttindi, svo dæmi sé tekið af hugmyndum sem skoða heiminn og bæta samfélagið með opnum huga. Andstaða þessara hugmynda eru svo þær sem eru settar fram í ótta, fáfræði og með sérhagsmuni ákveðinna hópa, eins og t.d. stakra þjóða eða stétta, að leiðarljósi.

Augljós auðlind
Þetta land er opið sár og ein lifandi kvika. Og þjóðin sem býr á þessu sérstaka landi endurspeglar það skemmtilega. Við minnsta rof í samfélagi þjóðarinnar á hún það til að gjósa eins og eldfjall og farvegurinn sem eitt sinn lá um heitu pottana í laugunum og kaffistofur vinnustaða liggur nú eftir kommentakerfum netmiðla og um spjallþræði samfélagsmiðla og það oft af minnsta tilefni.

Góðu málefnin og listin að lifa
Af einhverjum undarlegum ástæðum virðast margir telja það fullkomlega eðlilegt að listamenn gefi vinnu sína af hinum ólíkustu tilefnum.

Ég sé ekki eftir neinu!
Sprengidagur er auðsjáanlega einn mikilvægasti dagur ársins fyrir íslensku þjóðina enda skulu ofgnótt og óhóf höfð að leiðarljósi og það án eftirsjár. Íslenskara verður það nú tæpast.

Nei eða já
Vínmenning er forvitnilegt hugtak sem kemur reglulega upp í umræðunni um frjálsa sölu áfengis. Ef við gefum okkur það að hér sá átt við þann hluta menningar sem fellur undir siðmenningu, því tæpast er hér vísað til almenns þroska hugar og handar, þá er vísað til þess sem við sem samfélag gerum að háttum okkar og siðum. Þannig að með hugtakinu vínmenning er líkast til leitast við að siðmennta og siðfága áfengisneyslu þjóðarinnar.


Kafkaískt kerfi
En Menntamálastofnun lætur ekki deigan síga og bendir skólastjórnendum framhaldsskólanna á þá lausn að umreikna bókstafina aftur yfir í tölustafi svo að það sé hægt að finna meðaltal viðkomandi einkunna fyrir viðkomandi nemanda. Vá!

Andlegt erfiði
Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár.

Gú gú og ga ga
"Gulli varð listmálari, Daníel og Skúli lögðu fyrir sig bílaviðskipti, Jói fór í gæslustörf og Siggi gerðist sjómaður, enda alltaf með hugann við hafið, en ég varð vistmaður á Kleppi, gú gú og ga ga, bimmi limm og bomm bomm, á eilífum byrjunarreit, eilífri endastöð, einfari að atvinnu.“

Þetta er stóra verkefnið
Það er líkast til vandfundinn sá maður sem er jafn ánægður með störf sitjandi ríkisstjórnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ef marka má áramótaávarp forsætisráðherra. Samkvæmt ávarpinu hefur allt færst til betri vegar en lítið sem ekkert kom þar fram um það sem betur hefði mátt fara. Er það þó umtalsvert ef að er gáð.