Skoðun

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs

Finnur Ulf Dellsén skrifar

Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla.

Skoðun

Börnin heyra bara sprengjugnýinn

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Þorgerður Katrín utanríkisráðherra fjallar iðulega um ástand mála í Palestínu og Ísrael í fjölmiðlum. Þorgerður segir ýmislegt sem er gott og gilt um mikilvægi mannréttinda og alþjóðasamninga og gildi þeirra fyrir smáþjóð líkt og við Íslendingar erum.

Skoðun

Gagns­lausa fólkið

Þröstur Friðfinnsson skrifar

Á liðnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um sameiningar sveitarfélaga og það hagræði sem sameiningar gætu skapað. Alþingi samþykkti þannig fyrir nokkrum árum að stefnt skyldi að því að öll sveitarfélög hefðu með tíð og tíma yfir 1000 íbúa.

Skoðun

Tjáningar­frelsi

Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson skrifa

Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama.

Skoðun

Allt mun fara vel

Bjarni Karlsson skrifar

Á þeim trylltu tímum sem við erum að lifa er mikilvægt að halda yfirsýn til þess að missa ekki móðinn andspænis allri þeirri heimsku og grimmd sem við blasir í veröldinni.

Skoðun

Normið á ekki síðasta orðið

Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Á hverju ári eftir Gleðigöngunni kemur upp spurningin „á BDSM fólk heima í göngunni?“ Í kjölfarið skapast gjarnan umræður þar sem BDSM er smættað niður í þrönga skilgreiningu sem einblínir á þær athafnir sem BDSM fólk gerir en skautar alveg fram hjá mögulegum vangaveltum um af hverju BDSM fólk gerir þessar athafnir og upplifun einstaklinga sem skilgreina sig sem BDSM hneigða er alfarið afskráð.

Skoðun

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitt­hvað annað?

Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Nú er hinsegin dögum lokið þetta árið. Á hverju ári sameinast hinsegin fólk í ákalli um réttlátt, litríkt samfélag. Ég man fyrir nokkrum árum þar sem erlendar þjóðir öfunduðu okkur Íslendinga að vera komin svona langt í baráttu hinsegin fólks, eitthvað sem við vorum stolt af. Erum við á þeim stað í dag?

Skoðun

Við lifum á tíma fas­isma

Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Það eru engin tíðindi að fasismi ríki í Ísrael og í Rússlandi, en á undanförnum árum hefur hann ruðst fram þar um slóðir með óvenju miklum grimmdarverkum, jafnvel þjóðarmorði eins og er að gerast á Gaza. Og það sem er nýtt er það að Bandaríkin eru smám saman að breytast í fasistaríki sem minnir á Þýskaland Hitlers.

Skoðun

Ör­væntingar­fullir bíleigendur í frum­skógi bílastæðagjalda

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku.

Skoðun

Hinir miklu lýðræðis­sinnar

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins.

Skoðun

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?

Hrafnhildur Bragadóttir og Birna Sigrún Hallsdóttir skrifa

Á næstu vikum rennur út lokafrestur sem ríki hafa til að uppfæra landsframlag sitt gagnvart Parísarsamningnum.

Skoðun

Gleði eða ó­gleði?

Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Ég var staddur á Gleðigöngunni síðastliðinn laugardag líkt og ég hef verið vel flestar Gleðigöngur undanfarin ár.

Skoðun

Tískuorð eða sjálf­sögð réttindi?

Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Tungumálið okkar er lifandi og ný hugtök sífellt að bætast við flóruna. Sum þeirra verða fljótt á allra vörum og hafa jafnvel mikil áhrif á það hvernig við hugsum um lífið og tilveruna, s.s. hugtökin kulnun, þriðja vaktin, menningarnám o.fl. Önnur hverfa jafnharðan sem betur fer, þegar okkur verður ljóst að þau hafa neikvæð áhrif á líðan fólks og hópa í samfélaginu.

Skoðun

Ráð­herrann og ill­kvittnu einkaaðilarnir

Freyr Ólafsson skrifar

Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein.

Skoðun

Átta­tíu ár frá Híró­síma og Naga­sakí

Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Síðastliðinn 6. ágúst voru 80 ár liðin frá hinni grimmilegu kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma sem fylgt var eftir með árás á Nagasakí þremur dögum síðar. Áttatíu ár frá atburðum er yfir hundrað þúsund saklausra borgara voru myrt í einni svipan í vítislogum tveggja kjarnorkuárása.

Skoðun

Er ein­hver hissa á fúskinu?

Magnús Guðmundsson skrifar

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði upp með breyttar kraftmiklar áherslur í landspólitíkinni eftir kosningar í desember. Ljóst er að verkin hafa verið látin tala í mörgum málum, sem endurspeglast í skoðanakönnunum þar sem meiri hluti er ánægður með ríkisstjórnina.

Skoðun

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“

Sigurjón Þórðarson skrifar

Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða?

Skoðun

Ekkert ævin­týri fyrir mongólsku hestana

María Lilja Tryggvadóttir skrifar

Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki.

Skoðun

Nám í skugga ó­öryggis

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hún er ósýnileg en þung þögnin sem verður eftir þegar loforð breytast í tómar orðarunur og röddin sem þú þráðir að heyra hljóðnar. Fyrir barn er hún eins og lag utanum hjartað, verður óskrifuð kennslubók í því að treysta ekki of mikið. Dag eftir dag lætur hún þig hugsa „Er ég nóg?“

Skoðun

Tæknin á ekki að nota okkur

Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Tæknin í dag er ótrúleg!Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun.

Skoðun

Ytra mat í skólum og hvað svo?

Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí á næsta ári og sýnist mér að minnihlutinn í borginni ætli að beina spjótum sínum að menntamálum.

Skoðun

Stjórnun, hönnun og fram­kvæmd öryggis­ráð­stafana í Reynisfjöru

Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Í þessari samantekt er því velt upp hvort umræða um banaslys í Reynisfjöru hafi verið of einhliða og ósanngjörn. Með áherslu á að ferðamenn séu frekar vitlausir, fylgi ekki öryggisleiðbeiningum og séu aðallega sjálfir ábyrgir á slysum sem þeir verða fyrir, erum við líklega ekki á réttri leið í þessu samtali og ólíkleg til þess að ná árangri með umbætur.

Skoðun

Sorg­legur upp­gjafar doði varðandi á­fram­haldandi stríðin í dag

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Að vera fædd árið 1947, stuttu eftir að stríð seinni heimstyrjaldar enduðu. Svo að hafa séð mikið af efni um þau sem önnur stríð í sjónvarpinu hér í Ástralíu. Sögur sem voru nógu hræðilegar og sköpuðu mikið af djúpum langtíma sársauka í taugakerfum sem fræðingar staðfesta í dag, reynsla sem margar kynslóðir hafa orðið þolendur frá.

Skoðun

Tóbakslaust Ís­land! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun

Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra.

Skoðun

Með­sek um þjóðar­morð vegna að­gerða­leysis?

Pétur Heimisson skrifar

Hamasliðar réðust inn í Ísrael 7. október 2023, svívirtu þar og drápu saklausa borgara og numu fjölda á brott. Þennan óafsakanlega glæp má rekja til ofbeldis Ísraels gegn Palestínumönnum allt síðan Ísraelum var, eftir síðari heimsstyrjöld, afhent land sem rænt var frá Palestínumönnum.

Skoðun

Tími á­byrgðar í út­lendinga­málum – ekki upp­gjafar

Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál.

Skoðun

Takk starfs­fólk og for­ysta ÁTVR

Siv Friðleifsdóttir skrifar

Starfsfólk og forysta ÁTVR á þakkir skildar fyrir framúrskarandi lipra og góða þjónustu. Einnig fyrir að standa heil með forsendum þess að ríkið reki ÁTVR.

Skoðun