
Fótbolti

Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins
Eftir sex sigra í röð í ensku úrvalsdeildinni tapaði Newcastle United fyrir Bournemouth, 1-4, á St James' Park í dag. Justin Kluivert skoraði þrennu fyrir gestina sem eru taplausir í tíu deildarleikjum í röð.

Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu
Svo virðist sem Elísabet Gunnarsdóttir verði næsti þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta.

FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita
Forseti panamska knattspyrnusambandsins má ekki koma nálægt fótbolta á næstunni eftir úrskurð Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA.

Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn
Norski framherjinn Erling Haaland spilar hjá Manchetser City til 34 ára aldurs standi hann við nýja samning sinn. Hann þénar líka vel á þessum tíma.

Hákon skoraði í endurkomusigri Lille
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille unnu góðan 2-1 sigur á Nice í frönsku fótboltadeildinni í kvöld.

Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer
Alan Shearer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar fyrr og síðar. Harry Kane var að nálgast metið þegar hann fór til Bayern München en nýjustu fréttir af markakóngi Manchester City eru ekki þær bestu fyrir Shearer.

Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei
Brasilíska ungstirnið Endrick hefur ekki fengið mikið að spila með Real Madrid í vetur en strákurinn sannaði mikilvægi sitt með frábærri innkomu í bikarleik í vikunni.

Denis Law látinn
Manchester United goðsögnin Denis Law lést í dag en hann varð 84 ára gamall.

Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins
Íslendingaliðið Fortuna Düsseldorf misstu í kvöld frá sér fyrsta sigur sinn á nýju ári.

Sara Björk skoraði á móti toppliðinu
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrir lið sitt í sádi-arabíska fótboltanum í kvöld en það dugði þó ekki til.

Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila
Arnar Gunnlaugsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og hann er þegar byrjaður að undirbúa næstu leiki liðsins sem eru tveir leikir á móti Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars.

Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“
Jonathan Hartmann, aðstoðarþjálfari Freys Alexanderssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Brann, hrósar Íslendingnum í hástert. Freyr veiti honum mikinn innblástur og er að hans mati einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna.

Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga
Alejandro Garnacho, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er undir smásjá Chelsea sem íhugar að styrkja leikmannahóp sinn í yfirstandandi félagsskiptaglugga.

Solskjær tekinn við Besiktas
Ole Gunnar Solskjær hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Besiktas í Tyrklandi. Þetta er fyrsta starf hans síðan hann hætti hjá Manchester United haustið 2021.

City búið að finna sinn Salah?
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Manchester City kaupi egypska framherjann Omar Marmoush frá Frankfurt.

Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“
Amad Diallo kom Manchester United til bjargar gegn botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fílbeinsstrendingurinn hefur verið sjóðheitur að undanförnu.

Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi
Að sögn Neymars breyttist Kylian Mbappé þegar Lionel Messi gekk í raðir Paris Saint-Germain 2021. Frakkinn varð afbrýðisamur út í Argentínumanninn.

Víkingar fá mikinn liðsstyrk
Fótboltakonan Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er gengin í raðir Víkings frá Örebro í Svíþjóð. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Víking.

Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City
Erling Haaland verður áfram hjá Manchester City næstu árin en hann er búinn að skrifa undir nýjan níu og hálfs árs samning við félagið, hvorki meira né minna.

Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, væntir mikils af nýjum landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Arnari Gunnlaugssyni. Arnar sé akkúrat það sem sambandið var að leitast eftir í nýjum landsliðsþjálfara.

Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“
Skilaboð Arnars Gunnlaugssonar, nýráðins landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, til leikmanna sinna í landsliðinu eru skýr og þau skilaboð dregur hann sem lærdóm af sínum landsliðsferli. Hann vill að leikmenn Íslands taki landsliðsferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leikmaður, að spila fyrir þína þjóð.“

Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni
Real Madrid komst í kvöld áfram í átta liða úrslit spænska Konungsbikarsins í fótbolta í kvöld eftir 5-2 heimasigur á Celta Vigo. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en í framlengingu.

Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford
Manchester United vann 3-1 endurkomusigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Maður kvöldsins var maður að nafni Amad Diallo sem skoraði þrennu í lok leiksins.

Viðræður við Solskjær langt á veg komnar
Viðræður tyrkneska úrvalsdeildarfélagsins Besiktas við Ole Gunnar Solskjær eru langt á veg komnar og bendir allt til þess að Norðmaðurinn sé næsti þjálfari liðsins.

Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands
Jón Daði Böðvarson hefur gengið til liðs við Burton Albion FC í ensku C-deildinni. Frá þessu greinir félagið nú í kvöld.

„Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“
Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur.

Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars
Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“
Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu.

Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ
Forráðamenn Víkings Reykjavíkur hefðu viljað fá miklu hærri upphæð fyrir fyrrverandi þjálfara sinn, Arnar Gunnlaugsson, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að draumastarfinu og telja að endingu að niðurstaðan viðræðanna sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.

Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn
Phil Foden, leikmaður Manchester City, hefur gefið upp alla von um að félagið vinni fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð.